Vöktun þarf áfram að vera heimil ef starfsemi breytist Snorri Másson skrifar 25. júlí 2021 17:00 Persónuvernd er með mál stúlkna á ReyCup til skoðunar. Vísir Persónuvernd gerir ráð fyrir að taka mál fótboltastúlkna til skoðunar, sem gerðu athugasemdir við að öryggismyndavélar væru að taka þær upp í svefnsal þeirra í Laugardalshöll á meðan Rey Cup stóð yfir nú um helgina. Stofnunin mun kanna málið í vikunni en í samtali við fréttastofu segir Helga Sigríður Þórhallsdóttir, sviðsstjóri eftirlits hjá Persónuvernd, að engin afstaða verði tekin til málsins strax. Enn á eftir að kanna málavexti. Helga Sigríður Þórhallsdóttir sviðsstjóri hjá Persónuvernd.Stöð 2 Forsvarsmenn ReyCup hafa sagt að málið hafi stafað af athugunarleysi, en að ekkert bendi til þess að nokkur ásetningur um að fylgjast með stúlkunum hafi verið fyrir hendi. Framkvæmdastjóri Laugardalshallar hefur bent á að Laugardalshöll sé að upplagi ekki hugsuð sem gistiaðstaða. Helga Sigríður segir að almennt gildi að breytist starfsemi í rými þar sem vöktun fer fram, þurfi áfram að huga að því að vöktun undir nýjum kringumstæðum sé heimil. „Það má vakta rými undir ákveðnum kringumstæðum, til dæmis í öryggistilgangi, eða til þess að verja eignir eða þess háttar. En þegar notkunin á rýminu breytist þarf að huga að því að notkunin sé áfram heimil,“ segir Helga í samtali við fréttastofu. „Ef niðurstaðan er yfirleitt sú að það sé yfirleitt í lagi að vakta viðkomandi rými, þarf að hafa í huga að merkingar séu í lagi þannig að það séu allir meðvitaðir um vöktunina.“ Loks segir Helga að persónuupplýsingar barna njóti þá sérstakrar verndar samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni. Persónuvernd ReyCup Íþróttir barna Tengdar fréttir Segist ekki hafa fengið neina beiðni um að slökkva á myndavélunum „Laugardalshöll er fjölnota hús og ekki ætluð sem gistiaðstaða," segir Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri Laugardalshallar. 25. júlí 2021 13:07 ReyCup segir að um athugunarleysi hafi verið að ræða ReyCup og Knattspyrnudeild Selfoss segjast í sameiginlegri yfirlýsingu harma þá stöðu sem upp hafi komið á mótinu, þegar eftirlitsmyndavélar fundust í gistiaðstöðu stúlkna í þriðja og fjórða flokki Selfoss um helgina. Ekki bendi til þess að um neins konar ásetning hafi verið að ræða heldur fyrst og fremst athugunarleysi sem beðist sé velvirðingar á. 25. júlí 2021 16:18 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Stofnunin mun kanna málið í vikunni en í samtali við fréttastofu segir Helga Sigríður Þórhallsdóttir, sviðsstjóri eftirlits hjá Persónuvernd, að engin afstaða verði tekin til málsins strax. Enn á eftir að kanna málavexti. Helga Sigríður Þórhallsdóttir sviðsstjóri hjá Persónuvernd.Stöð 2 Forsvarsmenn ReyCup hafa sagt að málið hafi stafað af athugunarleysi, en að ekkert bendi til þess að nokkur ásetningur um að fylgjast með stúlkunum hafi verið fyrir hendi. Framkvæmdastjóri Laugardalshallar hefur bent á að Laugardalshöll sé að upplagi ekki hugsuð sem gistiaðstaða. Helga Sigríður segir að almennt gildi að breytist starfsemi í rými þar sem vöktun fer fram, þurfi áfram að huga að því að vöktun undir nýjum kringumstæðum sé heimil. „Það má vakta rými undir ákveðnum kringumstæðum, til dæmis í öryggistilgangi, eða til þess að verja eignir eða þess háttar. En þegar notkunin á rýminu breytist þarf að huga að því að notkunin sé áfram heimil,“ segir Helga í samtali við fréttastofu. „Ef niðurstaðan er yfirleitt sú að það sé yfirleitt í lagi að vakta viðkomandi rými, þarf að hafa í huga að merkingar séu í lagi þannig að það séu allir meðvitaðir um vöktunina.“ Loks segir Helga að persónuupplýsingar barna njóti þá sérstakrar verndar samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni.
Persónuvernd ReyCup Íþróttir barna Tengdar fréttir Segist ekki hafa fengið neina beiðni um að slökkva á myndavélunum „Laugardalshöll er fjölnota hús og ekki ætluð sem gistiaðstaða," segir Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri Laugardalshallar. 25. júlí 2021 13:07 ReyCup segir að um athugunarleysi hafi verið að ræða ReyCup og Knattspyrnudeild Selfoss segjast í sameiginlegri yfirlýsingu harma þá stöðu sem upp hafi komið á mótinu, þegar eftirlitsmyndavélar fundust í gistiaðstöðu stúlkna í þriðja og fjórða flokki Selfoss um helgina. Ekki bendi til þess að um neins konar ásetning hafi verið að ræða heldur fyrst og fremst athugunarleysi sem beðist sé velvirðingar á. 25. júlí 2021 16:18 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Segist ekki hafa fengið neina beiðni um að slökkva á myndavélunum „Laugardalshöll er fjölnota hús og ekki ætluð sem gistiaðstaða," segir Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri Laugardalshallar. 25. júlí 2021 13:07
ReyCup segir að um athugunarleysi hafi verið að ræða ReyCup og Knattspyrnudeild Selfoss segjast í sameiginlegri yfirlýsingu harma þá stöðu sem upp hafi komið á mótinu, þegar eftirlitsmyndavélar fundust í gistiaðstöðu stúlkna í þriðja og fjórða flokki Selfoss um helgina. Ekki bendi til þess að um neins konar ásetning hafi verið að ræða heldur fyrst og fremst athugunarleysi sem beðist sé velvirðingar á. 25. júlí 2021 16:18