Innlent

Á­fram hlýtt í höfuð­borginni í dag

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Búist er við ágætis veðri um land allt í dag. Hiti verður í kringum 20 stig á höfuðborgarsvæðinu og víðs vegar á Vesturlandi.
Búist er við ágætis veðri um land allt í dag. Hiti verður í kringum 20 stig á höfuðborgarsvæðinu og víðs vegar á Vesturlandi. Vísir/Vilhelm

Það verður áfram hlýtt í höfuðborginni í dag. Búist er við hitatölum í kringum 20 stig, þrátt fyrir að skýjað verði.

Á Suðurlandi er útlit fyrir svipað veður, hitatölur í kringum 20 stig og víða bjart. Búist er við hæstum hitatölum í Árnesi þar sem hiti fer upp í 23 stig eftir hádegi. Þá er útlit fyrir að verði alskýjað í Vestmannaeyjum og allt að 6 metrar á sekúndu.

Á Austurlandi verður heiðskírt fram eftir hádegi en þá tekur að skýja. Hitatölur eru á bilinu 8 til 15 stig og vindur á bilinu 5 til 7 metrar á sekúndu eftir hádegi.

Sólin verður á Norðurlandi í dag. Útlit er fyrir að verði alveg heiðskírt í allan dag á Akureyri og Húsavík og verður hiti þar á bilinu 10 til 15 stig.

Á Vesturlandi verður skýjað í dag en talsvert hlýtt. Búist er við í kringum 20 stiga hita á Vestfjörðum í allan dag og verður hiti á Vesturlandinu öllu á bilinu 15 til 20 stig.

Í dag er útlit fyrir ágætis veður víðs vegar um land.Veðurstofa Íslands



Fleiri fréttir

Sjá meira


×