Hjarðónæmi og sóttvarnir Ari Tryggvason skrifar 9. ágúst 2021 09:30 Skjótt skipast veður í lofti. Nú er allt í einu nauðsynlegt að stór hluti þjóðarinnar smitist til að ná nauðsynlegu hjarðónæmi þrátt fyrir að þorri hennar sé fullsprautaður. Þetta hafa þeir báðir sagt, Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Sá fyrri í Sjónvarpsfréttum laugardagsins og sá síðari í Sprengisandi Bylgjunnar, sunnudagsmorgun. Þetta væru svo sannarlega ánægjuleg tíðindi og góð sinnaskipti frá margbreytilegum sóttvarnaraðgerðum, nema að það gæti verið fullseint. Faraldsfræðin Ég er hvorki læknir né faraldsfræðingur en ég get hins vegar leitað í smiðju þeirra. Knut Wittkowski, doktor í tölvunarfræði og faraldsfræðingur hefur gagnrýnt þær aðgerðir sem gripið hefur verið til vegna faraldursins víðast hvar. Faraldsfræðin er jú sú fræði er tekur m.a. á dreifingu smitsjúkdóma meðal almennings. Ekki er hægt að stöðva faraldur, einungis er hægt að stýra honum. Þar sem Covid-19 herjar síst á ungt og heilbrigt fólk, hefði út frá hefðbundnum fræðum faraldsfræðinnar, átt að haga öllum sóttvörnum með tilliti til þess. Það hefði átti að verja þau gömlu og veiku en vera ekki með neinar varnir meðal hinna ungu og heilbrigðu. Einhverra hluta vegna flöskuðu menn algerlega á síðara atriðinu. Samkvæmt Wittowski stendur valið á milli þess að faraldurinn dreifist á meðal hinna ungu og heilbrigðu og valda fáum dauðsföllum eða á meðal hinna gömlu og veiku og valda mörgum dauðsföllum. Við getum ekki sigrað náttúruna, segir Wittkowski. Við værum komin með hjarðónæmi ef við hefðum ekki beitt sóttvarnaraðgerðum og hægt þannig á faraldrinum og framlengt. Þannig gert öflugri afbrigðum auðveldara um vik. Allar þær aðgerðir sem gripið hefur verið til, margvíslegar takmarkanir, fletja út kúrfuna og seinka því að við náum hjarðónæmi og auka líkurnar á stökkbreytingu veirunnar. Hvernig við höfum tekið á viðlíka faröldrum áður, skynsamlega og rökrétt og engin ástæða hefur verið til að gera það öðruvísi nú. Ef vilji er til þess að gefa bóluefni svo flýta megi myndun hjarðónæmis en á sama tíma skylda fólk til að vera með grímur samhliða lokunum sem hægir á myndun hjarðónæmis, er það líkt og við stígum á eldsneytisgjöfina og bremsurnar samtímis. Sóttvarnalæknir reyndi í Sjónvarpsfréttum sunnudagsins að draga í land. Engu að síður stendur það sem Kári sagði. Ég spyr því, hvers vegna leyfðu sóttvarnaryfirvöld ekki faraldrinum að dreifast hindrunarlaust í upphafi, meðal hinna ungu og hraustu og vernda hina, til hagsbóta fyrir alla landsmenn? Með þessu móti væri faraldurinn löngu yfirstaðinn og við gætum lifað frjáls og eðlilegu lífi. Höfundur er kominn á eftirlaun og virkur í kóviðspyrnunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Sjá meira
Skjótt skipast veður í lofti. Nú er allt í einu nauðsynlegt að stór hluti þjóðarinnar smitist til að ná nauðsynlegu hjarðónæmi þrátt fyrir að þorri hennar sé fullsprautaður. Þetta hafa þeir báðir sagt, Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Sá fyrri í Sjónvarpsfréttum laugardagsins og sá síðari í Sprengisandi Bylgjunnar, sunnudagsmorgun. Þetta væru svo sannarlega ánægjuleg tíðindi og góð sinnaskipti frá margbreytilegum sóttvarnaraðgerðum, nema að það gæti verið fullseint. Faraldsfræðin Ég er hvorki læknir né faraldsfræðingur en ég get hins vegar leitað í smiðju þeirra. Knut Wittkowski, doktor í tölvunarfræði og faraldsfræðingur hefur gagnrýnt þær aðgerðir sem gripið hefur verið til vegna faraldursins víðast hvar. Faraldsfræðin er jú sú fræði er tekur m.a. á dreifingu smitsjúkdóma meðal almennings. Ekki er hægt að stöðva faraldur, einungis er hægt að stýra honum. Þar sem Covid-19 herjar síst á ungt og heilbrigt fólk, hefði út frá hefðbundnum fræðum faraldsfræðinnar, átt að haga öllum sóttvörnum með tilliti til þess. Það hefði átti að verja þau gömlu og veiku en vera ekki með neinar varnir meðal hinna ungu og heilbrigðu. Einhverra hluta vegna flöskuðu menn algerlega á síðara atriðinu. Samkvæmt Wittowski stendur valið á milli þess að faraldurinn dreifist á meðal hinna ungu og heilbrigðu og valda fáum dauðsföllum eða á meðal hinna gömlu og veiku og valda mörgum dauðsföllum. Við getum ekki sigrað náttúruna, segir Wittkowski. Við værum komin með hjarðónæmi ef við hefðum ekki beitt sóttvarnaraðgerðum og hægt þannig á faraldrinum og framlengt. Þannig gert öflugri afbrigðum auðveldara um vik. Allar þær aðgerðir sem gripið hefur verið til, margvíslegar takmarkanir, fletja út kúrfuna og seinka því að við náum hjarðónæmi og auka líkurnar á stökkbreytingu veirunnar. Hvernig við höfum tekið á viðlíka faröldrum áður, skynsamlega og rökrétt og engin ástæða hefur verið til að gera það öðruvísi nú. Ef vilji er til þess að gefa bóluefni svo flýta megi myndun hjarðónæmis en á sama tíma skylda fólk til að vera með grímur samhliða lokunum sem hægir á myndun hjarðónæmis, er það líkt og við stígum á eldsneytisgjöfina og bremsurnar samtímis. Sóttvarnalæknir reyndi í Sjónvarpsfréttum sunnudagsins að draga í land. Engu að síður stendur það sem Kári sagði. Ég spyr því, hvers vegna leyfðu sóttvarnaryfirvöld ekki faraldrinum að dreifast hindrunarlaust í upphafi, meðal hinna ungu og hraustu og vernda hina, til hagsbóta fyrir alla landsmenn? Með þessu móti væri faraldurinn löngu yfirstaðinn og við gætum lifað frjáls og eðlilegu lífi. Höfundur er kominn á eftirlaun og virkur í kóviðspyrnunni.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun