Vegkantur sem gaf sig líklega ástæða þess að rútan valt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. ágúst 2021 11:34 Þrír farþegar rútunnar, sem sést hér í bakgrunni, voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Vísir/Magnús Hlynur Vegkantur sem gaf sig er talinn vera ástæða þess að rúta, með fjölda íslenskra og erlendra ferðamanna innanborðs, valt í Biskupstungum í gær. Betur fór en á horfðist og enginn slasaðist alvarlega, að sögn yfirlögregluþjóns. Um fimmtíu manns voru um borð í rútunni sem ekur um undir merkjum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Rafting. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir málið nú til rannsóknar. Farþegi sem fréttastofa ræddi við í gær segir rútuna hafa verið troðfulla, þannig að starfsfólk fyrirtækisins hafi þurft að standa. „Það er svo sem allt í skoðun. Það verða teknar skýrslur af farþegum og ökumanni í dag. Það er bara í skoðun hvernig það var. En það er alveg ljóst að það var nokkur fjöldi í bílnum eins og sagt var frá,“ segir Sveinn Kristján í samtali við fréttastofu. Hann segir rútuna þá vera það gamla að engin öryggisbelti séu í henni, þannig að allir farþegar hafi verið óbundnir. Þá megi ferðaþjónustufyrirtækið eiga von á sekt, reynist það raunin að of margir hafi verið í rútunni. Þyrlan létti á sjúkraflutningum á landi Þrír voru fluttir á Landspítala með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir veltuna, en Sveinn Kristján segir þó að betur hafi farið en á horfðist í fyrstu og enginn alvarlega slasaður. Það er að segja, enginn var í lífshættu. „Þyrlan í rauninni tekur kúfinn. Þetta er mikill fjöldi af fólki og þyrlan aðstoðaði við sjúkraflutninga í sjálfu sér. Þeir voru ekki fluttir vegna alvarleika, heldur bara til þess að létta á sjúkraflutningum á landi,“ segir Sveinn Kristján. Í gær sagði Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, að bráðamóttakan hefði ekki verið í stakk búin til að taka á móti fjölda alvarlegra slasaðra sjúklinga í gærkvöldi. Sveinn Kristján kveðst ekki vita hvernig tekið var á móti þeim sem fluttir voru með þyrlunni til Reykjavíkur í gær. „Ég geri ráð fyrir því og þykist þekkja það að það leggjast allir á eitt þegar alvarleikinn bankar á dyrnar og leysa það sem þarf að leysa. Ég er nokkuð viss um það að það hefur allt verið leyst og veit að það leystist allt saman,“ segir Sveinn Kristján. Þeir minna slösuðu hafi verið fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi, þó þrír hafi farið til Reykjavíkur. Sjá einnig: Bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir hana sprungna Hann segir þá að mun verr hefði getað farið en raun ber vitni. „Klárlega. Þar sem þessi fjöldi er í bílnum og allir óbundnir, þá hefði þetta getað farið verr. Mér skilst að þetta hafi gerst tiltölulega hægt, að veltan hafi verið hæg þegar kanturinn gaf sig. Sem betur fer fór þetta því á skásta máta, en það er alltaf hætta á að það verði alvarleg slys þegar svona stórir bílar fara á hliðina,“ segir Sveinn Kristján. Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Samgönguslys Tengdar fréttir Rútuslys í Biskupstungum Rúta á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Rafting keyrði út af vegi í Biskupstungum á Suðurlandi. Um fimmtíu manns voru í rútunni. 2. ágúst 2021 19:31 Bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir hana sprungna Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að bráðamóttakan sé ekki í stakk búin að taka á móti nema einum alvarlega slösuðum sjúklingi í kvöld. 2. ágúst 2021 22:49 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira
Um fimmtíu manns voru um borð í rútunni sem ekur um undir merkjum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Rafting. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir málið nú til rannsóknar. Farþegi sem fréttastofa ræddi við í gær segir rútuna hafa verið troðfulla, þannig að starfsfólk fyrirtækisins hafi þurft að standa. „Það er svo sem allt í skoðun. Það verða teknar skýrslur af farþegum og ökumanni í dag. Það er bara í skoðun hvernig það var. En það er alveg ljóst að það var nokkur fjöldi í bílnum eins og sagt var frá,“ segir Sveinn Kristján í samtali við fréttastofu. Hann segir rútuna þá vera það gamla að engin öryggisbelti séu í henni, þannig að allir farþegar hafi verið óbundnir. Þá megi ferðaþjónustufyrirtækið eiga von á sekt, reynist það raunin að of margir hafi verið í rútunni. Þyrlan létti á sjúkraflutningum á landi Þrír voru fluttir á Landspítala með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir veltuna, en Sveinn Kristján segir þó að betur hafi farið en á horfðist í fyrstu og enginn alvarlega slasaður. Það er að segja, enginn var í lífshættu. „Þyrlan í rauninni tekur kúfinn. Þetta er mikill fjöldi af fólki og þyrlan aðstoðaði við sjúkraflutninga í sjálfu sér. Þeir voru ekki fluttir vegna alvarleika, heldur bara til þess að létta á sjúkraflutningum á landi,“ segir Sveinn Kristján. Í gær sagði Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, að bráðamóttakan hefði ekki verið í stakk búin til að taka á móti fjölda alvarlegra slasaðra sjúklinga í gærkvöldi. Sveinn Kristján kveðst ekki vita hvernig tekið var á móti þeim sem fluttir voru með þyrlunni til Reykjavíkur í gær. „Ég geri ráð fyrir því og þykist þekkja það að það leggjast allir á eitt þegar alvarleikinn bankar á dyrnar og leysa það sem þarf að leysa. Ég er nokkuð viss um það að það hefur allt verið leyst og veit að það leystist allt saman,“ segir Sveinn Kristján. Þeir minna slösuðu hafi verið fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi, þó þrír hafi farið til Reykjavíkur. Sjá einnig: Bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir hana sprungna Hann segir þá að mun verr hefði getað farið en raun ber vitni. „Klárlega. Þar sem þessi fjöldi er í bílnum og allir óbundnir, þá hefði þetta getað farið verr. Mér skilst að þetta hafi gerst tiltölulega hægt, að veltan hafi verið hæg þegar kanturinn gaf sig. Sem betur fer fór þetta því á skásta máta, en það er alltaf hætta á að það verði alvarleg slys þegar svona stórir bílar fara á hliðina,“ segir Sveinn Kristján.
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Samgönguslys Tengdar fréttir Rútuslys í Biskupstungum Rúta á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Rafting keyrði út af vegi í Biskupstungum á Suðurlandi. Um fimmtíu manns voru í rútunni. 2. ágúst 2021 19:31 Bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir hana sprungna Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að bráðamóttakan sé ekki í stakk búin að taka á móti nema einum alvarlega slösuðum sjúklingi í kvöld. 2. ágúst 2021 22:49 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira
Rútuslys í Biskupstungum Rúta á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Rafting keyrði út af vegi í Biskupstungum á Suðurlandi. Um fimmtíu manns voru í rútunni. 2. ágúst 2021 19:31
Bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir hana sprungna Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að bráðamóttakan sé ekki í stakk búin að taka á móti nema einum alvarlega slösuðum sjúklingi í kvöld. 2. ágúst 2021 22:49