Seðlabankinn í snúinni stöðu Snorri Másson skrifar 23. júlí 2021 12:14 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur boðað vaxtahækkanir á næstu mánuðum, en þær eru tvíeggja sverð. Stöð 2/Arnar Seðlabankinn er í snúinni stöðu að mati hagfræðings í greiningardeild Íslandsbanka. Verðbólgan er ekki að hjaðna eins hratt og vonast var til en á sama eru hærri vextir, sem væru líklegastir til að vinna almennilega á henni, ekki endilega ákjósanlegir í bágu efnahagsástandinu sem nú ríkir. Verðbólgan hækkaði um 0,16 prósent á milli mánaða í júlí samkvæmt mælingum Hagstofunnar. Ársverðbólgan, sem sagt vísitala neysluverðs í júlí 2021 samanborin við vísitölu neysluverðs í júlí 2020, nam 4,3%. Það þýðir að verð voru almennt 4,3% hærri í júlí en í júlí árinu fyrr. Greiningardeild Íslandsbanka hafði gert ráð fyrir að ársverðbólgan hjaðnaði hraðar eftir að hún náði hápunkti í 4,6% í apríl. Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur hjá Íslandsbanka. „Hún er að hjaðna aðeins hægar en við gerðum ráð fyrir í fyrstu. Við teljum að hún verði við markmið á þriðja ársfjórðungi næsta árs. En hún er að hjaðna örlítið hægar af því að húsnæðisverð er að hækka svo mikið, miklu meira en við töldum í fyrstu. Svo hafa verið aðrar hækkanir; líkt og flugverð hækkaði á milli mánaða, hrávöruverð og eldsneytisverð. Það hefur áhrif á verðbólgu hér,“ segir Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur í greiningardeild Íslandsbanka. Ekki góð áhrif á landann Hvað þýðir þetta fyrir hinn almenna Íslending? „Þetta hefur auðvitað ekki góð áhrif á landann. Ef við tölum bara um fólkið í landinu hefur það minni pening á milli handanna þegar verð eru að hækka,“ segir Bergþóra. Íslandsbanki gerir ráð fyrir að Seðlabankinn hækki vexti á næstu mánuðum þótt hann krefjist þess ekki að ráðist sé í það núna strax. Næsta vaxtaákvörðun Seðlabankans er væntanleg í ágúst. „Þetta er auðvitað snúin staða, að halda verðbólgunni niðri en reyna líka að örva hagkerfið okkar þegar við erum í meiri niðursveiflu vegna Covid-faraldursins. Að hækka vexti getur haft ekki rosalega góðar afleiðingar fyrir fyrirtæki meðal annars,“ segir Bergþóra og bætir við að hið sama gildi um skuldsett heimili sem hafi endurfjármagnað sín húsnæðislán. Annað sem skipti sköpum fyrir hagvöxt í landinu sé ferðaþjónustan, en viðspyrnu þeirrar greinar er nú teflt í tvísýnu af yfirvofandi sóttvarnaráðstöfunum vegna nýrrar bylgju veirunnar. „Auðvitað reiðum við okkur á ferðaþjónustuna hvað varðar hagvöxt hér á landi og þetta getur haft mikil áhrif. Það verður bara að koma í ljós hvað stjórnvöld gera í dag en við vonum svo sannarlega að ferðamenn geti enn komið til landsins,“ segir Bergþóra. Verð á flugfargjöldum hækkaði um 11% á milli mánaða Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í júlí 2021, er 503,5 stig (maí 1988=100) og hækkar um 0,16% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 427,3 stig og lækkar um 0,05% frá júní 2021. Sumarútsölur hafa verið í gangi og lækkaði verð á fötum og skóm um 5,3% (áhrif á vísitöluna -0,20%). Verð á flugfargjöldum til útlanda hækkaði um 11,1% (0,16%), kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 0,9% (0,14%) og verð á bensíni og olíum hækkaði um 3,9% (0,12%). Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,3% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 3,4%. Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í júlí 2021, sem er 503,5 stig, gildir til verðtryggingar í september 2021. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 9.942 stig fyrir september 2021. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seðlabankinn Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Sjá meira
Verðbólgan hækkaði um 0,16 prósent á milli mánaða í júlí samkvæmt mælingum Hagstofunnar. Ársverðbólgan, sem sagt vísitala neysluverðs í júlí 2021 samanborin við vísitölu neysluverðs í júlí 2020, nam 4,3%. Það þýðir að verð voru almennt 4,3% hærri í júlí en í júlí árinu fyrr. Greiningardeild Íslandsbanka hafði gert ráð fyrir að ársverðbólgan hjaðnaði hraðar eftir að hún náði hápunkti í 4,6% í apríl. Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur hjá Íslandsbanka. „Hún er að hjaðna aðeins hægar en við gerðum ráð fyrir í fyrstu. Við teljum að hún verði við markmið á þriðja ársfjórðungi næsta árs. En hún er að hjaðna örlítið hægar af því að húsnæðisverð er að hækka svo mikið, miklu meira en við töldum í fyrstu. Svo hafa verið aðrar hækkanir; líkt og flugverð hækkaði á milli mánaða, hrávöruverð og eldsneytisverð. Það hefur áhrif á verðbólgu hér,“ segir Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur í greiningardeild Íslandsbanka. Ekki góð áhrif á landann Hvað þýðir þetta fyrir hinn almenna Íslending? „Þetta hefur auðvitað ekki góð áhrif á landann. Ef við tölum bara um fólkið í landinu hefur það minni pening á milli handanna þegar verð eru að hækka,“ segir Bergþóra. Íslandsbanki gerir ráð fyrir að Seðlabankinn hækki vexti á næstu mánuðum þótt hann krefjist þess ekki að ráðist sé í það núna strax. Næsta vaxtaákvörðun Seðlabankans er væntanleg í ágúst. „Þetta er auðvitað snúin staða, að halda verðbólgunni niðri en reyna líka að örva hagkerfið okkar þegar við erum í meiri niðursveiflu vegna Covid-faraldursins. Að hækka vexti getur haft ekki rosalega góðar afleiðingar fyrir fyrirtæki meðal annars,“ segir Bergþóra og bætir við að hið sama gildi um skuldsett heimili sem hafi endurfjármagnað sín húsnæðislán. Annað sem skipti sköpum fyrir hagvöxt í landinu sé ferðaþjónustan, en viðspyrnu þeirrar greinar er nú teflt í tvísýnu af yfirvofandi sóttvarnaráðstöfunum vegna nýrrar bylgju veirunnar. „Auðvitað reiðum við okkur á ferðaþjónustuna hvað varðar hagvöxt hér á landi og þetta getur haft mikil áhrif. Það verður bara að koma í ljós hvað stjórnvöld gera í dag en við vonum svo sannarlega að ferðamenn geti enn komið til landsins,“ segir Bergþóra. Verð á flugfargjöldum hækkaði um 11% á milli mánaða Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í júlí 2021, er 503,5 stig (maí 1988=100) og hækkar um 0,16% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 427,3 stig og lækkar um 0,05% frá júní 2021. Sumarútsölur hafa verið í gangi og lækkaði verð á fötum og skóm um 5,3% (áhrif á vísitöluna -0,20%). Verð á flugfargjöldum til útlanda hækkaði um 11,1% (0,16%), kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 0,9% (0,14%) og verð á bensíni og olíum hækkaði um 3,9% (0,12%). Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,3% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 3,4%. Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í júlí 2021, sem er 503,5 stig, gildir til verðtryggingar í september 2021. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 9.942 stig fyrir september 2021.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seðlabankinn Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Sjá meira