Starfsmaður á stjórnstöð Landhelgisgæslunnar staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.
Aðstæður voru mjög erfiðar á svæðinu sökum mikillar þoku sem hefur líklega ekki farið fram hjá neinum á höfuðborgarsvæðinu í kvöld.
Þrátt fyrir þokuna tókst að hífa konuna upp í þyrlu og koma henni á Reykjavíkurflugvöll.
Starfsmaðurinn gat ekki gefið nákvæmar upplýsingar um líðan konunnar en tók þó fram að meiðsl hennar væru ekki alvarleg.
Að neðan má sjá upptöku frá björgunaraðgerðum í fjallinu.