Birkir að endursemja við Brescia og Mikael Egill á leið til Spezia í úrvalsdeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2021 11:01 Birkir Bjarnason verður áfram á Ítalíu ef marka má heimildir. Matthew Pearce/Getty Images Það stefnir allt í að íslenska landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason verði áfram í herbúðum Brescia og að Mikael Egill Ellertsson verði fjórði Íslendingurinn í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, á næstu leiktíð. Birkir Bjarnason er við það að endursemja við Brescia og mun því leika með liðinu í B-deildinni á Ítalíu. Þessu greinir Björn Már Ólafsson frá á Twitter-síðu sinni en hann er einkar vel að sér í ítalskri knattspyrnu. Ekki kemur hversu langan samning hinn 33 ára gamli Birkir er við það að skrifa undir. Birkir var nokkuð eftirsóttur en hefur ákveðið að vera áfram hjá Brescia. Hann gekk upphaflega til liðs við félagið síðasta sumar eftir stutta dvöl hjá Al Arabi í Katar þar sem Heimir Hallgrímsson var að þjálfa. Birkir er öllum hnútum kunnugur á Ítalíu en hann lék með Pescara og Sampdoria frá 2012 til 2015. Birkir Bjarnason er líklegast að semja aftur við Brescia eftir að hafa orðið samningslaus í júní. Önnur félög sem hafa reynt að fá hann eru Reggina og SPAL og Adana Demirspor— Björn Már Ólafsson (@bjornmaro) July 23, 2021 Það styttist í að þessi fjölhæfi miðjumaður spili sinn 100. landsleik fyrir Íslands hönd en hann vantar aðeins tvo leiki til þess. Birkir hefur spilað 98 A-landsleiki og skorað í þeim 14 mörk. Samkvæmt fréttum Il Secolo XIX er unglingalandsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertsson á leið til Spezia sem mun spila í Serie A á næstu leiktíð. Þar segir einnig að Juventus hafi haft áhuga á hinum 19 ára gamla leikmanni sem á að baki 26 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Thiago Motta er nýtekinn við Spezia og virðist ætla að treysta á unga og efnilega leikmenn í vetur. Mikael Ellert hefur verið á mála hjá SPAL síðan 2017 en ekki enn leikið fyrir aðallið félagsins. Mikael Egill Ellertsson gekk í raðir SPAL árið 2017 en hann er uppalinn hjá Fram hér á landi.FRAM Fari svo að Mikael Ellert gangi til liðs við Spezia yrði hann fjórði Íslendingurinn í Serie A. Andri Fannar Baldursson leikur með Bologna og þá eru þeir Óttar Magnús Karlsson og Bjarki Steinn Bjarkason á mála hjá nýliðum Venezia. Í B-deildinni má svo finna reynslumikla landsliðsmenn á borð við Birki og Hjört Hermannsson. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Birkir Bjarnason er við það að endursemja við Brescia og mun því leika með liðinu í B-deildinni á Ítalíu. Þessu greinir Björn Már Ólafsson frá á Twitter-síðu sinni en hann er einkar vel að sér í ítalskri knattspyrnu. Ekki kemur hversu langan samning hinn 33 ára gamli Birkir er við það að skrifa undir. Birkir var nokkuð eftirsóttur en hefur ákveðið að vera áfram hjá Brescia. Hann gekk upphaflega til liðs við félagið síðasta sumar eftir stutta dvöl hjá Al Arabi í Katar þar sem Heimir Hallgrímsson var að þjálfa. Birkir er öllum hnútum kunnugur á Ítalíu en hann lék með Pescara og Sampdoria frá 2012 til 2015. Birkir Bjarnason er líklegast að semja aftur við Brescia eftir að hafa orðið samningslaus í júní. Önnur félög sem hafa reynt að fá hann eru Reggina og SPAL og Adana Demirspor— Björn Már Ólafsson (@bjornmaro) July 23, 2021 Það styttist í að þessi fjölhæfi miðjumaður spili sinn 100. landsleik fyrir Íslands hönd en hann vantar aðeins tvo leiki til þess. Birkir hefur spilað 98 A-landsleiki og skorað í þeim 14 mörk. Samkvæmt fréttum Il Secolo XIX er unglingalandsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertsson á leið til Spezia sem mun spila í Serie A á næstu leiktíð. Þar segir einnig að Juventus hafi haft áhuga á hinum 19 ára gamla leikmanni sem á að baki 26 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Thiago Motta er nýtekinn við Spezia og virðist ætla að treysta á unga og efnilega leikmenn í vetur. Mikael Ellert hefur verið á mála hjá SPAL síðan 2017 en ekki enn leikið fyrir aðallið félagsins. Mikael Egill Ellertsson gekk í raðir SPAL árið 2017 en hann er uppalinn hjá Fram hér á landi.FRAM Fari svo að Mikael Ellert gangi til liðs við Spezia yrði hann fjórði Íslendingurinn í Serie A. Andri Fannar Baldursson leikur með Bologna og þá eru þeir Óttar Magnús Karlsson og Bjarki Steinn Bjarkason á mála hjá nýliðum Venezia. Í B-deildinni má svo finna reynslumikla landsliðsmenn á borð við Birki og Hjört Hermannsson.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira