Við heyrum í óbólusettum barnshafandi konum sem segjast berskjaldaðar nú þegar smituðum fer fjölgandi. Þær segjast hafa verið einangraðar og ætla að einangra sig enn frekar.
Það er deilt um þverun Vatnsfjarðar. Meirihluti íbúanna er fylgjandi þverun en sveitarfélagið og stofnanir undir umhverfisráðuneytinu leggjast gegn henni.
Þá sýnum við frá vígslu Tómasarlundar í Húsdýragarðinum í dag til heiðurs Tomma Tomm heitnum bassaleikara og eiins öflugasta upptökustjóra landsins.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.