Hundrað og átta greindust smitaðir í gær, þar af sjötíu utan sóttkvíar. Þá voru fjörtíu og fimm þeirra sem greindust óbólusettir, fimmtíu og fjórir fullbólusettir og tveir voru hálfbólusettir.
Kennarar og starfsmenn skóla sem fengu Jansen verða nú bólusett öðru sinni með Pfizer og Moderna. Bólusetningarnar hófust klukkan ellefu í morgun og standa til 13. ágúst hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut.
Við heyrum í lögreglunni á Suðurlandi vegna rútu sem valt út af vegi í Biskupstungum í gærkvöldi með um fimmtíu farþega. Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf.