Delph sagður æfur vegna yfirlýsingar Everton Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. júlí 2021 21:28 Fabian Delph og Gylfi Þór Sigurðsson í baráttu við hvorn annan á æfingu hjá Everton á síðasta ári. Getty/Everton Fabian Delph, liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar, hjá enska knattspyrnuliðinu Everton er sagður vera æfur yfir því að yfirlýsing liðsins vegna máls Gylfa hafi ekki verið afdráttarlausari en svo að Delph var bendlaður við málið á samfélagsmiðlum. Gylfi Þór er samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu sá leikmaður sem handtekinn var í Bretlandi í síðustu viku í tengslum við kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku. Gylfi Þór hefur ekki verið nafngreindur í breskum fjölmiðlum af lagalegum ástæðum. Lögreglan í Manchester sagði í yfirlýsingu til fjölmiðla í Bretlandi að umræddur leikmaður væri 31 árs gamall. Á mánudagskvöld gaf Everton út stutta yfirlýsingu þess efnis að félagið hefði vikið leikmanni úr aðalliðinu tímabundið frá störfum vegna lögreglurannsóknar. Samkvæmt breska miðlinum The Athletic er Delph sagður vera æfur yfir því að yfirlýsing Everton hafi ekki verið afdráttarlausari en aðeins tveir leikmenn aðalliðs Everton eru 31 árs gamlir, Delph og Gylfi Þór. Í frétt Athletic segir að frá því að yfirlýsing Everton kom út hafi hávær orðrómur farið af stað á samfélagsmiðlum að Delph væri sá leikmaður Everton sem handtekinn hafi verið af lögreglu í tengslum við málið. Er hann sagður hafa látið stjórn félagsins vita af þeirri erfiðri stöðu sem málið hafi sett hann í, og að hann sé æfur yfir því að hafa verið bendlaður við málið á samfélagsmiðlum, líkt og áður segir. Í frétt Athletic er Gylfi Þór, án þess þó að vera nafngreindur, einnig sagður hafa ráðið sér öryggisgæslu eftir að málið kom upp. Breskir fjölmiðlar hafa sagt frá því að Gylfi Þór neiti staðfastlega sök í málinu. Enski boltinn Íslendingar erlendis Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir Gylfi sagður neita sök Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton í ensku deildinni og landsliðsmaður, er sagður harðneita þeim ásökunum sem bornar eru á hann. Hann er grunaður um kynferðisbrot gegn barni og var handtekinn á föstudaginn í Manchester í Englandi. 21. júlí 2021 10:50 Delph ekki með Everton í æfingaferð og ranglega sagður hafa verið handtekinn Enska knattspyrnufélagið Everton hefur staðfest að Fabien Delph muni ekki fara með liðinu til Bandaríkjanna í æfingaferð þar sem hann er í sóttkví. Einnig var fjöldi skilaboða á samfélagsmiðlum sem hélt því ranglega fram að leikmaðurinn hefði verið handtekinn. 21. júlí 2021 08:35 Gylfi Þór sá sem var handtekinn Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu er sá leikmaður hjá enska knattspyrnuliðinu Everton sem lögregla í Manchester handtók á föstudag í tengslum við kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Everton greindi frá því í gær að um væri að ræða leikmann liðsins. 20. júlí 2021 13:52 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira
Gylfi Þór er samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu sá leikmaður sem handtekinn var í Bretlandi í síðustu viku í tengslum við kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku. Gylfi Þór hefur ekki verið nafngreindur í breskum fjölmiðlum af lagalegum ástæðum. Lögreglan í Manchester sagði í yfirlýsingu til fjölmiðla í Bretlandi að umræddur leikmaður væri 31 árs gamall. Á mánudagskvöld gaf Everton út stutta yfirlýsingu þess efnis að félagið hefði vikið leikmanni úr aðalliðinu tímabundið frá störfum vegna lögreglurannsóknar. Samkvæmt breska miðlinum The Athletic er Delph sagður vera æfur yfir því að yfirlýsing Everton hafi ekki verið afdráttarlausari en aðeins tveir leikmenn aðalliðs Everton eru 31 árs gamlir, Delph og Gylfi Þór. Í frétt Athletic segir að frá því að yfirlýsing Everton kom út hafi hávær orðrómur farið af stað á samfélagsmiðlum að Delph væri sá leikmaður Everton sem handtekinn hafi verið af lögreglu í tengslum við málið. Er hann sagður hafa látið stjórn félagsins vita af þeirri erfiðri stöðu sem málið hafi sett hann í, og að hann sé æfur yfir því að hafa verið bendlaður við málið á samfélagsmiðlum, líkt og áður segir. Í frétt Athletic er Gylfi Þór, án þess þó að vera nafngreindur, einnig sagður hafa ráðið sér öryggisgæslu eftir að málið kom upp. Breskir fjölmiðlar hafa sagt frá því að Gylfi Þór neiti staðfastlega sök í málinu.
Enski boltinn Íslendingar erlendis Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir Gylfi sagður neita sök Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton í ensku deildinni og landsliðsmaður, er sagður harðneita þeim ásökunum sem bornar eru á hann. Hann er grunaður um kynferðisbrot gegn barni og var handtekinn á föstudaginn í Manchester í Englandi. 21. júlí 2021 10:50 Delph ekki með Everton í æfingaferð og ranglega sagður hafa verið handtekinn Enska knattspyrnufélagið Everton hefur staðfest að Fabien Delph muni ekki fara með liðinu til Bandaríkjanna í æfingaferð þar sem hann er í sóttkví. Einnig var fjöldi skilaboða á samfélagsmiðlum sem hélt því ranglega fram að leikmaðurinn hefði verið handtekinn. 21. júlí 2021 08:35 Gylfi Þór sá sem var handtekinn Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu er sá leikmaður hjá enska knattspyrnuliðinu Everton sem lögregla í Manchester handtók á föstudag í tengslum við kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Everton greindi frá því í gær að um væri að ræða leikmann liðsins. 20. júlí 2021 13:52 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira
Gylfi sagður neita sök Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton í ensku deildinni og landsliðsmaður, er sagður harðneita þeim ásökunum sem bornar eru á hann. Hann er grunaður um kynferðisbrot gegn barni og var handtekinn á föstudaginn í Manchester í Englandi. 21. júlí 2021 10:50
Delph ekki með Everton í æfingaferð og ranglega sagður hafa verið handtekinn Enska knattspyrnufélagið Everton hefur staðfest að Fabien Delph muni ekki fara með liðinu til Bandaríkjanna í æfingaferð þar sem hann er í sóttkví. Einnig var fjöldi skilaboða á samfélagsmiðlum sem hélt því ranglega fram að leikmaðurinn hefði verið handtekinn. 21. júlí 2021 08:35
Gylfi Þór sá sem var handtekinn Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu er sá leikmaður hjá enska knattspyrnuliðinu Everton sem lögregla í Manchester handtók á föstudag í tengslum við kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Everton greindi frá því í gær að um væri að ræða leikmann liðsins. 20. júlí 2021 13:52
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn