Bjarkey færð í efsta sæti í Norðaustur Jakob Bjarnar skrifar 30. júlí 2021 12:13 Flestir bjuggust við því að Bjarkey myndi fylla skarðið sem Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður Vg, skilur eftir sig en hann hefur lokið leik. En Óli Halldórsson sigraði Bjarkey í forvali. Hann hefur nú dregið sig í hlé. Óli Halldórsson, sem sigraði í forvali flokksins, greinir frá því að alvarleg veikindi hafi komið upp hjá eiginkonu hans. Stjórn kjördæmaráðs Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs hafa gert tillögu að breytingu á röðun efstu þriggja á lista Vg í Norðausturkjördæmi. Þær tillögur eru svohljóðandi: Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Jódís Skúladóttir Óli Halldórsson Breytingartillagan verður lög fyrir fund kjördæmaráðs eftir helgi. Það vakti verulega athygli þegar Óli lagði Bjarkey, þingflokksformann, flokksins í prófkjöri. En Bjarkey hefur verið ákafur talsmaður ríkisstjórnarinnar og talið að hún nyti ótvíræðs stuðnings flokksforystunnar. Óli hlaut glæsilega kosningu og var það auk annarra úrslita víðar um land í forvali Vg haft til marks um að grasrót flokksins væri síður en svo ánægð með ríkisstjórnarsamstarfið. Óli sjálfur dró sig í hlé og hann gerir grein fyrir ástæðum þess á Facebooksíðu sinni nú rétt í þessu. „Ég hef af persónulegum ástæðum ákveðið að víkja frá áformum um að leiða framboð VG í Norðausturkjördæmi til Alþingiskosninga komandi haust. Alvarleg veikindi hafa komið upp hjá eiginkonu minni, sem haft hafa í för með sér ófyrirséðar áskoranir.“ Þá segir Óli að í forystuhlutverk í pólitík landsmála fer menn ekki til smárra verka eða af hálfum hug. „Ég tek því umboði sem mér var veitt í forvali VG af mikilli auðmýkt og virðingu en óska vinsamlegast eftir því að mínum aðstæðum verði sýndur skilningur. Með bjartsýni á batnandi heilsu og jafnvægi fjölskyldu minnar með tímanum mun ég vonandi hafa aðstæður til vaxandi þátttöku fyrir VG á ný,“ segir Óli. Þá biður hann fólk vinsamlegast um að virða það við fjölskylduna að hún muni ekki ræða þessi mál frekar í símtölum, með skilaboðum eða öðrum hætti að svo stöddu.“ Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Stjórn kjördæmaráðs Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs hafa gert tillögu að breytingu á röðun efstu þriggja á lista Vg í Norðausturkjördæmi. Þær tillögur eru svohljóðandi: Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Jódís Skúladóttir Óli Halldórsson Breytingartillagan verður lög fyrir fund kjördæmaráðs eftir helgi. Það vakti verulega athygli þegar Óli lagði Bjarkey, þingflokksformann, flokksins í prófkjöri. En Bjarkey hefur verið ákafur talsmaður ríkisstjórnarinnar og talið að hún nyti ótvíræðs stuðnings flokksforystunnar. Óli hlaut glæsilega kosningu og var það auk annarra úrslita víðar um land í forvali Vg haft til marks um að grasrót flokksins væri síður en svo ánægð með ríkisstjórnarsamstarfið. Óli sjálfur dró sig í hlé og hann gerir grein fyrir ástæðum þess á Facebooksíðu sinni nú rétt í þessu. „Ég hef af persónulegum ástæðum ákveðið að víkja frá áformum um að leiða framboð VG í Norðausturkjördæmi til Alþingiskosninga komandi haust. Alvarleg veikindi hafa komið upp hjá eiginkonu minni, sem haft hafa í för með sér ófyrirséðar áskoranir.“ Þá segir Óli að í forystuhlutverk í pólitík landsmála fer menn ekki til smárra verka eða af hálfum hug. „Ég tek því umboði sem mér var veitt í forvali VG af mikilli auðmýkt og virðingu en óska vinsamlegast eftir því að mínum aðstæðum verði sýndur skilningur. Með bjartsýni á batnandi heilsu og jafnvægi fjölskyldu minnar með tímanum mun ég vonandi hafa aðstæður til vaxandi þátttöku fyrir VG á ný,“ segir Óli. Þá biður hann fólk vinsamlegast um að virða það við fjölskylduna að hún muni ekki ræða þessi mál frekar í símtölum, með skilaboðum eða öðrum hætti að svo stöddu.“
Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira