Endurnýjun á flokksforystu Sjálfstæðisflokks sé ekki ávísun á fylgisaukningu Árni Sæberg og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 14. ágúst 2021 22:22 Eva H. Önnudóttir er prófessor í stjórnmálafræði. Stöð 2 Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði, telur vangaveltur Páls Magnússonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um hvort fullreynt sé að flokkurinn nái árangri með núverandi forystu, geta verið vísir að ákalli um að stokkað verði upp í flokksforystunni á næstu árum, en bendir á að endurnýjun á flokksforystu sé ekki ávísun á fylgisaukningu. Páll Magnússon sagði í forsíðuviðtali í Fréttablaðinu í dag meðal annars að sjálfstæðismenn hlytu að ræða hvort fullreynt væri að ná árangri með Bjarna Benediktsson í brúnni. Hann sagði þó að hann teldi ekki að forysta flokksins þyrfti að víkja. Þá kennir Páll afstöðuleysi forystu flokksins um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi mælst með um 25 prósent fylgi í langan tíma. Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði, telur ekki líklegt að orð Páls valdi því að skipt verði um formann fyrir komandi kosningar en að þau séu þó til marks um ákveðna óánægju innan flokksins. Sjálfstæðismenn sakni liðinnar tíðar Eva telur þá óánægju stafa af dræmu fylgi flokksins allt frá efnahagshruni en í þeim fernum alþingiskosningnum sem haldnar hafa verið frá hruni hefur Sjálfstæðisflokkurinn hlotið fylgi á bilinu 23,7 prósent til 29 prósent. „Sjálfstæðismenn sakna kannski þess tíma þegar flokkurinn var með 35 til 37 prósent,“ Eva segir að fylgistap Sjálfstæðisflokksins ekki endilega vera þeim sem voru í brúnni að kenna heldur hafi flokkurinn einfaldlega misst sína sterku stöðu og ekki fengið hana aftur. Því sé endurnýjun á flokksforystu ekki ávísun á fylgisaukningu. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Kallar eftir umræðu um Bjarna Ben Páll Magnússon, fráfarandi fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, segir að Sjálfstæðismenn hljóti að ræða það hvort fullreynt sé að ná árangri með núverandi formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni. 14. ágúst 2021 09:17 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Sjá meira
Páll Magnússon sagði í forsíðuviðtali í Fréttablaðinu í dag meðal annars að sjálfstæðismenn hlytu að ræða hvort fullreynt væri að ná árangri með Bjarna Benediktsson í brúnni. Hann sagði þó að hann teldi ekki að forysta flokksins þyrfti að víkja. Þá kennir Páll afstöðuleysi forystu flokksins um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi mælst með um 25 prósent fylgi í langan tíma. Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði, telur ekki líklegt að orð Páls valdi því að skipt verði um formann fyrir komandi kosningar en að þau séu þó til marks um ákveðna óánægju innan flokksins. Sjálfstæðismenn sakni liðinnar tíðar Eva telur þá óánægju stafa af dræmu fylgi flokksins allt frá efnahagshruni en í þeim fernum alþingiskosningnum sem haldnar hafa verið frá hruni hefur Sjálfstæðisflokkurinn hlotið fylgi á bilinu 23,7 prósent til 29 prósent. „Sjálfstæðismenn sakna kannski þess tíma þegar flokkurinn var með 35 til 37 prósent,“ Eva segir að fylgistap Sjálfstæðisflokksins ekki endilega vera þeim sem voru í brúnni að kenna heldur hafi flokkurinn einfaldlega misst sína sterku stöðu og ekki fengið hana aftur. Því sé endurnýjun á flokksforystu ekki ávísun á fylgisaukningu.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Kallar eftir umræðu um Bjarna Ben Páll Magnússon, fráfarandi fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, segir að Sjálfstæðismenn hljóti að ræða það hvort fullreynt sé að ná árangri með núverandi formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni. 14. ágúst 2021 09:17 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Sjá meira
Kallar eftir umræðu um Bjarna Ben Páll Magnússon, fráfarandi fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, segir að Sjálfstæðismenn hljóti að ræða það hvort fullreynt sé að ná árangri með núverandi formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni. 14. ágúst 2021 09:17
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu