Óskar Hrafn: Fengum færin til að komast yfir Smári Jökull Jónsson skrifar 12. ágúst 2021 21:13 Óskar Hrafn Þorvaldsson var stoltur af frammistöðu síns liðs í einvíginu gegn Aberdeen. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks var ánægður með frammistöðu sinna manna í einvíginu gegn Aberdeen í Sambandsdeild Evrópu þar sem Skotarnir fóru áfram eftir 5-3 sigur samanlagt. „Mér fannst frammistaðan mjög sterk. Mér fannst við vera öflugir langstærstan hluta leiksins, við vorum góðir fyrstu 35 mínútur fyrri hálfleiks en gáfum síðan aðeins eftir,“ sagði Óskar Hrafn þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann í síma eftir leikinn í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik komst Aberdeen í 1-0 strax í upphafi þess síðari. Blikarnir jöfnuðu tólf mínútum síðar og komu sér aftur inn í einvígið. „Mér fannst við svara markinu þeirra vel og í raun vera líklegri til að skora annað markið heldur en þeir. Þeir eru með leikmenn eins og Ryan Hedges og Funso Ojo sem kom inn í hálfleik og það voru í raun einstaklingsgæði hjá þeim sem kláruðu þetta,“ bætti Óskar við en Hedges skoraði bæði mörk Aberdeen í kvöld. Óskar sagði það ekki hafa komið sér á óvart að áðurnefndur Ojo hafi komið til leiks í hálfleiknum. „Við vissum auðvitað af honum, hann er besti maðurinn þeirra. Hann var góður á Laugardalsvelli og við vissum að hann gæti komið inn á á hverri stundu. Hann gaf þeim vítamínssprautu,“ en Ojo lagði upp fyrra mark Aberdeen fyrir Hedges. „Ég er gríðarlega stoltur af því hvernig við stóðum okkur í 180 mínútur í þessu einvígi. Við getum verið ánægðir með frammistöðuna, við hefðum auðvitað viljað skora í stöðunni 1-1 og fengum færin til þess.“ „Fyrst við náðum því ekki þá eru þeir með gæðin og skora. Ég held við getum verið ánægðir og stoltir af frammistöðunni í þessum tveimur leikjum,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, að lokum. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Fótbolti Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Fleiri fréttir Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira
„Mér fannst frammistaðan mjög sterk. Mér fannst við vera öflugir langstærstan hluta leiksins, við vorum góðir fyrstu 35 mínútur fyrri hálfleiks en gáfum síðan aðeins eftir,“ sagði Óskar Hrafn þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann í síma eftir leikinn í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik komst Aberdeen í 1-0 strax í upphafi þess síðari. Blikarnir jöfnuðu tólf mínútum síðar og komu sér aftur inn í einvígið. „Mér fannst við svara markinu þeirra vel og í raun vera líklegri til að skora annað markið heldur en þeir. Þeir eru með leikmenn eins og Ryan Hedges og Funso Ojo sem kom inn í hálfleik og það voru í raun einstaklingsgæði hjá þeim sem kláruðu þetta,“ bætti Óskar við en Hedges skoraði bæði mörk Aberdeen í kvöld. Óskar sagði það ekki hafa komið sér á óvart að áðurnefndur Ojo hafi komið til leiks í hálfleiknum. „Við vissum auðvitað af honum, hann er besti maðurinn þeirra. Hann var góður á Laugardalsvelli og við vissum að hann gæti komið inn á á hverri stundu. Hann gaf þeim vítamínssprautu,“ en Ojo lagði upp fyrra mark Aberdeen fyrir Hedges. „Ég er gríðarlega stoltur af því hvernig við stóðum okkur í 180 mínútur í þessu einvígi. Við getum verið ánægðir með frammistöðuna, við hefðum auðvitað viljað skora í stöðunni 1-1 og fengum færin til þess.“ „Fyrst við náðum því ekki þá eru þeir með gæðin og skora. Ég held við getum verið ánægðir og stoltir af frammistöðunni í þessum tveimur leikjum,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, að lokum.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Fótbolti Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Fleiri fréttir Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira