Seðlabankinn í snúinni stöðu Snorri Másson skrifar 23. júlí 2021 12:14 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur boðað vaxtahækkanir á næstu mánuðum, en þær eru tvíeggja sverð. Stöð 2/Arnar Seðlabankinn er í snúinni stöðu að mati hagfræðings í greiningardeild Íslandsbanka. Verðbólgan er ekki að hjaðna eins hratt og vonast var til en á sama eru hærri vextir, sem væru líklegastir til að vinna almennilega á henni, ekki endilega ákjósanlegir í bágu efnahagsástandinu sem nú ríkir. Verðbólgan hækkaði um 0,16 prósent á milli mánaða í júlí samkvæmt mælingum Hagstofunnar. Ársverðbólgan, sem sagt vísitala neysluverðs í júlí 2021 samanborin við vísitölu neysluverðs í júlí 2020, nam 4,3%. Það þýðir að verð voru almennt 4,3% hærri í júlí en í júlí árinu fyrr. Greiningardeild Íslandsbanka hafði gert ráð fyrir að ársverðbólgan hjaðnaði hraðar eftir að hún náði hápunkti í 4,6% í apríl. Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur hjá Íslandsbanka. „Hún er að hjaðna aðeins hægar en við gerðum ráð fyrir í fyrstu. Við teljum að hún verði við markmið á þriðja ársfjórðungi næsta árs. En hún er að hjaðna örlítið hægar af því að húsnæðisverð er að hækka svo mikið, miklu meira en við töldum í fyrstu. Svo hafa verið aðrar hækkanir; líkt og flugverð hækkaði á milli mánaða, hrávöruverð og eldsneytisverð. Það hefur áhrif á verðbólgu hér,“ segir Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur í greiningardeild Íslandsbanka. Ekki góð áhrif á landann Hvað þýðir þetta fyrir hinn almenna Íslending? „Þetta hefur auðvitað ekki góð áhrif á landann. Ef við tölum bara um fólkið í landinu hefur það minni pening á milli handanna þegar verð eru að hækka,“ segir Bergþóra. Íslandsbanki gerir ráð fyrir að Seðlabankinn hækki vexti á næstu mánuðum þótt hann krefjist þess ekki að ráðist sé í það núna strax. Næsta vaxtaákvörðun Seðlabankans er væntanleg í ágúst. „Þetta er auðvitað snúin staða, að halda verðbólgunni niðri en reyna líka að örva hagkerfið okkar þegar við erum í meiri niðursveiflu vegna Covid-faraldursins. Að hækka vexti getur haft ekki rosalega góðar afleiðingar fyrir fyrirtæki meðal annars,“ segir Bergþóra og bætir við að hið sama gildi um skuldsett heimili sem hafi endurfjármagnað sín húsnæðislán. Annað sem skipti sköpum fyrir hagvöxt í landinu sé ferðaþjónustan, en viðspyrnu þeirrar greinar er nú teflt í tvísýnu af yfirvofandi sóttvarnaráðstöfunum vegna nýrrar bylgju veirunnar. „Auðvitað reiðum við okkur á ferðaþjónustuna hvað varðar hagvöxt hér á landi og þetta getur haft mikil áhrif. Það verður bara að koma í ljós hvað stjórnvöld gera í dag en við vonum svo sannarlega að ferðamenn geti enn komið til landsins,“ segir Bergþóra. Verð á flugfargjöldum hækkaði um 11% á milli mánaða Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í júlí 2021, er 503,5 stig (maí 1988=100) og hækkar um 0,16% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 427,3 stig og lækkar um 0,05% frá júní 2021. Sumarútsölur hafa verið í gangi og lækkaði verð á fötum og skóm um 5,3% (áhrif á vísitöluna -0,20%). Verð á flugfargjöldum til útlanda hækkaði um 11,1% (0,16%), kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 0,9% (0,14%) og verð á bensíni og olíum hækkaði um 3,9% (0,12%). Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,3% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 3,4%. Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í júlí 2021, sem er 503,5 stig, gildir til verðtryggingar í september 2021. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 9.942 stig fyrir september 2021. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seðlabankinn Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Verðbólgan hækkaði um 0,16 prósent á milli mánaða í júlí samkvæmt mælingum Hagstofunnar. Ársverðbólgan, sem sagt vísitala neysluverðs í júlí 2021 samanborin við vísitölu neysluverðs í júlí 2020, nam 4,3%. Það þýðir að verð voru almennt 4,3% hærri í júlí en í júlí árinu fyrr. Greiningardeild Íslandsbanka hafði gert ráð fyrir að ársverðbólgan hjaðnaði hraðar eftir að hún náði hápunkti í 4,6% í apríl. Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur hjá Íslandsbanka. „Hún er að hjaðna aðeins hægar en við gerðum ráð fyrir í fyrstu. Við teljum að hún verði við markmið á þriðja ársfjórðungi næsta árs. En hún er að hjaðna örlítið hægar af því að húsnæðisverð er að hækka svo mikið, miklu meira en við töldum í fyrstu. Svo hafa verið aðrar hækkanir; líkt og flugverð hækkaði á milli mánaða, hrávöruverð og eldsneytisverð. Það hefur áhrif á verðbólgu hér,“ segir Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur í greiningardeild Íslandsbanka. Ekki góð áhrif á landann Hvað þýðir þetta fyrir hinn almenna Íslending? „Þetta hefur auðvitað ekki góð áhrif á landann. Ef við tölum bara um fólkið í landinu hefur það minni pening á milli handanna þegar verð eru að hækka,“ segir Bergþóra. Íslandsbanki gerir ráð fyrir að Seðlabankinn hækki vexti á næstu mánuðum þótt hann krefjist þess ekki að ráðist sé í það núna strax. Næsta vaxtaákvörðun Seðlabankans er væntanleg í ágúst. „Þetta er auðvitað snúin staða, að halda verðbólgunni niðri en reyna líka að örva hagkerfið okkar þegar við erum í meiri niðursveiflu vegna Covid-faraldursins. Að hækka vexti getur haft ekki rosalega góðar afleiðingar fyrir fyrirtæki meðal annars,“ segir Bergþóra og bætir við að hið sama gildi um skuldsett heimili sem hafi endurfjármagnað sín húsnæðislán. Annað sem skipti sköpum fyrir hagvöxt í landinu sé ferðaþjónustan, en viðspyrnu þeirrar greinar er nú teflt í tvísýnu af yfirvofandi sóttvarnaráðstöfunum vegna nýrrar bylgju veirunnar. „Auðvitað reiðum við okkur á ferðaþjónustuna hvað varðar hagvöxt hér á landi og þetta getur haft mikil áhrif. Það verður bara að koma í ljós hvað stjórnvöld gera í dag en við vonum svo sannarlega að ferðamenn geti enn komið til landsins,“ segir Bergþóra. Verð á flugfargjöldum hækkaði um 11% á milli mánaða Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í júlí 2021, er 503,5 stig (maí 1988=100) og hækkar um 0,16% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 427,3 stig og lækkar um 0,05% frá júní 2021. Sumarútsölur hafa verið í gangi og lækkaði verð á fötum og skóm um 5,3% (áhrif á vísitöluna -0,20%). Verð á flugfargjöldum til útlanda hækkaði um 11,1% (0,16%), kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 0,9% (0,14%) og verð á bensíni og olíum hækkaði um 3,9% (0,12%). Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,3% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 3,4%. Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í júlí 2021, sem er 503,5 stig, gildir til verðtryggingar í september 2021. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 9.942 stig fyrir september 2021.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seðlabankinn Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira