Samstarfserfiðleikar og meðvirkni á vinnustað Þórkatla Aðalsteinsdóttir skrifar 9. ágúst 2021 11:30 Öll höfum við sjálfsagt reynslu af því að hafa upplifað samstarfserfiðleika á vinnustað. Annað hvort á eigin skinni eða hjá vinnufélögum. Öll vitum við að slíkir erfiðleikar hafa mikil áhrif á líðan okkar, vekur kvíða, skapa sveiflur í skapi, við verðum kjarklausari gagnvart verkefnum og lífið tekur á sig leiðinlegri lit – líka utan vinnu. Við erum nefnilega megnið af okkar vökutíma í vinnunni og svo sannarlega getum við ekki aðgreint svo skýrt vinnu og einkalíf að vinnan hafi engin áhrif á líðan okkar utan hennar. Samstarfserfiðleikar birtast frekar þegar fólk er undir langvarandi álagi vegna breytinga, áfalla eða aukinna krefjandi verkefna. Vinnuumhverfi okkar litast af slíku þessa daganna og vikurnar. Þarf ekki að fjölyrða um það. Samstarfserfiðleikar geta svo sannarlega kveikt á meðvirkni í umhverfinu bæði hjá vinnufélögum og stjórnendum. Það er bæði mannlegt og skiljanlegt. Við forðumst að sjálfsögðu átök, leitum ekki í óþægindi og erfiðar tilfinningar og mjög oft ómeðvitað reynum við að slétta úr, gera lítið úr og bíða af okkur storminn. Meðvirknin lamar. Við tölum þvert um hug okkar, segjum ekki það sem við meinum og meinum ekki það sem við segjum. Af stað fer einhvers konar leikrit sem getur tekið yfir heilu hópana með tilheyrandi markaleysi og ruglingi. Stjórnendur eru ekki undanþegnir slíkum viðbrögðum, sjálfir eru þeir oft undir miklu álagi, með eigin verkefni sem þeir þurfa að sinna, orðnir langþreyttir vegna veirunnar og viðbragða þess vegna. Þeir telja sig oft ekki hafa tíma eða afgangs orku í einhver leiðindi í samskiptum og aðhafast því ekkert en vona að vandamálin leysist af sjálfu sér. Oft heyrast viðhorf á borð við „þetta er fullorðið fólk – það hlýtur að finna út úr þessu.“ Eða „þetta er örugglega ekki eins slæmt og fólk er að tala um og kvarta yfir, það er verið að ýkja vandann“. Hlutverk stjórnandans er að stíga inn, finna leiðir til lausnar, fylgja þeim eftir og vera mjög skýr í sínum skilaboðum. Það er hans skylda gagnvart hópnum og þeim einstaklingum sem eiga í erfiðleikum. Viðvarandi samstarfserfiðleikar skapa kvíða og vanlíðan í starfsumhverfinu, hafa slæm áhrif á vinnuframlag og starfsánægju. Svo það er mikið í húfi að bregðast við sem fyrst og finna leiðir til að leysa vandann. Annað hvort með hjálp hópsins eða utanaðkomandi aðstoð fagfólks. Sálrænt öryggi starfshópsins er í húfi og ef þörfinni fyrir sálrænt öryggi er ekki sinnt á vinnustaðnum gengur fátt upp. Höfundur er er sálfræðingur, stofnandi og einn eigenda Lífs og sálar sálfræði- og ráðgjafarstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórkatla Aðalsteinsdóttir Vinnustaðurinn Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Öll höfum við sjálfsagt reynslu af því að hafa upplifað samstarfserfiðleika á vinnustað. Annað hvort á eigin skinni eða hjá vinnufélögum. Öll vitum við að slíkir erfiðleikar hafa mikil áhrif á líðan okkar, vekur kvíða, skapa sveiflur í skapi, við verðum kjarklausari gagnvart verkefnum og lífið tekur á sig leiðinlegri lit – líka utan vinnu. Við erum nefnilega megnið af okkar vökutíma í vinnunni og svo sannarlega getum við ekki aðgreint svo skýrt vinnu og einkalíf að vinnan hafi engin áhrif á líðan okkar utan hennar. Samstarfserfiðleikar birtast frekar þegar fólk er undir langvarandi álagi vegna breytinga, áfalla eða aukinna krefjandi verkefna. Vinnuumhverfi okkar litast af slíku þessa daganna og vikurnar. Þarf ekki að fjölyrða um það. Samstarfserfiðleikar geta svo sannarlega kveikt á meðvirkni í umhverfinu bæði hjá vinnufélögum og stjórnendum. Það er bæði mannlegt og skiljanlegt. Við forðumst að sjálfsögðu átök, leitum ekki í óþægindi og erfiðar tilfinningar og mjög oft ómeðvitað reynum við að slétta úr, gera lítið úr og bíða af okkur storminn. Meðvirknin lamar. Við tölum þvert um hug okkar, segjum ekki það sem við meinum og meinum ekki það sem við segjum. Af stað fer einhvers konar leikrit sem getur tekið yfir heilu hópana með tilheyrandi markaleysi og ruglingi. Stjórnendur eru ekki undanþegnir slíkum viðbrögðum, sjálfir eru þeir oft undir miklu álagi, með eigin verkefni sem þeir þurfa að sinna, orðnir langþreyttir vegna veirunnar og viðbragða þess vegna. Þeir telja sig oft ekki hafa tíma eða afgangs orku í einhver leiðindi í samskiptum og aðhafast því ekkert en vona að vandamálin leysist af sjálfu sér. Oft heyrast viðhorf á borð við „þetta er fullorðið fólk – það hlýtur að finna út úr þessu.“ Eða „þetta er örugglega ekki eins slæmt og fólk er að tala um og kvarta yfir, það er verið að ýkja vandann“. Hlutverk stjórnandans er að stíga inn, finna leiðir til lausnar, fylgja þeim eftir og vera mjög skýr í sínum skilaboðum. Það er hans skylda gagnvart hópnum og þeim einstaklingum sem eiga í erfiðleikum. Viðvarandi samstarfserfiðleikar skapa kvíða og vanlíðan í starfsumhverfinu, hafa slæm áhrif á vinnuframlag og starfsánægju. Svo það er mikið í húfi að bregðast við sem fyrst og finna leiðir til að leysa vandann. Annað hvort með hjálp hópsins eða utanaðkomandi aðstoð fagfólks. Sálrænt öryggi starfshópsins er í húfi og ef þörfinni fyrir sálrænt öryggi er ekki sinnt á vinnustaðnum gengur fátt upp. Höfundur er er sálfræðingur, stofnandi og einn eigenda Lífs og sálar sálfræði- og ráðgjafarstofu.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun