Nokkur orð um Útey Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 22. júlí 2021 17:45 Öðru hvoru erum við minnt á hversu mikilvægt það er að styðja við fólk, með ráðum og dáð, svo það geti fundið sína eigin leið í lífinu. Þýski myndlistarmaðurinn Gerhard Richter málaði á 7. áratugnum seríu grárra mynda. Tilgangurinn var að sýna afstöðuleysið sem felst í því að skipta sér ekki af, skuldbinda sig ekki til neins og lýsa ekki yfir skoðunum sínum. Þegar gengið er í gegnum sýningu á þessum verkum; gráum myndum og gráum speglum, er skerandi hversu líflaus þessi litlausi heimur er. Mismunandi form, áferð og tónar ná aldrei að endurspegla veruleika lífsins og þann regnboga sem við finnum í fólki og tilfinningum þeirra. Við getum gengið í gegnum lífið, eins og þessa sýningu af gráum myndum, afskiptalaus um annað fólk, þrautir þeirra og þrár, ástir og gleði. Eða við getum valið að fagna öllum þeim litbrigðum sem við finnum í mannlegri tilveru. Við erum öll einstök og leitumst við að finna hamingju í lífinu. Hamingjuna styrkjum við með því að njóta og fagna fjölbreytileikanum í okkar eigin lífi. Og með því að styðja aðra í að finna eigin hamingju á sinn hátt. Hlutverk okkar stjórnmálamannanna er að stuðla að umhverfi sem leyfir fólki að stýra eigin lífi, og lifa frjáls og hamingjusöm. Að styðja frjálslynt samfélag, þar sem við viljum styðja hvort annað og sýna væntumþykju, þvert á allt það sem skilur okkur að og gerir okkur einstök Því miður eru margir sem vilja brjóta niður hið vestræna frjálslynda samfélag. Og með því grunn lýðræðis. Það er ráðist á réttinn til að tjá okkur með þeim hætti sem við viljum, réttinn til að vera við sjálf, á grunnréttindi okkar til frelsis. Þetta eru ekki utanaðkomandi árásir, heldur eru þetta oft árásir að innan frá þeim sem vilja frekar halda sig í myrkrinu og næra hatur og fyrirlitningu gagnvart fjölbreytileikanum. Hættan kemur svo frá þeim sem kjósa að lifa í grámanum. Áhugalaus um samborgara sína sem gefa lífinu lit. Og áhugalaus um þau sem dreifa hatri og fyrirlitningu gagnvart náunganum. Við höfum, í gegnum söguna, oft séð hættuna við að svara hatri með hatri og hvernig það skapar vítahring sem erfitt er að brjótast úr. Svar norsku þjóðarinnar við hræðilegri árás á Útey var því svo merkileg. Það sýndi raunverulegan styrk þjóðarinnar að svara árásinni með “auknu lýðræði, opnara samfélagi og meiri mannúð,” eins og Jens Stoltenberg sagði í ræðu sinni fyrir rétt tæpum áratug. Það er stöðug barátta að verja lýðræðið, opið og frjálslynt samfélag og mannúðina. Sú barátta er jafn mikilvæg í dag og hún var fyrir áratug. Með þeim 77 sem týndu lífi sínu í Útey og Osló fyrir áratug glötuðust einnig óteljandi sögur. Það voru óteljandi tengingar við aðra, sem aldrei urðu. Fjölskyldur sem ekki mynduðust. Börn sem ekki fæddust. Ferðalög sem aldrei voru farin. Upplifanir sem engin átti. Hlátur sem aldrei bergmálaði. Ef við viljum virkilega heiðra líf þessara 77 einstaklinga og allra þeirra fjölmörgu annarra sem hafa þjáðst vegna þessarar hryðjuverkaárásar, þá verðum við að svara hatrinu með meiri kærleik. Meira umburðarlyndi. Meiri skilning. Meiri stuðning við þau sem á þurfa að halda. Og fagna öllum fjölbreyttu litunum sem við finnum í samfélaginu okkar. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Öðru hvoru erum við minnt á hversu mikilvægt það er að styðja við fólk, með ráðum og dáð, svo það geti fundið sína eigin leið í lífinu. Þýski myndlistarmaðurinn Gerhard Richter málaði á 7. áratugnum seríu grárra mynda. Tilgangurinn var að sýna afstöðuleysið sem felst í því að skipta sér ekki af, skuldbinda sig ekki til neins og lýsa ekki yfir skoðunum sínum. Þegar gengið er í gegnum sýningu á þessum verkum; gráum myndum og gráum speglum, er skerandi hversu líflaus þessi litlausi heimur er. Mismunandi form, áferð og tónar ná aldrei að endurspegla veruleika lífsins og þann regnboga sem við finnum í fólki og tilfinningum þeirra. Við getum gengið í gegnum lífið, eins og þessa sýningu af gráum myndum, afskiptalaus um annað fólk, þrautir þeirra og þrár, ástir og gleði. Eða við getum valið að fagna öllum þeim litbrigðum sem við finnum í mannlegri tilveru. Við erum öll einstök og leitumst við að finna hamingju í lífinu. Hamingjuna styrkjum við með því að njóta og fagna fjölbreytileikanum í okkar eigin lífi. Og með því að styðja aðra í að finna eigin hamingju á sinn hátt. Hlutverk okkar stjórnmálamannanna er að stuðla að umhverfi sem leyfir fólki að stýra eigin lífi, og lifa frjáls og hamingjusöm. Að styðja frjálslynt samfélag, þar sem við viljum styðja hvort annað og sýna væntumþykju, þvert á allt það sem skilur okkur að og gerir okkur einstök Því miður eru margir sem vilja brjóta niður hið vestræna frjálslynda samfélag. Og með því grunn lýðræðis. Það er ráðist á réttinn til að tjá okkur með þeim hætti sem við viljum, réttinn til að vera við sjálf, á grunnréttindi okkar til frelsis. Þetta eru ekki utanaðkomandi árásir, heldur eru þetta oft árásir að innan frá þeim sem vilja frekar halda sig í myrkrinu og næra hatur og fyrirlitningu gagnvart fjölbreytileikanum. Hættan kemur svo frá þeim sem kjósa að lifa í grámanum. Áhugalaus um samborgara sína sem gefa lífinu lit. Og áhugalaus um þau sem dreifa hatri og fyrirlitningu gagnvart náunganum. Við höfum, í gegnum söguna, oft séð hættuna við að svara hatri með hatri og hvernig það skapar vítahring sem erfitt er að brjótast úr. Svar norsku þjóðarinnar við hræðilegri árás á Útey var því svo merkileg. Það sýndi raunverulegan styrk þjóðarinnar að svara árásinni með “auknu lýðræði, opnara samfélagi og meiri mannúð,” eins og Jens Stoltenberg sagði í ræðu sinni fyrir rétt tæpum áratug. Það er stöðug barátta að verja lýðræðið, opið og frjálslynt samfélag og mannúðina. Sú barátta er jafn mikilvæg í dag og hún var fyrir áratug. Með þeim 77 sem týndu lífi sínu í Útey og Osló fyrir áratug glötuðust einnig óteljandi sögur. Það voru óteljandi tengingar við aðra, sem aldrei urðu. Fjölskyldur sem ekki mynduðust. Börn sem ekki fæddust. Ferðalög sem aldrei voru farin. Upplifanir sem engin átti. Hlátur sem aldrei bergmálaði. Ef við viljum virkilega heiðra líf þessara 77 einstaklinga og allra þeirra fjölmörgu annarra sem hafa þjáðst vegna þessarar hryðjuverkaárásar, þá verðum við að svara hatrinu með meiri kærleik. Meira umburðarlyndi. Meiri skilning. Meiri stuðning við þau sem á þurfa að halda. Og fagna öllum fjölbreyttu litunum sem við finnum í samfélaginu okkar. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar