Þrífast börn best á misjöfnu? Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 12. ágúst 2021 11:30 Málshættir endurspegla að mörgu leyti ákveðin viðhorf sem hafa verið ríkjandi og byggja jafnvel á reynslu og hugmyndum fyrri tíma. Á misjöfnu þrífast börnin best er málsháttur sem oft er vísað til. Það má til sanns vegar færa að aðstæður barna eru mismunandi og mikilvægt er að taka mið af ólíkum þörfum barna út frá aðstæðum þeirra, eiginleikum, bakgrunni og þroska þegar hugað er að því hvaða uppeldisskilyrði henta þeim best. Þessi málsháttur ætti kannski einmitt að minna okkur á að það búa ekki öll börn við sömu kjör, aðbúnað og atlæti. Allt of mörg börn búa ekki við það öryggi sem mörgum öðrum finnst vera svo sjálfsagt. Víða um heim hafa börn búið við stríðsástand alla sína ævi. Mörg börn eru á flótta með fjölskyldum sínum í leit að öruggu skjóli og fjöldi barna hefur horft upp á foreldra sína tekna af lífi, systkinum sínum nauðgað eða bekkjarfélaga sína sprengda í loft upp á leiðinni til eða frá skóla. Þá er ekki víst að börn fái grunnmenntun, eigi húsaskjól eða fái mat að borða næst þegar þau eru svöng. Við getum svo sannarlega verið þakklát fyrir margt hér á friðsæla Íslandi miðað við þær aðstæður sem allt of margir búa við. Samt sem áður eigum við enn langt í land með að tryggja að öll börn búi við örugg og viðunandi skilyrði. Samkvæmt samantekt Barnaverndarstofu fjölgaði tilkynningum til barnaverndarnefnda á fyrstu þremur mánuðum ársins 2021 um 17,5% miðað við sama tímabil árið á undan. Tilkynningar vegna kynferðisofbeldis eru 86,7% fleiri en á sama tímabili í fyrra og tilkynningar vegna heimilisofbeldis eru 43,1% fleiri. Í rúmlega 100 ár hafa Barnaheill – Save the Children staðið vörð um réttindi barna um allan heim. Áskoranirnar eru misjafnar og mörg þau réttindi sem þurfti að berjast fyrir eru sjálfsögð í dag. Þegar Barnaheill voru stofnuð í Bretlandi árið 1919 hafði ekki verið hugað sérstaklega að réttindum barna. Víða voru skýr fyrirmæli um hvernig ætti að hegna þeim ef þau hlýddu ekki og má þar t.d. nefna Tilskipunina um Húsagann frá árinu 1746 sem kvað á um að foreldrar máttu straffa börn með alvarlegum orðum ef þau hlýddu ekki fyrirmælum eða hegðuðu sér ósæmilega. Ef brot barnanna var alvarlegra mátti hýða þau með hendi eða vendi. Í norskum lögum frá árinu 1687 var börnum refsað með þrælkunarvinnu og arfmissi ef þau vönduðu ekki orð sín við foreldra sína og þau áttu dauðarefsingu á hættu ef þau réðust á foreldra sína. Ljóst er að ekki þótti sérstök ástæða til að vernda börn og ef til vill varð þessi málsháttur til þá. Flest verkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi snúa að forvörnum gegn hvers kyns ofbeldi. Má þar nefna stærstu innlendu verkefnin sem eru Vinátta – forvarnaverkefni gegn einelti, Verndarar barna – forvarnaverkefni gegn kynferðisofbeldi og Ábendingalínan þar sem hægt er að tilkynna til lögreglunnar um ólöglegt og óviðeigandi efni á netinu. Með forvörnum er stuðlað að því að koma í veg fyrir að börn verði fyrir þeirri hræðilegu reynslu að vera beitt ofbeldi. Það er gert meðal annars með öflugri fræðslu til þeirra sem vinna með börnum og ungmennum um einkenni ofbeldis og eineltis og höfða til ábyrgðar þeirra fullorðnu að skapa börnum þannig umhverfi að ofbeldi fái ekki að þrífast. Því miður er skaðinn stundum skeður og þá er mikilvægt að þeir fullorðnu fái fræðslu um hvernig best er að bregðast við, stöðva ofbeldið og styrkja þau börn sem fyrir ofbeldinu verða. Barnaheill hafa í gegnum tíðina verið öflugur málsvari barna og eru sífellt á verði þegar kemur að lagasetningu, reglugerðum og öðrum ákvörðunum sem teknar eru í málefnum barna. Samtökin hafa beitt sér fyrir ýmsum málefnum sem hafa tryggt betri stöðu barna og má þar nefna gjaldfrjálsan grunnskóla og tannlækningar barna. Réttur allra barna til lífs og þroska er tryggður í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem lögfestur var hér á landi árið 2013. Þó að á misjöfnu þrífist börnin best eru ákveðin grundvallaratriði sem öll börn eiga rétt á. Við sem samfélag berum öll ábyrgð á að tryggja að öll börn búi við viðunandi aðstæður. Barnaheill munu halda áfram að minna á það og standa vörð um réttindi allra barna. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheill – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Mest lesið Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Málshættir endurspegla að mörgu leyti ákveðin viðhorf sem hafa verið ríkjandi og byggja jafnvel á reynslu og hugmyndum fyrri tíma. Á misjöfnu þrífast börnin best er málsháttur sem oft er vísað til. Það má til sanns vegar færa að aðstæður barna eru mismunandi og mikilvægt er að taka mið af ólíkum þörfum barna út frá aðstæðum þeirra, eiginleikum, bakgrunni og þroska þegar hugað er að því hvaða uppeldisskilyrði henta þeim best. Þessi málsháttur ætti kannski einmitt að minna okkur á að það búa ekki öll börn við sömu kjör, aðbúnað og atlæti. Allt of mörg börn búa ekki við það öryggi sem mörgum öðrum finnst vera svo sjálfsagt. Víða um heim hafa börn búið við stríðsástand alla sína ævi. Mörg börn eru á flótta með fjölskyldum sínum í leit að öruggu skjóli og fjöldi barna hefur horft upp á foreldra sína tekna af lífi, systkinum sínum nauðgað eða bekkjarfélaga sína sprengda í loft upp á leiðinni til eða frá skóla. Þá er ekki víst að börn fái grunnmenntun, eigi húsaskjól eða fái mat að borða næst þegar þau eru svöng. Við getum svo sannarlega verið þakklát fyrir margt hér á friðsæla Íslandi miðað við þær aðstæður sem allt of margir búa við. Samt sem áður eigum við enn langt í land með að tryggja að öll börn búi við örugg og viðunandi skilyrði. Samkvæmt samantekt Barnaverndarstofu fjölgaði tilkynningum til barnaverndarnefnda á fyrstu þremur mánuðum ársins 2021 um 17,5% miðað við sama tímabil árið á undan. Tilkynningar vegna kynferðisofbeldis eru 86,7% fleiri en á sama tímabili í fyrra og tilkynningar vegna heimilisofbeldis eru 43,1% fleiri. Í rúmlega 100 ár hafa Barnaheill – Save the Children staðið vörð um réttindi barna um allan heim. Áskoranirnar eru misjafnar og mörg þau réttindi sem þurfti að berjast fyrir eru sjálfsögð í dag. Þegar Barnaheill voru stofnuð í Bretlandi árið 1919 hafði ekki verið hugað sérstaklega að réttindum barna. Víða voru skýr fyrirmæli um hvernig ætti að hegna þeim ef þau hlýddu ekki og má þar t.d. nefna Tilskipunina um Húsagann frá árinu 1746 sem kvað á um að foreldrar máttu straffa börn með alvarlegum orðum ef þau hlýddu ekki fyrirmælum eða hegðuðu sér ósæmilega. Ef brot barnanna var alvarlegra mátti hýða þau með hendi eða vendi. Í norskum lögum frá árinu 1687 var börnum refsað með þrælkunarvinnu og arfmissi ef þau vönduðu ekki orð sín við foreldra sína og þau áttu dauðarefsingu á hættu ef þau réðust á foreldra sína. Ljóst er að ekki þótti sérstök ástæða til að vernda börn og ef til vill varð þessi málsháttur til þá. Flest verkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi snúa að forvörnum gegn hvers kyns ofbeldi. Má þar nefna stærstu innlendu verkefnin sem eru Vinátta – forvarnaverkefni gegn einelti, Verndarar barna – forvarnaverkefni gegn kynferðisofbeldi og Ábendingalínan þar sem hægt er að tilkynna til lögreglunnar um ólöglegt og óviðeigandi efni á netinu. Með forvörnum er stuðlað að því að koma í veg fyrir að börn verði fyrir þeirri hræðilegu reynslu að vera beitt ofbeldi. Það er gert meðal annars með öflugri fræðslu til þeirra sem vinna með börnum og ungmennum um einkenni ofbeldis og eineltis og höfða til ábyrgðar þeirra fullorðnu að skapa börnum þannig umhverfi að ofbeldi fái ekki að þrífast. Því miður er skaðinn stundum skeður og þá er mikilvægt að þeir fullorðnu fái fræðslu um hvernig best er að bregðast við, stöðva ofbeldið og styrkja þau börn sem fyrir ofbeldinu verða. Barnaheill hafa í gegnum tíðina verið öflugur málsvari barna og eru sífellt á verði þegar kemur að lagasetningu, reglugerðum og öðrum ákvörðunum sem teknar eru í málefnum barna. Samtökin hafa beitt sér fyrir ýmsum málefnum sem hafa tryggt betri stöðu barna og má þar nefna gjaldfrjálsan grunnskóla og tannlækningar barna. Réttur allra barna til lífs og þroska er tryggður í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem lögfestur var hér á landi árið 2013. Þó að á misjöfnu þrífist börnin best eru ákveðin grundvallaratriði sem öll börn eiga rétt á. Við sem samfélag berum öll ábyrgð á að tryggja að öll börn búi við viðunandi aðstæður. Barnaheill munu halda áfram að minna á það og standa vörð um réttindi allra barna. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheill – Save the Children á Íslandi.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun