Harðstjórinn hættur eftir aðeins sjö vikur hjá Íslendingaliði Esbjerg Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. ágúst 2021 15:01 Hyballa á æfingu hjá Esbjerg. Esbjerg Hinn þýski Peter Hyballa hefur látið af störfum sem þjálfari danska knattspyrnuliðsins Esbjerg. Hann tók við eftir að Ólafur Kristjánsson var látinn fara en entist aðeins sjö vikur. Ólafur Kristjánsson stýrði Esbjerg á síðustu leiktíð en var látinn fara er ljóst var að félagið kæmist ekki upp í dönsku úrvalsdeildina. Peter Hyballa kom í hans stað og átti að stýra þeim Andra Rúnari Bjarnasyni og Ísaki Óla Ólafssyni upp í efstu deild. Hann entist aðeins í sjö vikur en tókst samt sem áður á þeim tíma að kveikja marga elda. Aðferðir Hyballa voru harkalegar gagnrýndar og vildu leikmenn liðsins losna við hann sökum þeirra. Leikmannsamtök Danmerkur voru komin í málið og leikmenn skrifuðu nafn sitt á undirskriftarlista þar sem stjórn félagsins var beðin um láta Hyballa taka poka sinn. Lige en detalje om Peter Hyballa. Han er ikke fyret, men har ifølge mine oplysninger selv sagt op.— Farzam Abolhosseini (@F_Abolhosseini) August 11, 2021 Félagið neitaði að láta Hyballa fara svo hann tók málin í eigin hendur. Hann ku hafa sagt upp störfum í dag og Esbjerg er því enn á ný í þjálfaraleit. Hollendingurinn Rafael van der Vaart var í gær ráðinn aðstoðarþjálfari félagsins. Hvort hann muni taka við liðinu á eftir að koma í ljós. Hinn 38 ára gamli Van der Vaart lék á sínum tíma 109 landsleiki fyrir Holland ásamt því að spila fyrir stórlið á borð við Real Madrid og Tottenham Hotspur. Hann spilaði þrjá leiki með Esbjerg áður en hann lagði skóna á hilluna 2018. Byd velkommen til @rafvdvaart, der er ny assistenttræner og klubambassadør i EfB:https://t.co/u8p0NSsaPI— Esbjerg fB (@EsbjergfB) August 10, 2021 Þegar þremur leikjum er lokið í dönsku B-deildinni er Esbjerg í 11. sæti af 12 liðum með eitt stig að loknum þremur leikjum. Liðið hefur skorað tvö mörk en fengið á sig níu. Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Esbjerg kært til vinnumálaeftirlitsins Íslendingaliðið Esbjerg hefur verið kært til vinnumálaeftirlits Danmerkur af leikmannasamtökum þar í landi. 16. júlí 2021 18:01 Dramatíkin heldur áfram hjá Íslendingafélagi Það er dramatík hjá danska B-deildarfélaginu Esbjerg um þessar mundir og eftir fréttir gærdagsins varð sú dramatík ekki minni. 10. júlí 2021 07:01 Mikið ósætti með arftaka Ólafs Kristjánssonar hjá Esbjerg Samkvæmt dönskum fjölmiðlum er mikið ósætti með Peter Hyballa, nýráðinn þjálfara Esbjerg sem leikur í dönsku B-deildinni í knattspyrnu. Aðferðir hans þykja fremur harkalegar og leikmenn liðsins eru vægast sagt ósáttir. 8. júlí 2021 16:01 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira
Ólafur Kristjánsson stýrði Esbjerg á síðustu leiktíð en var látinn fara er ljóst var að félagið kæmist ekki upp í dönsku úrvalsdeildina. Peter Hyballa kom í hans stað og átti að stýra þeim Andra Rúnari Bjarnasyni og Ísaki Óla Ólafssyni upp í efstu deild. Hann entist aðeins í sjö vikur en tókst samt sem áður á þeim tíma að kveikja marga elda. Aðferðir Hyballa voru harkalegar gagnrýndar og vildu leikmenn liðsins losna við hann sökum þeirra. Leikmannsamtök Danmerkur voru komin í málið og leikmenn skrifuðu nafn sitt á undirskriftarlista þar sem stjórn félagsins var beðin um láta Hyballa taka poka sinn. Lige en detalje om Peter Hyballa. Han er ikke fyret, men har ifølge mine oplysninger selv sagt op.— Farzam Abolhosseini (@F_Abolhosseini) August 11, 2021 Félagið neitaði að láta Hyballa fara svo hann tók málin í eigin hendur. Hann ku hafa sagt upp störfum í dag og Esbjerg er því enn á ný í þjálfaraleit. Hollendingurinn Rafael van der Vaart var í gær ráðinn aðstoðarþjálfari félagsins. Hvort hann muni taka við liðinu á eftir að koma í ljós. Hinn 38 ára gamli Van der Vaart lék á sínum tíma 109 landsleiki fyrir Holland ásamt því að spila fyrir stórlið á borð við Real Madrid og Tottenham Hotspur. Hann spilaði þrjá leiki með Esbjerg áður en hann lagði skóna á hilluna 2018. Byd velkommen til @rafvdvaart, der er ny assistenttræner og klubambassadør i EfB:https://t.co/u8p0NSsaPI— Esbjerg fB (@EsbjergfB) August 10, 2021 Þegar þremur leikjum er lokið í dönsku B-deildinni er Esbjerg í 11. sæti af 12 liðum með eitt stig að loknum þremur leikjum. Liðið hefur skorað tvö mörk en fengið á sig níu.
Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Esbjerg kært til vinnumálaeftirlitsins Íslendingaliðið Esbjerg hefur verið kært til vinnumálaeftirlits Danmerkur af leikmannasamtökum þar í landi. 16. júlí 2021 18:01 Dramatíkin heldur áfram hjá Íslendingafélagi Það er dramatík hjá danska B-deildarfélaginu Esbjerg um þessar mundir og eftir fréttir gærdagsins varð sú dramatík ekki minni. 10. júlí 2021 07:01 Mikið ósætti með arftaka Ólafs Kristjánssonar hjá Esbjerg Samkvæmt dönskum fjölmiðlum er mikið ósætti með Peter Hyballa, nýráðinn þjálfara Esbjerg sem leikur í dönsku B-deildinni í knattspyrnu. Aðferðir hans þykja fremur harkalegar og leikmenn liðsins eru vægast sagt ósáttir. 8. júlí 2021 16:01 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira
Esbjerg kært til vinnumálaeftirlitsins Íslendingaliðið Esbjerg hefur verið kært til vinnumálaeftirlits Danmerkur af leikmannasamtökum þar í landi. 16. júlí 2021 18:01
Dramatíkin heldur áfram hjá Íslendingafélagi Það er dramatík hjá danska B-deildarfélaginu Esbjerg um þessar mundir og eftir fréttir gærdagsins varð sú dramatík ekki minni. 10. júlí 2021 07:01
Mikið ósætti með arftaka Ólafs Kristjánssonar hjá Esbjerg Samkvæmt dönskum fjölmiðlum er mikið ósætti með Peter Hyballa, nýráðinn þjálfara Esbjerg sem leikur í dönsku B-deildinni í knattspyrnu. Aðferðir hans þykja fremur harkalegar og leikmenn liðsins eru vægast sagt ósáttir. 8. júlí 2021 16:01