Innlent

Foreldrar sitji við hlið barna þeirra í bólusetningunni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Laugardalshöllin verður á ný vettvangur bólusetninga á höfuðborgarsvæðinu.
Laugardalshöllin verður á ný vettvangur bólusetninga á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm

Dagskrá bólusetningar tólf til fimmtán ára barna á höfuðborgarsvæðinu liggur fyrir. Foreldrar eru beðnir um að fylgja börnunum í bólusetninguna.

Bólusetningarnar eru fyrirhugaðar í Laugardalshöllinni dagana 23.- 24 ágúst næstkomandi. Dagskrána má sjá á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðiðisins en gert er ráð fyrir að 2006 og 2007 árgangur mæti 23. ágúst en 2008 og 2009 árgangur mæti daginn eftir.

Foreldrar sem þiggja bólusetningu fyrir börn sín eru beðnir um að fylgja börnum sínum og þannig veita þeir samþykki fyrir bólusetningunni, að því er segir að á vef Heilsugæslunnar.

Foreldrar munu sitja við hlið barna sinna í bólusetningunni. Boð verða ekki send en foreldrar eru beðnir um að mæta með börnum sínum eftir því skipulagi sem nálgast má hér.


Tengdar fréttir

Líklegt að börn verði boðuð í bólusetningu eftir rúmar tvær vikur

Til skoðunar er að boða börn á aldrinum 12 til 15 ára í bólusetningu gegn Covid-19 dagana 23. og 24. ágúst næstkomandi. Enn er unnið að útfærslu bólusetningarinnar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en fyrirhugað er að hún fari fram í Laugardalshöll.

Engin á­stæða til að missa trú á bólu­setningum

Doktor í faraldsfræði segir að þrátt fyrir nýja bylgju kórónuveirufaraldursins sé alls engin ástæða til að missa trú á bólusetningum. Þvert á móti þurfi nú að leggja meiri áherslu á þær en áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×