Sjö byssum stolið á síðasta ári Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. ágúst 2021 19:47 Flestar byssur sem notaðar eru í glæpum hér á landi eru þýfi. Sjö byssum var stolið á síðasta ári og segir lögreglufulltrúi að þær finnist yfirleitt hjá góðkunningjum lögreglunnar. 180 vélbyssur eru í einkaeigu á Íslandi og flestar þeirra virkar. Þessu greindum við frá í kvöldfréttum í gær. Vélbyssa er annað orð yfir sjálfvirkan riffil og flokkast sem sjálfvirkt skotvopn en það eru þau vopn sem skjóta má úr röð skota með því að taka aðeins einu sinni í gikkinn. Innflutningur á sjálfvirkum skotvopnum jókst gríðarlega árið 2020 þegar 252 slík vopn voru flutt inn til landsins en þau voru einungis nítján árið á undan. Lögregla segir þessa miklu fjölgun skýrast af auknum áhuga safnara. Handhafar vopnanna sæta þröngum skilyrðum á grundvelli safnaraleyfis. Þeir þurfa að hafa haft skotvopnaleyfi í að minnsta kosti fimm ár og hafa yfir að ráða fullnægjandi aðstöðu til varðveislu vopnanna. Sjö byssum stolið á síðasta ári Dæmi eru um að ekki sé farið eftir reglum um geymslu skotvopna þó þær séu skýrar í lögum. Þær byssur sem notaðar hafa verið í ólöglegum tilgangi hér á landi voru flestar stolnar. „Ef við tökum árið 2020 var sjö byssum stolið. Það voru ekki safnarabyssur. Þetta voru byssur hjá einstaklingum sem áttu fá skotvopn og geymdu þau ekki tryggilega,“ sagði Jónas Hafsteinsson, lögreglufulltrúi hjá leyfadeild. Jónas segir að þessar stolnu byssur finnist yfirleitt hjá góðkunningjum lögreglunnar. Vopnalög voru sett árið 1998 og segir Jónas að þau séu í stöðugri endurskoðun innan ráðuneytisins. „Geymslan er alveg skýr. Það á að vera læst hirsla strax við fyrstu byssu þannig að það er sjálfu sér í góðum farvegi en jú auðvitað mætti uppfæra eitt og annað.“ Skotveiði Lögreglan Skotvopn Tengdar fréttir Taka þurfi mark á ábendingum varðandi spítalann Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir skipta miklu máli að tekið sé mark á þeirri vinnu sem unnin hefur verið í tengslum við stöðuna á Landspítalanum og afköst innan stofnunarinnar. 10. ágúst 2021 18:54 Sjö rifflar í ætt við árásarriffla eru í umferð hér á landi Í máli sem kom upp á síðasta ári hafði slíkum riffli verið breytt og var þá orðinn sambærilegur þeim sem notaðir hafa verið í mannskæðum skotárásum í Bandaríkjunum. 20. október 2019 19:31 Á annan tug skotvopna stolið hér á landi á hverju ári Dæmi eru um að ekki sé farið eftir regluverki um geymslu og meðhöndlun, sem sé skýrt í lögum. 19. október 2019 20:30 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að ganga í gegnum OCD“ Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Sjá meira
180 vélbyssur eru í einkaeigu á Íslandi og flestar þeirra virkar. Þessu greindum við frá í kvöldfréttum í gær. Vélbyssa er annað orð yfir sjálfvirkan riffil og flokkast sem sjálfvirkt skotvopn en það eru þau vopn sem skjóta má úr röð skota með því að taka aðeins einu sinni í gikkinn. Innflutningur á sjálfvirkum skotvopnum jókst gríðarlega árið 2020 þegar 252 slík vopn voru flutt inn til landsins en þau voru einungis nítján árið á undan. Lögregla segir þessa miklu fjölgun skýrast af auknum áhuga safnara. Handhafar vopnanna sæta þröngum skilyrðum á grundvelli safnaraleyfis. Þeir þurfa að hafa haft skotvopnaleyfi í að minnsta kosti fimm ár og hafa yfir að ráða fullnægjandi aðstöðu til varðveislu vopnanna. Sjö byssum stolið á síðasta ári Dæmi eru um að ekki sé farið eftir reglum um geymslu skotvopna þó þær séu skýrar í lögum. Þær byssur sem notaðar hafa verið í ólöglegum tilgangi hér á landi voru flestar stolnar. „Ef við tökum árið 2020 var sjö byssum stolið. Það voru ekki safnarabyssur. Þetta voru byssur hjá einstaklingum sem áttu fá skotvopn og geymdu þau ekki tryggilega,“ sagði Jónas Hafsteinsson, lögreglufulltrúi hjá leyfadeild. Jónas segir að þessar stolnu byssur finnist yfirleitt hjá góðkunningjum lögreglunnar. Vopnalög voru sett árið 1998 og segir Jónas að þau séu í stöðugri endurskoðun innan ráðuneytisins. „Geymslan er alveg skýr. Það á að vera læst hirsla strax við fyrstu byssu þannig að það er sjálfu sér í góðum farvegi en jú auðvitað mætti uppfæra eitt og annað.“
Skotveiði Lögreglan Skotvopn Tengdar fréttir Taka þurfi mark á ábendingum varðandi spítalann Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir skipta miklu máli að tekið sé mark á þeirri vinnu sem unnin hefur verið í tengslum við stöðuna á Landspítalanum og afköst innan stofnunarinnar. 10. ágúst 2021 18:54 Sjö rifflar í ætt við árásarriffla eru í umferð hér á landi Í máli sem kom upp á síðasta ári hafði slíkum riffli verið breytt og var þá orðinn sambærilegur þeim sem notaðir hafa verið í mannskæðum skotárásum í Bandaríkjunum. 20. október 2019 19:31 Á annan tug skotvopna stolið hér á landi á hverju ári Dæmi eru um að ekki sé farið eftir regluverki um geymslu og meðhöndlun, sem sé skýrt í lögum. 19. október 2019 20:30 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að ganga í gegnum OCD“ Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Sjá meira
Taka þurfi mark á ábendingum varðandi spítalann Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir skipta miklu máli að tekið sé mark á þeirri vinnu sem unnin hefur verið í tengslum við stöðuna á Landspítalanum og afköst innan stofnunarinnar. 10. ágúst 2021 18:54
Sjö rifflar í ætt við árásarriffla eru í umferð hér á landi Í máli sem kom upp á síðasta ári hafði slíkum riffli verið breytt og var þá orðinn sambærilegur þeim sem notaðir hafa verið í mannskæðum skotárásum í Bandaríkjunum. 20. október 2019 19:31
Á annan tug skotvopna stolið hér á landi á hverju ári Dæmi eru um að ekki sé farið eftir regluverki um geymslu og meðhöndlun, sem sé skýrt í lögum. 19. október 2019 20:30