Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Heimir Már Pétursson skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Í kvöldfréttum okkar greinum við frá ákalli æ fleiri sérfræðinga í heilbrigðismálum um að gripið verði til aðgerða til að hefta vaxandi útbreiðslu kórónuveirunnar innanlands. Smituðum fjölgar í veldisvexti og eru lang flestir þeirra full bólusettir og ungir að árum.

Við heyrum í óbólusettum barnshafandi konum sem segjast berskjaldaðar nú þegar smituðum fer fjölgandi. Þær segjast hafa verið einangraðar og ætla að einangra sig enn frekar. 

Myndbandaspilari er að hlaða.
Núverandi tími 0:00
Lengd -:-
Hlaðið: 0%
Streymistegund BEINT
Eftirstandandi tími 0:00
 
1x
    • Kaflar
    • lýsingar af, valið
    • textar af, valið

      Það er deilt um þverun Vatnsfjarðar. Meirihluti íbúanna er fylgjandi þverun en sveitarfélagið og stofnanir undir umhverfisráðuneytinu leggjast gegn henni.

       Þá sýnum við frá vígslu Tómasarlundar í Húsdýragarðinum í dag til heiðurs Tomma Tomm heitnum bassaleikara og eiins öflugasta upptökustjóra landsins.

       Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




      Fleiri fréttir

      Sjá meira


      ×