Ferðamálaráðherra segir að hætt verði að skoða öll bólusetningarvottorð komufarþega til landsins. Framvegis verði þau skoðuð eftir tilviljunarúrtaki til að losa um þann flöskuháls sem skapast hafi á Keflavíkurflugveli á undanförnum vikum vegna mikillar fjölgunar farþega.
Komum skemmtiferðaskipa hefur fjölgað mikið á Ísafirði í sumar frá fyrra sumri en nú þegar hafa rúmlega fimmtíu skip komið til bæjarins. Hafnarstjóri segir þetta kærkomna breytingu.
Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf á hádegi sem einnig eru sendar út beint á Vísi.