Vilja skýra sýn um framhald aðgerða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. júlí 2021 19:01 Stjórnarandstaðan gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í sóttvarnaaðgerðum og vill fá skýrari sýn. Margir segjast hafa komið fram efasemdum um rýmkun reglna á landamærum þann 1. júlí. Meirihluti stjórnarandstöðunnar segir að of bratt hafi verið farið með að rýmka reglur á landamærum þann 1. júlí en þær reglur áttu að gilda til 15. ágúst. Nýjar reglur tóku hins vegar gildi í dag vegna stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir að flokkurinn hafi frá því kórónuveirufaraldurinn hófst bent á mikilvægi þess að hafa takmarkanir á landamærum meðan faraldurinn geysar í heiminum. „ Eina leiðin til að koma í veg fyrir endurteknar bylgjur innanlands eru takmarkanir á landamærum,“ segir Björn. Hann segir að meðan ekki sé búið að bólusetja alla geti ríkisstjórnin ekki stólað á að ferðaþjónustan rétti úr kútnum. „Við þurfum að horfa til annarra greina eins og á nýsköpun og höfum bent á mánuðum saman að við eigum núna að nýta tímann ogbyggja upp nýsköpun hér á landi,“ segir Björn. Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segist hafa haft efasemdir um rýmkun reglna á landamærum þann 1. júlí. „Maður fann það á sóttvarnayfirvöldum að þeim fannst þetta fulllangt gengið og við sjáum í löndum í kringum okkur að þau voru að gera meiri kröfur,“ segir Logi. Inga Sæland formaður Flokks fólksins segist ítrekað hafa bent á það í ræðustól Alþingis að landið eigi að vera lokað meðan heimsfaraldur geisar. „Það er eins og þau ætli aldrei að læra að veiran er að koma inn um landamærin. Ríkisstjórnin er búin að setja þjóðina að veði og nú sitjum við í súpunni,“ segir Inga. Gunnar Smári Egilsson framkvæmdastjóri þingflokks Sósíalistaflokksins hyggur á framboð í næstu þingkosningum. Hann telur að ríkisstjórnin hafi tekið afar rangar ákvarðanir varðandi landamærin. „ Þetta er áfellisdómur yfir þeirri stefnu sem ríkisstjórnin hefur rekið sem hefur öll snúist um það að opna landamærin. Það er að koma í ljós að sú leið var aldei fær. Ég hef farið fram á það að ríkisstjórnin biðjist afsökunar vegna stöðunnar í dag. Almenningur vill fyrst og fremst fá veirufrítt Ísland,“ segir Gunnar. Bergþór Ólason varaformaður Miðflokksins telur að ríkisstjórnin hafi ekki verið nægjanlega á varðbergi með að veiran gæti aftur farið á flug. „1. júlí átti allt að vera orðið hreint og flæðið óheft nú er stigið til baka og það voru engar meldingar um að svo gæti farið sem kemur sér afar illa fyrir ferðaþjónustuna sem er kannski búin að ráða mikinn mannskap og fleira,“ segir Bergþór. Kallað er eftir skýrari sýn stjórnvalda um næstu skref. Björn Leví telur næstu skref afar óljós. „Það vantar alla stefnumótun hjá stjórnvöldum,“ segir Björn. „Við þurfum þá bara að koma okkur inn á nýtt stig í þessari baráttu og miða aðgerðir við þennan nýja veruleika,“ segir Logi Már Einarsson. „Það kemur á óvart hversu markmið ríkisstjórnarinnar eru óljós. Skilaboðin óskýr. Mér finnst þau skref sem ríkisstjórnin hefur verið að taka núna óljós. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar töluðu með þeim hætti þegar reglur á landamærum voru rýmkaðar að allt væri búið. Þau voru komin í kosningaham og fyrir vikið misstu þau augun af boltanum. Mér finnst þau skref sem ríkisstjórnin hefur verið að taka núna óljós og ekki til að auka samstöðu eða skilning fólks,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. „Þetta virðist einhvern veginn allt saman vera tiltölulega handahófskennt enn þá,“ segir Bergþór Ólason varaformaður Miðflokksins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Heilbrigðisráðuneytið áréttar reglur um grímuskyldu vegna meints misskilnings Á miðnætti tók gildi ný reglugerð um samkomutakmarkanir sem felur meðal annars í sér eins metra nálægðartakmörkun og grímuskyldu. Einhver óvissa hefur ríkt um grímuskylduna og hafa forsvarsmenn verslana meðal annars kallað eftir skýrari tilmælum frá heilbrigðisyfirvöldum. 25. júlí 2021 19:10 „Þessar aðgerðir leggjast bara mjög illa í okkur“ Fjármála- og efnahagsráðherra telur enn ótímabært að segja að efnahagslegt bakslag muni hljótast af nýjum sóttvarnaaðgerðum. Veitingamenn og kráareigendur eru ósáttir að gripið hafi verið til nýrra aðgerða. Það sé mikið högg fyrir reksturinn. 24. júlí 2021 13:30 Hólfaskipting snýr aftur á fótboltavellina Ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tilkynnti í dag um nýjar sóttvarnaraðgerðir vegna bylgju kórónuveirufaraldursins sem borið hefur á undanfarna daga. Íþróttaviðburðir eru þar ekki undanskildir nýjum reglum. 23. júlí 2021 19:20 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Sjá meira
Meirihluti stjórnarandstöðunnar segir að of bratt hafi verið farið með að rýmka reglur á landamærum þann 1. júlí en þær reglur áttu að gilda til 15. ágúst. Nýjar reglur tóku hins vegar gildi í dag vegna stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir að flokkurinn hafi frá því kórónuveirufaraldurinn hófst bent á mikilvægi þess að hafa takmarkanir á landamærum meðan faraldurinn geysar í heiminum. „ Eina leiðin til að koma í veg fyrir endurteknar bylgjur innanlands eru takmarkanir á landamærum,“ segir Björn. Hann segir að meðan ekki sé búið að bólusetja alla geti ríkisstjórnin ekki stólað á að ferðaþjónustan rétti úr kútnum. „Við þurfum að horfa til annarra greina eins og á nýsköpun og höfum bent á mánuðum saman að við eigum núna að nýta tímann ogbyggja upp nýsköpun hér á landi,“ segir Björn. Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segist hafa haft efasemdir um rýmkun reglna á landamærum þann 1. júlí. „Maður fann það á sóttvarnayfirvöldum að þeim fannst þetta fulllangt gengið og við sjáum í löndum í kringum okkur að þau voru að gera meiri kröfur,“ segir Logi. Inga Sæland formaður Flokks fólksins segist ítrekað hafa bent á það í ræðustól Alþingis að landið eigi að vera lokað meðan heimsfaraldur geisar. „Það er eins og þau ætli aldrei að læra að veiran er að koma inn um landamærin. Ríkisstjórnin er búin að setja þjóðina að veði og nú sitjum við í súpunni,“ segir Inga. Gunnar Smári Egilsson framkvæmdastjóri þingflokks Sósíalistaflokksins hyggur á framboð í næstu þingkosningum. Hann telur að ríkisstjórnin hafi tekið afar rangar ákvarðanir varðandi landamærin. „ Þetta er áfellisdómur yfir þeirri stefnu sem ríkisstjórnin hefur rekið sem hefur öll snúist um það að opna landamærin. Það er að koma í ljós að sú leið var aldei fær. Ég hef farið fram á það að ríkisstjórnin biðjist afsökunar vegna stöðunnar í dag. Almenningur vill fyrst og fremst fá veirufrítt Ísland,“ segir Gunnar. Bergþór Ólason varaformaður Miðflokksins telur að ríkisstjórnin hafi ekki verið nægjanlega á varðbergi með að veiran gæti aftur farið á flug. „1. júlí átti allt að vera orðið hreint og flæðið óheft nú er stigið til baka og það voru engar meldingar um að svo gæti farið sem kemur sér afar illa fyrir ferðaþjónustuna sem er kannski búin að ráða mikinn mannskap og fleira,“ segir Bergþór. Kallað er eftir skýrari sýn stjórnvalda um næstu skref. Björn Leví telur næstu skref afar óljós. „Það vantar alla stefnumótun hjá stjórnvöldum,“ segir Björn. „Við þurfum þá bara að koma okkur inn á nýtt stig í þessari baráttu og miða aðgerðir við þennan nýja veruleika,“ segir Logi Már Einarsson. „Það kemur á óvart hversu markmið ríkisstjórnarinnar eru óljós. Skilaboðin óskýr. Mér finnst þau skref sem ríkisstjórnin hefur verið að taka núna óljós. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar töluðu með þeim hætti þegar reglur á landamærum voru rýmkaðar að allt væri búið. Þau voru komin í kosningaham og fyrir vikið misstu þau augun af boltanum. Mér finnst þau skref sem ríkisstjórnin hefur verið að taka núna óljós og ekki til að auka samstöðu eða skilning fólks,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. „Þetta virðist einhvern veginn allt saman vera tiltölulega handahófskennt enn þá,“ segir Bergþór Ólason varaformaður Miðflokksins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Heilbrigðisráðuneytið áréttar reglur um grímuskyldu vegna meints misskilnings Á miðnætti tók gildi ný reglugerð um samkomutakmarkanir sem felur meðal annars í sér eins metra nálægðartakmörkun og grímuskyldu. Einhver óvissa hefur ríkt um grímuskylduna og hafa forsvarsmenn verslana meðal annars kallað eftir skýrari tilmælum frá heilbrigðisyfirvöldum. 25. júlí 2021 19:10 „Þessar aðgerðir leggjast bara mjög illa í okkur“ Fjármála- og efnahagsráðherra telur enn ótímabært að segja að efnahagslegt bakslag muni hljótast af nýjum sóttvarnaaðgerðum. Veitingamenn og kráareigendur eru ósáttir að gripið hafi verið til nýrra aðgerða. Það sé mikið högg fyrir reksturinn. 24. júlí 2021 13:30 Hólfaskipting snýr aftur á fótboltavellina Ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tilkynnti í dag um nýjar sóttvarnaraðgerðir vegna bylgju kórónuveirufaraldursins sem borið hefur á undanfarna daga. Íþróttaviðburðir eru þar ekki undanskildir nýjum reglum. 23. júlí 2021 19:20 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið áréttar reglur um grímuskyldu vegna meints misskilnings Á miðnætti tók gildi ný reglugerð um samkomutakmarkanir sem felur meðal annars í sér eins metra nálægðartakmörkun og grímuskyldu. Einhver óvissa hefur ríkt um grímuskylduna og hafa forsvarsmenn verslana meðal annars kallað eftir skýrari tilmælum frá heilbrigðisyfirvöldum. 25. júlí 2021 19:10
„Þessar aðgerðir leggjast bara mjög illa í okkur“ Fjármála- og efnahagsráðherra telur enn ótímabært að segja að efnahagslegt bakslag muni hljótast af nýjum sóttvarnaaðgerðum. Veitingamenn og kráareigendur eru ósáttir að gripið hafi verið til nýrra aðgerða. Það sé mikið högg fyrir reksturinn. 24. júlí 2021 13:30
Hólfaskipting snýr aftur á fótboltavellina Ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tilkynnti í dag um nýjar sóttvarnaraðgerðir vegna bylgju kórónuveirufaraldursins sem borið hefur á undanfarna daga. Íþróttaviðburðir eru þar ekki undanskildir nýjum reglum. 23. júlí 2021 19:20