Apple hagnaðist um 2,7 billjónir króna Samúel Karl Ólason skrifar 27. júlí 2021 22:06 iPhone 12 hefur selst gífurlega vel. EPA/ALEX PLAVEVSKI Nýtt ársjórðungsuppgjör tæknirisans Apple, verðmætasta fyrirtækis heims, fór töluvert fram úr væntingum fjárfesta. Tekjur voru mun hærri en talið var og jukust um meira en þriðjung á milli ára. Þá jókst sala iPhone-síma um nærri því helming. Uppgjörið sem um ræðir nær yfir þriðja ársfjórðung uppgjörsárs Apple sem endar í lok júní. Tekjur fyrirtækisins á ársfjórðungnum voru 81,41 milljarður dala, sem er 36 prósenta hækkun miðað við sama tímabil í fyrra. Lauslega reiknað er 81,41 milljarður dala um það bil 10,3 billjónir króna (10.300.000.000.000). Heildarhagnaður Apple á fjórðungnum var 21,7 milljarðar dala, sem samsvarar um 2,7 billjónum króna. Til samanburðar má benda á að verg landsframleiðsla Íslands árið 2020 var 2,9 billjónir króna, samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands. Hagnaður á hvern hlut var 1,3 dalir. Í tilkynningu frá Apple segir að stjórn fyrirtækisins hafi ákveðið að arðgreiðslur yrðu 0,22 dalir á hlut. Í frétt CNBC segir að fjárfestar hafi búist við rétt rúmlega einum dali í hagnað á hlut og 73,3 milljarða tekjum. Það sem hefur vakið hvað mesta athygli við uppgjör Apple er þó að sala iPhone síma jókst um 49,78 prósent á milli ára. Er þar er að mestu um góða sölu á iPhone 12 að ræða. Góður vöxtur í Kína og Ameríku Þá vegnaði Apple mjög vel á markaðssvæði Kína, sem telur Taívan og Hong Kong með. Sölutekjur þar voru 14,76 milljarðar dala, sem samsvarar 58 prósenta aukning á milli ára. Í Ameríku voru sölutekjur 39,57 prósent og er það aukning um tæp 33 prósent. Sölutekjur allra vara fyrirtækisins jukust um meira en tólf prósent á þriðja ársfjórðungi. Áhugasamir geta séð frekari tölfræði um ársfjórðungsuppgjörið, sem endaði þann 26. júní, hér á vef Apple. Í tilkynningu Apple er haft eftir Tim Cook, forstjóra Apple, að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi séð mikla aukningu í því að fólk hafi verið að skipta úr Android-síma, yfir í iPhone. Þá er líklegt að fjórðungurinn hefði orðið enn betri fyrir fyrirtækið ef það hefði ekki orðið fyrir barðinu á skorti á hálfleiðurum, sem hefur komið niður á framleiðslu um heiminn allan. Sá skortur kom mest niður á framleiðslu Mac-tölva og spjaldtölva Apple, samkvæmt Cook. Hann segir einnig að skorturinn hafi ekki komið jafn mikið niður á rekstrinum og óttast var. Uppfært: Áður stóð að verg landsframleiðsla Íslands árið 2020 hefði verið 1,5 billjón króna. Það var ekki rétt. Apple Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Uppgjörið sem um ræðir nær yfir þriðja ársfjórðung uppgjörsárs Apple sem endar í lok júní. Tekjur fyrirtækisins á ársfjórðungnum voru 81,41 milljarður dala, sem er 36 prósenta hækkun miðað við sama tímabil í fyrra. Lauslega reiknað er 81,41 milljarður dala um það bil 10,3 billjónir króna (10.300.000.000.000). Heildarhagnaður Apple á fjórðungnum var 21,7 milljarðar dala, sem samsvarar um 2,7 billjónum króna. Til samanburðar má benda á að verg landsframleiðsla Íslands árið 2020 var 2,9 billjónir króna, samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands. Hagnaður á hvern hlut var 1,3 dalir. Í tilkynningu frá Apple segir að stjórn fyrirtækisins hafi ákveðið að arðgreiðslur yrðu 0,22 dalir á hlut. Í frétt CNBC segir að fjárfestar hafi búist við rétt rúmlega einum dali í hagnað á hlut og 73,3 milljarða tekjum. Það sem hefur vakið hvað mesta athygli við uppgjör Apple er þó að sala iPhone síma jókst um 49,78 prósent á milli ára. Er þar er að mestu um góða sölu á iPhone 12 að ræða. Góður vöxtur í Kína og Ameríku Þá vegnaði Apple mjög vel á markaðssvæði Kína, sem telur Taívan og Hong Kong með. Sölutekjur þar voru 14,76 milljarðar dala, sem samsvarar 58 prósenta aukning á milli ára. Í Ameríku voru sölutekjur 39,57 prósent og er það aukning um tæp 33 prósent. Sölutekjur allra vara fyrirtækisins jukust um meira en tólf prósent á þriðja ársfjórðungi. Áhugasamir geta séð frekari tölfræði um ársfjórðungsuppgjörið, sem endaði þann 26. júní, hér á vef Apple. Í tilkynningu Apple er haft eftir Tim Cook, forstjóra Apple, að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi séð mikla aukningu í því að fólk hafi verið að skipta úr Android-síma, yfir í iPhone. Þá er líklegt að fjórðungurinn hefði orðið enn betri fyrir fyrirtækið ef það hefði ekki orðið fyrir barðinu á skorti á hálfleiðurum, sem hefur komið niður á framleiðslu um heiminn allan. Sá skortur kom mest niður á framleiðslu Mac-tölva og spjaldtölva Apple, samkvæmt Cook. Hann segir einnig að skorturinn hafi ekki komið jafn mikið niður á rekstrinum og óttast var. Uppfært: Áður stóð að verg landsframleiðsla Íslands árið 2020 hefði verið 1,5 billjón króna. Það var ekki rétt.
Apple Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira