Paris Saint Germain fékk Messi á frjálsri sölu og var tilbúið að borga honum ofurlaun fyrir tveggja ára samning.
Það er ljóst að áhuginn á Messi og sala PSG vörum tengdum Messi mun skila franska félaginu miklum peningum. Þá mun koma hans gera liðið enn samkeppnishæfara í baráttunni um að vinna loksins hina langþráðu Meistaradeild.
The Messi Effect
— Front Office Sports (@FOS) August 11, 2021
Paris Saint-Germain has added almost 4.5 million Instagram followers in the past 24 hours. pic.twitter.com/ca5MgceNN4
Almennur áhugi á félaginu hefur tekið stakkaskiptum þökk sé komu Messi og þetta sést vel á samfélagsmiðlum félagsins.
Það er sem dæmi mjög athyglisvert að skoða fjölgunina á notendum Instagram síðu Parísarfélagsins.
4. ágúst síðastliðinn voru 37,65 milljónir fylgjenda á Instagram síðu Paris Saint Germain en eftir síðasta sólarhring þá eru þeir orðni 43,24 milljónir. Þetta gerir fjölgun upp á 5,59 milljónir á einni viku.
Þar af fjölgaði þeim um 3,07 milljónir í gær og um 1,38 milljónir það sem af er í dag.
Hér fyrir ofan má sjá greiningu á þessari fjölgun undanfarna viku.