Hljóp inn á til að húðskamma Carrasco og lét dómara leiksins fá það óþvegið í leikslok Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. ágúst 2021 10:31 Diego Simeone er engum líkur. Rico Brouwer/Getty Images Diego Simeone, þjálfari Spánarmeistara Atlético Madríd, verður seint talinn rólegur í skapinu. Hann missti stjórn á skapi sínu er lið hans tapaði 2-1 gegn Feyenoord frá Hollandi um helgina. Simeone lét hinn 27 ára gamla Yannick Carrasco heyra það eftir að hann fékk einkar heimskulegt rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks. Þá fengu dómararnir einnig sinn skerf af fúkyrðum að leik loknum. Spánarmeistarar Atlético voru 1-0 undir gegn Feyenoord er Carrasco fékk að líta rauða spjaldið fyrir að sparka í Tyrell Malacia eftir að þeim lenti saman. Er Malacia lá á vellinum ákvað Carrasco að beygja sig yfir hann og láta nokkur vel valin orð falla. Í kjölfarið sauð allt upp úr og leikmenn hópuðust saman í klassískum „haltu mér, slepptu mér,“ kíting sem sést aðeins á knattspyrnuvöllum. Þar tókst Carrasco að lenda upp á kant við Orkun Kökçü sem var mættur til að verja liðsfélaga sinn sem lá óvígur eftir í grasinu. Jan Oblak, markvörður Atlético, reyndi að hafa vit fyrir Carrasco en hafði ekki erindi sem erfiði. Þá kom Simeone skokkandi inn á völlinn og sagði leikmanni sínum til syndanna. Myndbönd af því sem fram fór má sjá hér að neðan. Vlam in de pan Voor Yannick Carrasco ESPN# #feyatm pic.twitter.com/vbVfqGq9iu— ESPN NL (@ESPNnl) August 8, 2021 ¡OJO! CARRASCO se ha encarado con un rival después de una entrada y ha terminado expulsado El Cholo ha saltado al terreno de juego para llevarse a su jugador al vestuario pic.twitter.com/GJ3AOHDVZS— Post United (@postutd) August 8, 2021 Feyenoord vann leikinn 2-1 þökk sé sigurmarki Naoufal Bannis þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Að leik loknum ku Simeone – sem var greinilega enn heitt í hamsi – hafa látið dómarana heyra það. Af hverju er ekki víst að svo stöddu en það er ljóst að Simeone finnst ekki gaman að tapa, sama þó aðeins sé um vináttuleik að ræða. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Fleiri fréttir Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Sjá meira
Simeone lét hinn 27 ára gamla Yannick Carrasco heyra það eftir að hann fékk einkar heimskulegt rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks. Þá fengu dómararnir einnig sinn skerf af fúkyrðum að leik loknum. Spánarmeistarar Atlético voru 1-0 undir gegn Feyenoord er Carrasco fékk að líta rauða spjaldið fyrir að sparka í Tyrell Malacia eftir að þeim lenti saman. Er Malacia lá á vellinum ákvað Carrasco að beygja sig yfir hann og láta nokkur vel valin orð falla. Í kjölfarið sauð allt upp úr og leikmenn hópuðust saman í klassískum „haltu mér, slepptu mér,“ kíting sem sést aðeins á knattspyrnuvöllum. Þar tókst Carrasco að lenda upp á kant við Orkun Kökçü sem var mættur til að verja liðsfélaga sinn sem lá óvígur eftir í grasinu. Jan Oblak, markvörður Atlético, reyndi að hafa vit fyrir Carrasco en hafði ekki erindi sem erfiði. Þá kom Simeone skokkandi inn á völlinn og sagði leikmanni sínum til syndanna. Myndbönd af því sem fram fór má sjá hér að neðan. Vlam in de pan Voor Yannick Carrasco ESPN# #feyatm pic.twitter.com/vbVfqGq9iu— ESPN NL (@ESPNnl) August 8, 2021 ¡OJO! CARRASCO se ha encarado con un rival después de una entrada y ha terminado expulsado El Cholo ha saltado al terreno de juego para llevarse a su jugador al vestuario pic.twitter.com/GJ3AOHDVZS— Post United (@postutd) August 8, 2021 Feyenoord vann leikinn 2-1 þökk sé sigurmarki Naoufal Bannis þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Að leik loknum ku Simeone – sem var greinilega enn heitt í hamsi – hafa látið dómarana heyra það. Af hverju er ekki víst að svo stöddu en það er ljóst að Simeone finnst ekki gaman að tapa, sama þó aðeins sé um vináttuleik að ræða.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Fleiri fréttir Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Sjá meira