Að skjóta sendiboðann – svar við MAST Elvar Örn Friðriksson skrifar 12. ágúst 2021 13:01 Undanfarna daga hefur mikil umræða átt sér stað um það hroðalega myndefni sem kajakræðarinn og náttúruverndarsinninn Veiga Grétarsdóttir tók nýverið upp í íslenskum sjókvíum. Á myndunum má sjá mikið skaddaða hálf-hauslausa laxa, laxa þakta í sárum og augnalaus hrognkelsi. 5 dögum eftir að myndefnið birtist sendi Matvælastofnun (MAST) loks frá sér viðbrögð og birtust þau í frétt á Bæjarins bestu, bb.is á Ísafirði. MAST er sú stofnun sem sér um eftirlit með sjókvíaeldi. Í svari sínu minnist MAST ekkert á ástand fiskanna eða hvort að stofnuninni þyki í lagi að svona viðgangist í íslensku sjókvíaeldi. Einungis er hlaupið undir bagga með sjókvíaeldisfyrirtækjunum og Veiga sökuð um brot á sóttvarnarreglum. Í stað þess að rannsaka hvað hefur farið úrskeiðis og hvort allt sé með feldu í sjókvíunum, þá ákveður stofnunin að fara í fjölmiðla og gagnrýna konuna sem var svo hugrökk að þora að sýna Íslendingum það sem leynist undir yfirborðinu. Viðbrögð sjókvíaeldisfyrirtækjanna hafa verið að efast um að myndefnið væri úr þeirra kvíum; og til vara að það ástand laxanna sem sást á myndunum sé algjör undantekning og að Veiga sé að gerast brotleg með því að sýna hvað leynist í kvíunum þeirra. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa meira en 1.350.000 eldislaxar drepist í íslenskum sjókvíum á þessu ári. Rétta orðið um þann fjölda er ekki undantekning. Viðbrögð af þessu tagi kallast að skjóta sendiboðann. Væri ekki nær að líta í eigin barm, taka ábyrgð á gjörðum sínum og bera virðingu fyrir íslenskri náttúru, eldislaxi jafnt sem villtum íslenskum laxi? Myndirnar eru ótvíræður vitnisburður um að sjókvíaeldi á laxi er ótæk aðferð við dýrahald og matvælaframleiðslu. Stjórnvöldum ber skylda til að vinda ofan af þeirri starfsemi sem fyrst og beina öllu fiskeldi í lokuð kerfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Fiskeldi Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur mikil umræða átt sér stað um það hroðalega myndefni sem kajakræðarinn og náttúruverndarsinninn Veiga Grétarsdóttir tók nýverið upp í íslenskum sjókvíum. Á myndunum má sjá mikið skaddaða hálf-hauslausa laxa, laxa þakta í sárum og augnalaus hrognkelsi. 5 dögum eftir að myndefnið birtist sendi Matvælastofnun (MAST) loks frá sér viðbrögð og birtust þau í frétt á Bæjarins bestu, bb.is á Ísafirði. MAST er sú stofnun sem sér um eftirlit með sjókvíaeldi. Í svari sínu minnist MAST ekkert á ástand fiskanna eða hvort að stofnuninni þyki í lagi að svona viðgangist í íslensku sjókvíaeldi. Einungis er hlaupið undir bagga með sjókvíaeldisfyrirtækjunum og Veiga sökuð um brot á sóttvarnarreglum. Í stað þess að rannsaka hvað hefur farið úrskeiðis og hvort allt sé með feldu í sjókvíunum, þá ákveður stofnunin að fara í fjölmiðla og gagnrýna konuna sem var svo hugrökk að þora að sýna Íslendingum það sem leynist undir yfirborðinu. Viðbrögð sjókvíaeldisfyrirtækjanna hafa verið að efast um að myndefnið væri úr þeirra kvíum; og til vara að það ástand laxanna sem sást á myndunum sé algjör undantekning og að Veiga sé að gerast brotleg með því að sýna hvað leynist í kvíunum þeirra. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa meira en 1.350.000 eldislaxar drepist í íslenskum sjókvíum á þessu ári. Rétta orðið um þann fjölda er ekki undantekning. Viðbrögð af þessu tagi kallast að skjóta sendiboðann. Væri ekki nær að líta í eigin barm, taka ábyrgð á gjörðum sínum og bera virðingu fyrir íslenskri náttúru, eldislaxi jafnt sem villtum íslenskum laxi? Myndirnar eru ótvíræður vitnisburður um að sjókvíaeldi á laxi er ótæk aðferð við dýrahald og matvælaframleiðslu. Stjórnvöldum ber skylda til að vinda ofan af þeirri starfsemi sem fyrst og beina öllu fiskeldi í lokuð kerfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF).
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun