Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - KR 3-1 | Víkingar í átta liða úrslit eftir öruggan sigur í stórleiknum Andri Már Eggertsson skrifar 12. ágúst 2021 22:12 Víkingar fagna einu af þremur mörkum sínum gegn KR. Vísir/Hulda Margrét Ríkjandi bikarmeistarar Víkings eru komnir í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 3-1 sigur gegn KR í stórleik umferðarinnar. Síðasti leikurinn í 16-liða úrslitum Mjólkurbikar karla lauk í kvöld með stórleik Víkings og KR. Leikurinn fór rólega af stað og fengu liðin sitthvort marktækifærið á fyrstu tuttugu mínútum leiksins til að setja mark sitt á leikinn. Skömmu síðar fengu KR óbeina aukaspyrnu nánast á markteig eftir að Ingvar Jónsson tók upp sendingu Karl Friðleifs. Kjartan Henry átti skotið en Ingvar Jónsson gerði sig stóran og varði. Viktor Örlygur Andrason kom Víkingum yfir eftir tæplega þrjátíu og þriggja mínútna leik. Atli Barkarson átti þá fasta sendingu inn í teiginn þar sem Viktor Örlygur var mættur í teiginn og átti þar þéttings fast skot framhjá Beiti í marki KR. Nikolaj Hansen bætti við öðru marki Víkings skömmu síðar eftir að Erlingur Agnarsson átti góðan sprett upp hægri kantinn og renndi síðan boltanum á Nikolaj Hansen sem skoraði í autt markið. KR mætti með mikinn kraft inn í seinni hálfleikinn enda þurftu þeir að vinna upp tveggja marka forskot. Kristján Flóki fékk gott færi til að minnka muninn en skot hans var með veikari fæti og Erlingur Agnarsson gerði út um leikinn þegar hann skoraði fyrsta mark sitt á leiktíðinni og þriðja mark Víkings. Kennie tapaði boltanum á klaufalegan hátt sem endaði með að Kristall Máni renndi boltanum inn fyrir vörn KR þar sem Erlingur var mættur og kom boltanum framhjá Beiti. KR gerðu sárarbótamark undir blálokinn. Kristján Flóki Finnbogason skoraði eina mark KR og nær komust þeir ekki. Niðurstaðan 3-1 sigur Víkings. Af hverju vann Víkingur Síðustu tíu mínútur Víkinga í fyrri hálfleik voru frábærar. Þessi kafli skilaði þeim tveimur mörkum og voru þeir í kjörstöðu þegar haldið var til hálfleiks. Eftir klaufaleg mistök í öftustu línu KR gerði Erlingur Agnarsson út um leikinn í seinni hálfleik þar sem Víkingar komust þremur mörkum yfir. Hverjir stóðu upp úr? Erlingur Agnarsson átti sinn besta leik á tímabilinu í kvöld. Hann lagði upp annað mark Víkings ásamt því að skora þriðja markið. Þrátt fyrir að fá á sig mark undir lok leiks átti Ingvar Jónsson heillt yfir góðan leik í marki Víkings. Ingvar hefur verið út í kuldanum þar sem Þórður Ingason hefur staðið á milli stangana en Ingvar lét það ekki bitna á frammistöðu sinni í kvöld. Hvað gekk illa? Fyrstu tvö mörk Víkinga voru mjög sambærileg þar sem þeir hlupu upp kanntinn og komu með einfalda sendingu fyrir markið sem KR hefðu átt að gera talsvert betur í að verjast. Hvað gerist næst? Næsti leikur KR er í Kórnum gegn HK á mánudagskvöldið klukkan 19:15. Víkingur fer á Wurth völlinn og mæta þar Fylki á mánudagskvöldið klukkan 19:15. Það gleymist að Ingvar Jónsson á A-landsliðsleiki Arnar Gunnlaugsson þungt hugsi í leiknum.Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings var afar sáttur með að vera kominn áfram í 8-liða úrslitin eftir sigur á KR. „Ég er hrikalega ánægður með að vera kominn áfram í bikarnum. Við lögðum gruninn í fyrri hálfleik, síðan í seinni hálfleik snérist þetta um að stjórna leiknum, ég er ósáttur með að fá aðeins eitt mark frá okkur í seinni hálfleik því mér fannst við fá fullt af færum," sagði Arnar eftir leik. Lærisveinar Arnars gerðu tvö mörk á tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik sem að hans mati lagði gruninn að sigrinum. „Við sprengdum vel upp kantana og fundum glufur milli lína KR. Á tímabili hættum við að spila okkur leik en fórum síðan í það sem við erum góðir í að gera sem lagði gruninn að sigrinum." Erlingur Agnarsson gerði sitt fyrsta mark á leiktíðinni sem var afar kærkomið þar sem hann hefur verið allt í öllu í leik Víkings. „Erlingur hefur svakalega hæfileika, hann hleypur manna mest og gefur liðinu svo mikið bæði i staðsetningum og leikskilinning. Ég skil gagnrýnina en ég er fyrst og fremst afar ánægður fyrir hans hönd." Ingvar Jónsson hefur verið út í kuldanum en hefur fengið að spila bikarleikina og var Arnar ánægður með hans leik í kvöld. „Ingvar var mjög solid í markinu. Það má ekki gleyma því að hann á landsleiki. Ingvar nýtti alla sína reynslu í kvöld og er ég sáttur með hans framlag," sagði Arnar að lokum. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík KR
Ríkjandi bikarmeistarar Víkings eru komnir í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 3-1 sigur gegn KR í stórleik umferðarinnar. Síðasti leikurinn í 16-liða úrslitum Mjólkurbikar karla lauk í kvöld með stórleik Víkings og KR. Leikurinn fór rólega af stað og fengu liðin sitthvort marktækifærið á fyrstu tuttugu mínútum leiksins til að setja mark sitt á leikinn. Skömmu síðar fengu KR óbeina aukaspyrnu nánast á markteig eftir að Ingvar Jónsson tók upp sendingu Karl Friðleifs. Kjartan Henry átti skotið en Ingvar Jónsson gerði sig stóran og varði. Viktor Örlygur Andrason kom Víkingum yfir eftir tæplega þrjátíu og þriggja mínútna leik. Atli Barkarson átti þá fasta sendingu inn í teiginn þar sem Viktor Örlygur var mættur í teiginn og átti þar þéttings fast skot framhjá Beiti í marki KR. Nikolaj Hansen bætti við öðru marki Víkings skömmu síðar eftir að Erlingur Agnarsson átti góðan sprett upp hægri kantinn og renndi síðan boltanum á Nikolaj Hansen sem skoraði í autt markið. KR mætti með mikinn kraft inn í seinni hálfleikinn enda þurftu þeir að vinna upp tveggja marka forskot. Kristján Flóki fékk gott færi til að minnka muninn en skot hans var með veikari fæti og Erlingur Agnarsson gerði út um leikinn þegar hann skoraði fyrsta mark sitt á leiktíðinni og þriðja mark Víkings. Kennie tapaði boltanum á klaufalegan hátt sem endaði með að Kristall Máni renndi boltanum inn fyrir vörn KR þar sem Erlingur var mættur og kom boltanum framhjá Beiti. KR gerðu sárarbótamark undir blálokinn. Kristján Flóki Finnbogason skoraði eina mark KR og nær komust þeir ekki. Niðurstaðan 3-1 sigur Víkings. Af hverju vann Víkingur Síðustu tíu mínútur Víkinga í fyrri hálfleik voru frábærar. Þessi kafli skilaði þeim tveimur mörkum og voru þeir í kjörstöðu þegar haldið var til hálfleiks. Eftir klaufaleg mistök í öftustu línu KR gerði Erlingur Agnarsson út um leikinn í seinni hálfleik þar sem Víkingar komust þremur mörkum yfir. Hverjir stóðu upp úr? Erlingur Agnarsson átti sinn besta leik á tímabilinu í kvöld. Hann lagði upp annað mark Víkings ásamt því að skora þriðja markið. Þrátt fyrir að fá á sig mark undir lok leiks átti Ingvar Jónsson heillt yfir góðan leik í marki Víkings. Ingvar hefur verið út í kuldanum þar sem Þórður Ingason hefur staðið á milli stangana en Ingvar lét það ekki bitna á frammistöðu sinni í kvöld. Hvað gekk illa? Fyrstu tvö mörk Víkinga voru mjög sambærileg þar sem þeir hlupu upp kanntinn og komu með einfalda sendingu fyrir markið sem KR hefðu átt að gera talsvert betur í að verjast. Hvað gerist næst? Næsti leikur KR er í Kórnum gegn HK á mánudagskvöldið klukkan 19:15. Víkingur fer á Wurth völlinn og mæta þar Fylki á mánudagskvöldið klukkan 19:15. Það gleymist að Ingvar Jónsson á A-landsliðsleiki Arnar Gunnlaugsson þungt hugsi í leiknum.Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings var afar sáttur með að vera kominn áfram í 8-liða úrslitin eftir sigur á KR. „Ég er hrikalega ánægður með að vera kominn áfram í bikarnum. Við lögðum gruninn í fyrri hálfleik, síðan í seinni hálfleik snérist þetta um að stjórna leiknum, ég er ósáttur með að fá aðeins eitt mark frá okkur í seinni hálfleik því mér fannst við fá fullt af færum," sagði Arnar eftir leik. Lærisveinar Arnars gerðu tvö mörk á tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik sem að hans mati lagði gruninn að sigrinum. „Við sprengdum vel upp kantana og fundum glufur milli lína KR. Á tímabili hættum við að spila okkur leik en fórum síðan í það sem við erum góðir í að gera sem lagði gruninn að sigrinum." Erlingur Agnarsson gerði sitt fyrsta mark á leiktíðinni sem var afar kærkomið þar sem hann hefur verið allt í öllu í leik Víkings. „Erlingur hefur svakalega hæfileika, hann hleypur manna mest og gefur liðinu svo mikið bæði i staðsetningum og leikskilinning. Ég skil gagnrýnina en ég er fyrst og fremst afar ánægður fyrir hans hönd." Ingvar Jónsson hefur verið út í kuldanum en hefur fengið að spila bikarleikina og var Arnar ánægður með hans leik í kvöld. „Ingvar var mjög solid í markinu. Það má ekki gleyma því að hann á landsleiki. Ingvar nýtti alla sína reynslu í kvöld og er ég sáttur með hans framlag," sagði Arnar að lokum. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti