Hin 62 ára gamla leikkona segir frá þessu í forsíðuviðtali við tímaritið AARP og kveðst hún vera afar stolt.
„Ég og maðurinn minn höfum fylgst með því af miklu stolti hvernig sonur okkar varð að dóttur okkar Ruby,“ segir Curtis.
Leikkonan viðurkennir það þó að áður fyrr hafi hún haft þá hugmynd að kyngervi væri fast og óbreytilegt fyrirbæri.
Ruby er yngra barn hennar og eiginmanns hennar, leikarans Christopher Guest. Hjónin hafa verið gift í 36 ár og eiga tvær dætur sem báðar eru ættleiddar.
Ruby er tuttugu og fimm ára gömul og starfar sem tölvuleikjahönnuður. Hún er trúlofuð og greinir Curtis frá því að brúðkaupið sé fyrirhugað á næsta ári.
Eldri dóttir hjónanna er hin 34 ára gamla Annie. Hún er gift og starfar sem danskennari.
Curtis á engin barnabörn enn sem komið er en segist vonast til þess að verða amma fljótlega.