Hefur áhyggjur af stolnum byssum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 11. ágúst 2021 20:36 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki áhyggjur af vélbyssusöfnurum. Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, var brugðið þegar hann heyrði fréttir af gríðarlegri aukningu í innflutningi á sjálfvirkum skotvopnum til landsins. Hann telur þó ekki að landsmenn þurfi að hafa áhyggjur af mönnum sem vilja safna þessum vopnum en telur hins vegar virkilegt áhyggjuefni að þessi vopn geti komist í rangar hendur. „Á meðan þetta eru safnarar þá held ég að við getum verið róleg, það er held ég númer eitt tvö og þrjú,“ sagði Vilhjálmur í Reykjavík síðdegis í dag. Eins og Stöð 2 og Vísir greindu frá í vikunni eru nú 180 vélbyssur í einkaeigu á Íslandi og voru 252 slík vopn flutt inn til landsins í fyrra. Þá var sjö byssum stolið í fyrra en flestar byssur sem notaðar eru í glæpum á Íslandi eru þýfi. „Við þurfum að hafa virkilegar áhyggjur af því. Og því er eiginlega betra að fólk eigi fleiri byssur því að þá eru komnar strangar reglur um geymslu og öryggiskerfi, byssugeymslur og annað slíkt,“ sagði Vilhjálmur. Þegar menn eiga þrjú skotvopn taka strangari reglur um hvernig þeim ber að geyma þær, það er í læstum byssugeymslum. „Þau vopn sem er verið að stela eða eru óskráð held ég að séu frekar vopn sem eru að erfast á milli eða eru ekki svona geymd á tryggum og öruggum stöðum,“ sagði Vilhjálmur. Alþingismenn eiga ekki að bera ábyrgð á byssueigendum Spurður hvort ekki þurfi hreinlega að herða reglur um geymslu skotvopna, svo þeir sem eigi eina eða tvær byssur verði einnig að geyma þær í byssugeymslum, sagði Vilhjálmur: „Af hverju þurfum við alltaf lög og reglur til að láta fólk bera ábyrgð? Það vita allir að byssa er hættuleg. Þannig ef að þú átt byssu þá áttu bara að geyma hana á öruggan hátt. Þannig mér finnst það bara vera þannig að þetta eigi bara að liggja í augum uppi fyrir fólki. Að ég sem alþingismaður eigi ekki að þurfa að bera ábyrg á því. Heldur er það frekar að eigandinn á byssunni þurfi að átta sig á hversu hættulegt þetta er.“ Þurfum ekki að hafa áhyggjur af söfnurum? „Ég held að við eigum frekar að hafa áhyggjur af þeim sem að kunna ekki að hefta skap sitt.“ Lögreglan Skotveiði Skotvopn Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Sjá meira
„Á meðan þetta eru safnarar þá held ég að við getum verið róleg, það er held ég númer eitt tvö og þrjú,“ sagði Vilhjálmur í Reykjavík síðdegis í dag. Eins og Stöð 2 og Vísir greindu frá í vikunni eru nú 180 vélbyssur í einkaeigu á Íslandi og voru 252 slík vopn flutt inn til landsins í fyrra. Þá var sjö byssum stolið í fyrra en flestar byssur sem notaðar eru í glæpum á Íslandi eru þýfi. „Við þurfum að hafa virkilegar áhyggjur af því. Og því er eiginlega betra að fólk eigi fleiri byssur því að þá eru komnar strangar reglur um geymslu og öryggiskerfi, byssugeymslur og annað slíkt,“ sagði Vilhjálmur. Þegar menn eiga þrjú skotvopn taka strangari reglur um hvernig þeim ber að geyma þær, það er í læstum byssugeymslum. „Þau vopn sem er verið að stela eða eru óskráð held ég að séu frekar vopn sem eru að erfast á milli eða eru ekki svona geymd á tryggum og öruggum stöðum,“ sagði Vilhjálmur. Alþingismenn eiga ekki að bera ábyrgð á byssueigendum Spurður hvort ekki þurfi hreinlega að herða reglur um geymslu skotvopna, svo þeir sem eigi eina eða tvær byssur verði einnig að geyma þær í byssugeymslum, sagði Vilhjálmur: „Af hverju þurfum við alltaf lög og reglur til að láta fólk bera ábyrgð? Það vita allir að byssa er hættuleg. Þannig ef að þú átt byssu þá áttu bara að geyma hana á öruggan hátt. Þannig mér finnst það bara vera þannig að þetta eigi bara að liggja í augum uppi fyrir fólki. Að ég sem alþingismaður eigi ekki að þurfa að bera ábyrg á því. Heldur er það frekar að eigandinn á byssunni þurfi að átta sig á hversu hættulegt þetta er.“ Þurfum ekki að hafa áhyggjur af söfnurum? „Ég held að við eigum frekar að hafa áhyggjur af þeim sem að kunna ekki að hefta skap sitt.“
Lögreglan Skotveiði Skotvopn Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Sjá meira