Vill upplýsingar beint af kúnni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 28. júlí 2021 15:23 Helga Vala er formaður velferðarnefndar, sem kemur saman í næstu viku ef allt gengur eftir. vísir/vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, hefur farið fram á það að nefndin komi saman í miðju sumarfríi þingmanna til að fara yfir stöðu mála í nýrri bylgju faraldursins. Hún segir mikilvægt að nefndarmenn fái tækifæri til að bera spurningar undir helstu sérfræðinga landsins. „Þetta snýst bara um að við fáum bestu mögulegu upplýsingarnar um stöðuna í faraldrinum. Og eigum þetta milliliðalausa samtal og getum spurt viðeigandi sérfræðinga þeirra spurninga sem okkur finnst skipta máli,“ segir Helga Vala í samtali við Vísi. Hingað til hafi nefndarmenn eingöngu aðgang að helstu upplýsingum um gang mála í gegnum fjölmiðla eins og aðrir. Vita hvernig landið liggur eftir helgi Til að fundurinn fari fram verða allir nefndarmenn að samþykkja það. Helga segist enn bíða svara frá nokkrum nefndarmönnum en hinir sem hafi svarað fundarboðinu hafi tekið vel í það. Hún hefur ekki áhyggjur af að einhver sé mótfallinn því að fundurinn fari fram. Fundurinn yrði fjarfundur og haldinn eftir helgi, stefnan er sett á miðvikudaginn eftir viku. „Svo verður mögulega komin önnur staða eftir helgi. Þá vitum við betur hvernig landið liggur, hvernig heilbrigðiskerfið þoli þetta og svona. Við erum bara að sinna okkar skyldum,“ segir Helga Vala. Spurð hvað það sé sem brenni á nefndarmönnum að fá að vita segir hún það ekkert eitt ákveðið. En það sé mikilvægt að þingmenn í nefnd sem hefur heilbrigðismál á sinni könnu geti átt beint samtal við sérfræðinga um stöðuna. „Við fáum engar aðrar upplýsingar en bara það sem kemur fram á upplýsingafundum og í fjölmiðlum. Við þurfum að fá þessar upplýsingar líka beint og geta þá spurt þeirra spurninga sem að kvikna hjá okkur.“ Helga býst við að kalla sóttvarnalækni á fundinn auk landlæknis, yfirlæknis smitsjukdómadeildar Landspítala og fleiri sérfræðinga. Alþingi Samfylkingin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
„Þetta snýst bara um að við fáum bestu mögulegu upplýsingarnar um stöðuna í faraldrinum. Og eigum þetta milliliðalausa samtal og getum spurt viðeigandi sérfræðinga þeirra spurninga sem okkur finnst skipta máli,“ segir Helga Vala í samtali við Vísi. Hingað til hafi nefndarmenn eingöngu aðgang að helstu upplýsingum um gang mála í gegnum fjölmiðla eins og aðrir. Vita hvernig landið liggur eftir helgi Til að fundurinn fari fram verða allir nefndarmenn að samþykkja það. Helga segist enn bíða svara frá nokkrum nefndarmönnum en hinir sem hafi svarað fundarboðinu hafi tekið vel í það. Hún hefur ekki áhyggjur af að einhver sé mótfallinn því að fundurinn fari fram. Fundurinn yrði fjarfundur og haldinn eftir helgi, stefnan er sett á miðvikudaginn eftir viku. „Svo verður mögulega komin önnur staða eftir helgi. Þá vitum við betur hvernig landið liggur, hvernig heilbrigðiskerfið þoli þetta og svona. Við erum bara að sinna okkar skyldum,“ segir Helga Vala. Spurð hvað það sé sem brenni á nefndarmönnum að fá að vita segir hún það ekkert eitt ákveðið. En það sé mikilvægt að þingmenn í nefnd sem hefur heilbrigðismál á sinni könnu geti átt beint samtal við sérfræðinga um stöðuna. „Við fáum engar aðrar upplýsingar en bara það sem kemur fram á upplýsingafundum og í fjölmiðlum. Við þurfum að fá þessar upplýsingar líka beint og geta þá spurt þeirra spurninga sem að kvikna hjá okkur.“ Helga býst við að kalla sóttvarnalækni á fundinn auk landlæknis, yfirlæknis smitsjukdómadeildar Landspítala og fleiri sérfræðinga.
Alþingi Samfylkingin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira