Jón Gnarr er kominn með Covid-19 Árni Sæberg skrifar 13. ágúst 2021 16:34 Jón Gnarr er smitaður af kórónuveirunni. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr er einn þeirra 130 sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Hann segist ekki vita hvar hann smitaðist en þó telur hann ekki ólíklegt að það hafi verið í Leifsstöð. Jón segir í samtali við fréttastofu að honum líði ekkert sérstaklega vel en þó séu eflaust margir veikari en hann. Hann greindist smitaður í gær ásamt konu sinni, Jógu Jóhannsdóttur. í gær greindist ég með kóvíd og er nú kominn í einangrun. ekki með hita en hálsbólgu og líður soldið einsog ég hafi gleypt gamalt og blautt handklæði sem legið hafi á gólfi einhvern tíma— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) August 13, 2021 Hann segist hafa verið í miklum samskiptum við smitrakningarteymið en að ekki hafi tekist að rekja smit þeirra hjóna. Hann vakti athygli á því á samfélagsmiðlinum Twitter á dögunum að mikil örtröð hafi verið í flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar hann kom heim að utan með fjölskyldu sinni. Hann segir að hann hafi fundið það á innsæinu að gæti smitast á flugvellinum og nú nokkrum dögum síðar er hann kominn með Covid-19. Jón segist þó ekki vera neinn sérfræðingur í smitrakningu og geti því ekkert fullyrt um það að hann hafi smitast í Leifsstöð. Fálmkennt rugl sem fólk er látið dúsa í Jón segist ekki sáttur með aðstæður í Leifsstöð og að það sé þveröfugt við allar reglur í samfélaginu. Sérstaklega séu fjarlægðarreglur þverbrotnar. Hann furðar sig á því að lítil virðing sé borin fyrir þeim fórnum sem fólk hefur fært í baráttunni við Covid-19. „Við höfum meira að segja vera að kveðja fólk í jarðarförum í gegn um netið, svo er okkur boðið upp á svona,“ segir hann. Þá fer í taugarnar á Jóni þegar yfirvöld og fyrirtæki reyna að koma ábyrgð yfir á einstaklinga. Hann segir að alþjóðaflugvellir séu almennt undanþegnir sóttvarnareglum en að honum finnist mikilvægt að rekstraraðilar þeirra sýni samfélagslega ábyrgð og haldi uppi almennum sóttvörnum. Jón segir að honum hafi fundist ekkert kerfi vera til staðar í Leifsstöð og að allri ábyrgð sé varpað yfir á einstaklinga. Hann segir aðstæðurnar vera fálmkennt rugl sem fólk er látið dúsa í. Bæði fullbólusett Jón segir að þau Jóga séu bæði fullbólusett en að honum líði ekki eins og bóluefnið hafi brugðist sér. Hann skilji að bóluefni hafi verið þróuð mjög hratt og að hann beri mikið traust til læknavísinda og vísinda almennt. Hann segir að lokum að honum hafi fundist Íslendingar takast vel á við heimsfaraldurinn og af æðruleysi. Hann segir að sér finnist þær sóttvarnaraðgerðir sem farið hefur verið í skynsamlegar þó hann sé ekki beint ánægður með þær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Jón segir í samtali við fréttastofu að honum líði ekkert sérstaklega vel en þó séu eflaust margir veikari en hann. Hann greindist smitaður í gær ásamt konu sinni, Jógu Jóhannsdóttur. í gær greindist ég með kóvíd og er nú kominn í einangrun. ekki með hita en hálsbólgu og líður soldið einsog ég hafi gleypt gamalt og blautt handklæði sem legið hafi á gólfi einhvern tíma— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) August 13, 2021 Hann segist hafa verið í miklum samskiptum við smitrakningarteymið en að ekki hafi tekist að rekja smit þeirra hjóna. Hann vakti athygli á því á samfélagsmiðlinum Twitter á dögunum að mikil örtröð hafi verið í flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar hann kom heim að utan með fjölskyldu sinni. Hann segir að hann hafi fundið það á innsæinu að gæti smitast á flugvellinum og nú nokkrum dögum síðar er hann kominn með Covid-19. Jón segist þó ekki vera neinn sérfræðingur í smitrakningu og geti því ekkert fullyrt um það að hann hafi smitast í Leifsstöð. Fálmkennt rugl sem fólk er látið dúsa í Jón segist ekki sáttur með aðstæður í Leifsstöð og að það sé þveröfugt við allar reglur í samfélaginu. Sérstaklega séu fjarlægðarreglur þverbrotnar. Hann furðar sig á því að lítil virðing sé borin fyrir þeim fórnum sem fólk hefur fært í baráttunni við Covid-19. „Við höfum meira að segja vera að kveðja fólk í jarðarförum í gegn um netið, svo er okkur boðið upp á svona,“ segir hann. Þá fer í taugarnar á Jóni þegar yfirvöld og fyrirtæki reyna að koma ábyrgð yfir á einstaklinga. Hann segir að alþjóðaflugvellir séu almennt undanþegnir sóttvarnareglum en að honum finnist mikilvægt að rekstraraðilar þeirra sýni samfélagslega ábyrgð og haldi uppi almennum sóttvörnum. Jón segir að honum hafi fundist ekkert kerfi vera til staðar í Leifsstöð og að allri ábyrgð sé varpað yfir á einstaklinga. Hann segir aðstæðurnar vera fálmkennt rugl sem fólk er látið dúsa í. Bæði fullbólusett Jón segir að þau Jóga séu bæði fullbólusett en að honum líði ekki eins og bóluefnið hafi brugðist sér. Hann skilji að bóluefni hafi verið þróuð mjög hratt og að hann beri mikið traust til læknavísinda og vísinda almennt. Hann segir að lokum að honum hafi fundist Íslendingar takast vel á við heimsfaraldurinn og af æðruleysi. Hann segir að sér finnist þær sóttvarnaraðgerðir sem farið hefur verið í skynsamlegar þó hann sé ekki beint ánægður með þær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira