Bréf til minnar kynslóðar Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir skrifar 12. ágúst 2021 15:00 Við erum hluti af kynslóð sem hefur alist upp við krísur. Efnahagskrísu, heimsfaraldur og loftslagskrísu. Eðlilega erum við öll uppfull af ótta og örvæntingu, sum kvíða og önnur reiði. Á hverjum degi fáum við áminninguna um að ef við breytum ekki lifnaðarháttum okkar er óvíst hvort að börnin okkar geti átt nokkra framtíð. Að sjálfsögð viljum við berjast, en vitum ekki hvar skal byrja. Mér líður oft svona, en mæti þá fullorðnum í valdastöðu sem segja við mig: „Þín kynslóð mun breyta öllu.“ Eflaust vel meint, en engu að síður ömurlegt - því þegar það kemur loksins að minni kynslóð að stjórna landinu þá verður miklu erfiðara að sporna við krísunum. Við þurfum róttækar aðgerðir strax í dag, og það er undir okkur komið að berjast fyrir þeim. En hvernig gerum við það? Það eru margar leiðir til að hafa áhrif á samfélagið. Sem dæmi má nefna Loftslagsverkföllin sem hafa nú staðið yfir í rúmlega 2 ár þar sem fólk kemur saman á föstudögum og mótmælir aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Einnig má nefna árangur félaga, stúdentasamtaka og einstaklinga sem hafa bent á hvernig er hægt að lifa loftslagsvænu lífi. Það er allt gott og blessað, en núna eftir rúmlega mánuð eru kosningar, þar sem við getum haft áhrif á hver fer með stjórn landsins. Eftir að hafa tekið þátt í loftslagsbaráttu í 3 ár þá ákvað ég að taka þátt í kosningunum með því að vera í framboði fyrir Pírata, flokk sem hefur sterka loftslagsstefnu. Þótt að ég sé í Pírötum ætla ég í þessari grein að hvetja lesendur að ganga í hvaða flokk sem er, byrja að tala fyrir róttækum aðgerðum í loftslagsmál og þeim málum sem brenna á þér. Loftslagsmálin mega ekki vera samkeppni, því við þurfum á öllum að halda. Það sem mig dreymir um að sjá er að nokkuð mörg okkar myndu byrja að láta okkur um stjórnmál varða, því þá munum við sjá miklar breytingar hratt. Við göngum öll í flokka fyrir þessar kosningar, byrjum að pressa á þau innan frá og koma með hugmyndir um hvernig er hægt að bæta nærumhverfið okkar. Ísland er land þar sem samfélagsbreytingar geta nefnilega farið hratt af stað því við erum svo fá, nátengd og boðleiðirnar eru stuttar. Íslenska stjórnmálakerfið virkar þannig að hver sem er getur tekið þátt innan flokka ef þú segist hafa áhuga. Þér er tekið opnum örmum í hvaða flokki sem er og þú getur byrjað að hafa áhrif, t.d. innan stefnuhópa, kjördæmahópa og fleira. Flokkakerfið er ekki fullkomið, en það er það lýðræðiskerfi sem við höfum úr að moða. Flokkarnir eru heldur ekkert fullkomnir, en alvarleiki krísunnar er orðinn það mikill að það að við þurfum að vera praktísk og innleiða þær lausnir sem við eigum og vinna með sem flestum. Við þurfum að sameinast um mikilvægu málin í staðinn fyrir að sundrast vegna smáatriða. Sameinuð erum við sterk, á herðum samstöðu getum við lagt alla þá þyngd sem hvílir á okkur yfir örlögum heimsins. Í samstöðunni finnur þú félaga sem styðja þig þegar þú átt slæman dag og eru oft lífstíðarvinir. Mikilvægast er að missa ekki vonina, því við getum alveg snúið hlutunum við. Þess vegna hvet ég þig að ganga í flokk fyrir þessar Alþingiskosningar og láta í þér heyra. Höfundur er frambjóðandi Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við erum hluti af kynslóð sem hefur alist upp við krísur. Efnahagskrísu, heimsfaraldur og loftslagskrísu. Eðlilega erum við öll uppfull af ótta og örvæntingu, sum kvíða og önnur reiði. Á hverjum degi fáum við áminninguna um að ef við breytum ekki lifnaðarháttum okkar er óvíst hvort að börnin okkar geti átt nokkra framtíð. Að sjálfsögð viljum við berjast, en vitum ekki hvar skal byrja. Mér líður oft svona, en mæti þá fullorðnum í valdastöðu sem segja við mig: „Þín kynslóð mun breyta öllu.“ Eflaust vel meint, en engu að síður ömurlegt - því þegar það kemur loksins að minni kynslóð að stjórna landinu þá verður miklu erfiðara að sporna við krísunum. Við þurfum róttækar aðgerðir strax í dag, og það er undir okkur komið að berjast fyrir þeim. En hvernig gerum við það? Það eru margar leiðir til að hafa áhrif á samfélagið. Sem dæmi má nefna Loftslagsverkföllin sem hafa nú staðið yfir í rúmlega 2 ár þar sem fólk kemur saman á föstudögum og mótmælir aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Einnig má nefna árangur félaga, stúdentasamtaka og einstaklinga sem hafa bent á hvernig er hægt að lifa loftslagsvænu lífi. Það er allt gott og blessað, en núna eftir rúmlega mánuð eru kosningar, þar sem við getum haft áhrif á hver fer með stjórn landsins. Eftir að hafa tekið þátt í loftslagsbaráttu í 3 ár þá ákvað ég að taka þátt í kosningunum með því að vera í framboði fyrir Pírata, flokk sem hefur sterka loftslagsstefnu. Þótt að ég sé í Pírötum ætla ég í þessari grein að hvetja lesendur að ganga í hvaða flokk sem er, byrja að tala fyrir róttækum aðgerðum í loftslagsmál og þeim málum sem brenna á þér. Loftslagsmálin mega ekki vera samkeppni, því við þurfum á öllum að halda. Það sem mig dreymir um að sjá er að nokkuð mörg okkar myndu byrja að láta okkur um stjórnmál varða, því þá munum við sjá miklar breytingar hratt. Við göngum öll í flokka fyrir þessar kosningar, byrjum að pressa á þau innan frá og koma með hugmyndir um hvernig er hægt að bæta nærumhverfið okkar. Ísland er land þar sem samfélagsbreytingar geta nefnilega farið hratt af stað því við erum svo fá, nátengd og boðleiðirnar eru stuttar. Íslenska stjórnmálakerfið virkar þannig að hver sem er getur tekið þátt innan flokka ef þú segist hafa áhuga. Þér er tekið opnum örmum í hvaða flokki sem er og þú getur byrjað að hafa áhrif, t.d. innan stefnuhópa, kjördæmahópa og fleira. Flokkakerfið er ekki fullkomið, en það er það lýðræðiskerfi sem við höfum úr að moða. Flokkarnir eru heldur ekkert fullkomnir, en alvarleiki krísunnar er orðinn það mikill að það að við þurfum að vera praktísk og innleiða þær lausnir sem við eigum og vinna með sem flestum. Við þurfum að sameinast um mikilvægu málin í staðinn fyrir að sundrast vegna smáatriða. Sameinuð erum við sterk, á herðum samstöðu getum við lagt alla þá þyngd sem hvílir á okkur yfir örlögum heimsins. Í samstöðunni finnur þú félaga sem styðja þig þegar þú átt slæman dag og eru oft lífstíðarvinir. Mikilvægast er að missa ekki vonina, því við getum alveg snúið hlutunum við. Þess vegna hvet ég þig að ganga í flokk fyrir þessar Alþingiskosningar og láta í þér heyra. Höfundur er frambjóðandi Pírata
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar