Ný og afdráttarlaus skýrsla Sameinuðu þjóðanna var kynnt í gær og segir einn höfunda tímann til þess að grípa til aðgerða vegna loftslagsbreytinga að renna okkur úr greipum. Skýrslan sýni þörfina á tafarlausum aðgerðum.
Þingmaður í stjórnarandstöðu segir skýrsluna þá svörtustu hingað til og bjóst við sterkari og skýrari viðbrögðum frá ríkisstjórninni eftir að hún var kynnt.
„Það er ljóst að Ísland er með eina mestu losun í heimi á hvern íbúa. Við erum að losa fjórtán til tuttugu tonn á íbúa á meðan að við ættum að vera að losa um fjögur tonn á íbúa til að ná þessi yfirlýsta markmiði parísarsamkomulagsins,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður.
Hún vill að gripið verði til róttækari og afdrifaríkari ákvarðana. Ráðstefna loftslagsmála verður haldin í Glasgow í nóvember þar sem ríki Parísarsamkomulagsins munu kynna markmið sín og hvernig þau ætli að ná þeim.
„Það hefur ekkert heyrst frá yfirvöldum um það hver þessi markmið eru eða hvernig skuli ná þeim þannig það er gríðarlega margt óljóst hvort þessi ríkisstjórn ætli að grípa til einhverra aðgerða og þá hvaða?“
Hún býst við að loftslagsmál verði stórt kosningamál í september.
„Þetta er eitt okkar stærsta mál þessarar kynslóðar og komandi kynslóða.“