Fékk heilablæðingu og flogakast eftir slys á rafhlaupahjóli Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 3. ágúst 2021 20:25 Ragna mun ekki geta keyrt bíl allavega í hálft ár á meðan hún nær fullum bata eftir slysið. „Þetta er víst allt á réttri leið núna. En ég er mjög vönkuð og stundum hringsnýst allt. Ég er samt betri í dag en í gær og er sátt svo lengi sem að gólfið er á réttum stað,“ segir tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir (Cell 7) í samtali við Vísi. Ragna ákvað að stytta sér ferðina heim úr bænum og leigði sér rafhlaupahjól. „Ég man reyndar ekkert eftir því að hafa dottið af hjólinu en þegar ég lít í spegilinn í lyftunni heima hjá mér sá ég taum af blóði leka úr hausnum á mér og þá áttaði ég mig á því hvað hafði gerst,“ segir Ragna sem fór þá heim til móður sinnar sem hjálpaði henni að hreinsa sárið. Fékk flogakast tveimur dögum eftir slysið Ragna segist ekki hafa gert sér grein fyrir því hversu mikið höggið hafi verið en hún hafi samt sem áður fundið fyrir bólgu í hnakkanum. Tveimur dögum seinna er ég stödd í hljóðveri með vinum mínum að taka upp lag. Svo man ég eftir því að það bergmálar allt, ég hugsaði þá að Andri vinur minn væri eitthvað að fikta í græjunum. Ég fer svo fram til þess að fá mér vatnsglas og kem ekki aftur. Á þessum tímapunkti fer Ragna í flogakast en vinur hennar Andri heyrði lætin og fer fram að athuga hvað gangi á. Tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir, eða Cell 7, lenti í alvarlegu slysi á rafhlaupahjóli sem varð til þess að blæddi inn á heila hennar. „Andri er sjálfur flogaveikur svo að hann var fljótur að átta sig á því hvað var að gerast og hringdi á sjúkrabíl.“ Ég man sjálf ekkert eftir flogakastinu sjálfu heldur er ég bara með minningu um það að ég stend við hliðina á Andra og ég sé sjúkraflutningamenn koma inn. Ég vissi ekki að þeir væru komnir til að þess að sækja mig. Þegar komið var á spítalann fer Ragna í myndatöku sem leiddi í ljós að blætt hafði inn á heilann. Hún segist hafa fundið fyrir miklum höfuðverkjum, doða og þreytu og hafi sofið nánast alla helgina. „Ég hef aldrei verið flogaveik eða fengið flogakast en núna er ég komin á flogaveikistöflur sem ég þarf að taka inn fjórum sinnum á dag,“ segir Ragna sem ber sig þó nokkuð vel miðað við aðstæður. Mun taka tíma að ná bata Þar sem Ragna man ekki eftir sjálfu fallinu er jafnvel haldið að hún hafi fengið flog sem orsakaði slysið eða að það hafi komið í kjölfar blæðingarinnar inn á heilann eftir fallið. Það er vel hugsað um mig hérna og ég er vel upplýst um það sem er að gerast. Ég finn auðvitað ennþá fyrir miklum svima og þetta mun taka einhvern tíma að jafna sig. Ragna mun útskrifast af spítalanum á morgun og segist hún þurfa að taka því mjög rólega á næstunni. „Ég held mér í þegar ég geng og er ekki alveg komin með jafnvægið tilbaka en þetta er allt að koma. Ég má ekki keyra næsta hálfa árið svo að þetta er auðvitað smá pakki allt en ég er þakklát fyrir að ekki fór verr,“ segir Ragna að lokum. Rafhlaupahjól Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
Ragna ákvað að stytta sér ferðina heim úr bænum og leigði sér rafhlaupahjól. „Ég man reyndar ekkert eftir því að hafa dottið af hjólinu en þegar ég lít í spegilinn í lyftunni heima hjá mér sá ég taum af blóði leka úr hausnum á mér og þá áttaði ég mig á því hvað hafði gerst,“ segir Ragna sem fór þá heim til móður sinnar sem hjálpaði henni að hreinsa sárið. Fékk flogakast tveimur dögum eftir slysið Ragna segist ekki hafa gert sér grein fyrir því hversu mikið höggið hafi verið en hún hafi samt sem áður fundið fyrir bólgu í hnakkanum. Tveimur dögum seinna er ég stödd í hljóðveri með vinum mínum að taka upp lag. Svo man ég eftir því að það bergmálar allt, ég hugsaði þá að Andri vinur minn væri eitthvað að fikta í græjunum. Ég fer svo fram til þess að fá mér vatnsglas og kem ekki aftur. Á þessum tímapunkti fer Ragna í flogakast en vinur hennar Andri heyrði lætin og fer fram að athuga hvað gangi á. Tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir, eða Cell 7, lenti í alvarlegu slysi á rafhlaupahjóli sem varð til þess að blæddi inn á heila hennar. „Andri er sjálfur flogaveikur svo að hann var fljótur að átta sig á því hvað var að gerast og hringdi á sjúkrabíl.“ Ég man sjálf ekkert eftir flogakastinu sjálfu heldur er ég bara með minningu um það að ég stend við hliðina á Andra og ég sé sjúkraflutningamenn koma inn. Ég vissi ekki að þeir væru komnir til að þess að sækja mig. Þegar komið var á spítalann fer Ragna í myndatöku sem leiddi í ljós að blætt hafði inn á heilann. Hún segist hafa fundið fyrir miklum höfuðverkjum, doða og þreytu og hafi sofið nánast alla helgina. „Ég hef aldrei verið flogaveik eða fengið flogakast en núna er ég komin á flogaveikistöflur sem ég þarf að taka inn fjórum sinnum á dag,“ segir Ragna sem ber sig þó nokkuð vel miðað við aðstæður. Mun taka tíma að ná bata Þar sem Ragna man ekki eftir sjálfu fallinu er jafnvel haldið að hún hafi fengið flog sem orsakaði slysið eða að það hafi komið í kjölfar blæðingarinnar inn á heilann eftir fallið. Það er vel hugsað um mig hérna og ég er vel upplýst um það sem er að gerast. Ég finn auðvitað ennþá fyrir miklum svima og þetta mun taka einhvern tíma að jafna sig. Ragna mun útskrifast af spítalanum á morgun og segist hún þurfa að taka því mjög rólega á næstunni. „Ég held mér í þegar ég geng og er ekki alveg komin með jafnvægið tilbaka en þetta er allt að koma. Ég má ekki keyra næsta hálfa árið svo að þetta er auðvitað smá pakki allt en ég er þakklát fyrir að ekki fór verr,“ segir Ragna að lokum.
Rafhlaupahjól Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira