Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er um að ræða þriggja bíla árekstur. Vegurinn er ekki lokaður en töluverðar tafir á umferð. Þá urðu ekki alvarleg slys á fólki.
Sjö bíla árekstur varð í Kömbunum síðdegis í gær sem rekja má til mikillar þoku á svæðinu. Lögregla mælir með því að fólk yfirfari ljósabúnað sinn og aki eftir aðstæðum.
Ökumaður sem Vísir ræddi við segir að fólk á leiðinni austur sé farið að viðra hunda sína og teygja úr sér. Þá hafi í það minnsta einn ferðamaður nýtt tímann í að bursta á sér tennurnar.
Uppfært klukkan 14:30
Dráttarbíll er búinn að draga bílana í burtu og umferð er farin að ganga á eðlilegum hraða.
