Hefja rannsókn á notkun kannabisúða gegn heilakrabbameini Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. ágúst 2021 07:31 Samkvæmt frétt Guardian greinast um 2.200 einstaklingar með umrætt krabbamein á ári hverju í Bretlandi. Getty Breska heilbrigðisþjónustan (NHS) hyggst í samvinnu við bresk krabbameinsfélög hefja rannsókn á mögulegum lækningarmætti munnholsúða sem inniheldur kannabínóíða gegn fjórða stigs tróðæxlum (e. glioblastoma). Um er að ræða fyrstu rannsókn sinnar tegundar í heiminum en hún mun ganga út á að kanna hvort lyfið Sativex hjálpar til við að drepa krabbameinsfrumur og mögulega lengja líf einstaklinga með umrædda tegund tróðæxla. Lyfið verður gefið samhliða krabbameinslyfinu temozolomide. Tróðæxlin sem um ræðir eru ágeng og alvarleg heilaæxli, sem koma nær alltaf aftur þrátt fyrir skurðaðgerðir, geisla- og lyfjameðferðir. Lifun eftir greiningu er venjulega um tólf til átján mánuðir og tíu mánuðir þegar um er að ræða endurkomu. Sativex er þegar notað til að draga úr síspennu hjá einstaklingum með heila- og mænusigg (MS) sem hafa ekki svarað öðrum meðferðum. Það er skráð í sérlyfjaskrá Lyfjastofnunar og virðist því vera í notkun hér á landi. Virðist hafa áhrif á lifun Niðurstöður fyrstu rannsókna á notkun Sativex gegn tróðæxlum, þar sem verið var að kanna öryggi lyfsins, benda til þess að það geti bætt lífsgæði að minnsta kosti hluta sjúklinga og jafnvel lengt líf þeirra um einhverja mánuði. Rannsóknirnar leiddu í ljós að fleiri voru á lífi ári eftir greiningu í þeim hópi sem fékk Sativex en í þeim hópi sem fékk lyfleysu. „Rannsóknin var ekki hönnuð til að prófa hvort Sativex hefði áhrif á lifun. Niðurstöðurnar leiddu hins vegar í ljós að sumum sem fengu Sativex farnaðist betur en vonir stóðu til og betur en þeim sem gengust aðeins undir lyfjameðferð,“ segir Susan Short, prófessor í krabbameinslækningum og taugakrabbameinslækningum við Leeds University. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Krabbameinsfélags Íslands greinast um 75 einstaklingar með krabbamein í heila og miðtaugakerfinu á ári hverju. Þar er hins vegar ekki að finna upplýsingar um tíðni undirtegunda á borð við fjórða stigs tróðæxli. Bretland Heilbrigðismál Lyf Kannabis Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Vinstriblokkin með nauman meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Sjá meira
Um er að ræða fyrstu rannsókn sinnar tegundar í heiminum en hún mun ganga út á að kanna hvort lyfið Sativex hjálpar til við að drepa krabbameinsfrumur og mögulega lengja líf einstaklinga með umrædda tegund tróðæxla. Lyfið verður gefið samhliða krabbameinslyfinu temozolomide. Tróðæxlin sem um ræðir eru ágeng og alvarleg heilaæxli, sem koma nær alltaf aftur þrátt fyrir skurðaðgerðir, geisla- og lyfjameðferðir. Lifun eftir greiningu er venjulega um tólf til átján mánuðir og tíu mánuðir þegar um er að ræða endurkomu. Sativex er þegar notað til að draga úr síspennu hjá einstaklingum með heila- og mænusigg (MS) sem hafa ekki svarað öðrum meðferðum. Það er skráð í sérlyfjaskrá Lyfjastofnunar og virðist því vera í notkun hér á landi. Virðist hafa áhrif á lifun Niðurstöður fyrstu rannsókna á notkun Sativex gegn tróðæxlum, þar sem verið var að kanna öryggi lyfsins, benda til þess að það geti bætt lífsgæði að minnsta kosti hluta sjúklinga og jafnvel lengt líf þeirra um einhverja mánuði. Rannsóknirnar leiddu í ljós að fleiri voru á lífi ári eftir greiningu í þeim hópi sem fékk Sativex en í þeim hópi sem fékk lyfleysu. „Rannsóknin var ekki hönnuð til að prófa hvort Sativex hefði áhrif á lifun. Niðurstöðurnar leiddu hins vegar í ljós að sumum sem fengu Sativex farnaðist betur en vonir stóðu til og betur en þeim sem gengust aðeins undir lyfjameðferð,“ segir Susan Short, prófessor í krabbameinslækningum og taugakrabbameinslækningum við Leeds University. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Krabbameinsfélags Íslands greinast um 75 einstaklingar með krabbamein í heila og miðtaugakerfinu á ári hverju. Þar er hins vegar ekki að finna upplýsingar um tíðni undirtegunda á borð við fjórða stigs tróðæxli.
Bretland Heilbrigðismál Lyf Kannabis Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Vinstriblokkin með nauman meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Sjá meira