Framkvæmdastjóri Landverndar segir rök Sigmundar Davíðs óþolandi Birgir Olgeirsson skrifar 15. ágúst 2021 14:52 Eitt þeirra álvera sem starfrækt er á Íslandi. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Landverndar segir rök virkjanasinna hér á Íslandi, um að aukin álframleiðsla hér á landi minnki losun, algjörlega óþolandi. Þetta sagði framkvæmdastjórinn eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafði haldið þessu fram á landsfundi Miðflokksins. Þau mættust í Sprengisandi ásamt umhverfisráðherra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hélt því fram á Landsfundi flokksins að umhverfinu væri meiri greiði gerður með nýju álveri en loftslagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Sagði hann að með því að opna nýtt álver á Íslandi minnkaði þörfin á nýju álveri í Kína sem notaðist við kol. Framkvæmdastjóri Landverndar sagði þessi rök ekki ganga upp. „Með því að framleiða ál á Íslandi, erum við að auka framleiðsluna. Þá lækkum við heimsmarkaðsverðið. Við erum að draga úr líkunum á því að ál sé endurunnið því framleiðsla á nýju áli verður svo ódýr. Þá eru miklu minni líkur á að ál sé endurunnið. Ál er frábær málmur inn í hringrásarhagkerfið en við erum ekki að nýta það sem skyldi því það er svo ódýrt að framleiða nýtt ál. Þannig að þetta dæmi með álverin er gjörsamlega óþolandi,“ sagði Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Sigmundur hefur þó bætt því jafnan við að hann sé ekki að leggja til að álverum verði fjölgað og framleiðslan aukin, heldur nefnir hann þetta sem dæmi til að sýna fram á mikilvægi þess að Íslendingar nýti endurnýjanlega orku sína vel. Í Sprengisandi taldi Sigmundur Davíð orð framkvæmdastjóra Landverndar vera sérkennilega hagfræðikenningu. „Það er þörf fyrir ál í heiminum. Það er umhverfisvænt. Það er léttur málmur sem hjálpar til við að gera heiminn umhverfisvænni á ýmsan hátt. Ef við lokuðum álverum á Íslandi þá myndi ekki draga úr eftirspurn af því Íslendingar hættu að framleiða ál. Það myndi bara auka svigrúmið til að fjölga álverum í Kína. Það er ákveðin eftirspurn, hún er til staðar og mun bara aukast. Eftirspurn eftir orku hefur aukist áratugum saman, um tvö prósent á ári sirka, og mun gera það áfram. Allir þessir nýju endurnýjanlegu orkugjafar, það hvergi nærri dugar til að halda bara í við aukninguna. Ábyrgð Íslendinga að nýta sýna endurnýjanlegu orku er mikil,“ sagði Sigmundur Davíð í Sprengisandi. Umhverfisráðherra gat ekki fallist á að loftslagsstefna ríkisstjórnarinnar sé afturhaldssöm. Það er staðreynd í hvað stefnir og verkefnið er að snúa því við. Í því verkefni felast tækifæri til að umbylta heiminum okkar með þeim hætti að hann verði grænni og betri. Þannig búum við til framleiðni. Þannig búum við til störf. En við verðum að huga að því að þetta bitni ekki á þeim sem hafa minna á milli handanna. Það verða að vera sanngjörn umskipti og það er risastórt verkefni til að takast á við með mótvægisaðgerðum,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Hér má heyra umræðuna í Sprengisandi. Umhverfismál Stóriðja Miðflokkurinn Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hélt því fram á Landsfundi flokksins að umhverfinu væri meiri greiði gerður með nýju álveri en loftslagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Sagði hann að með því að opna nýtt álver á Íslandi minnkaði þörfin á nýju álveri í Kína sem notaðist við kol. Framkvæmdastjóri Landverndar sagði þessi rök ekki ganga upp. „Með því að framleiða ál á Íslandi, erum við að auka framleiðsluna. Þá lækkum við heimsmarkaðsverðið. Við erum að draga úr líkunum á því að ál sé endurunnið því framleiðsla á nýju áli verður svo ódýr. Þá eru miklu minni líkur á að ál sé endurunnið. Ál er frábær málmur inn í hringrásarhagkerfið en við erum ekki að nýta það sem skyldi því það er svo ódýrt að framleiða nýtt ál. Þannig að þetta dæmi með álverin er gjörsamlega óþolandi,“ sagði Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Sigmundur hefur þó bætt því jafnan við að hann sé ekki að leggja til að álverum verði fjölgað og framleiðslan aukin, heldur nefnir hann þetta sem dæmi til að sýna fram á mikilvægi þess að Íslendingar nýti endurnýjanlega orku sína vel. Í Sprengisandi taldi Sigmundur Davíð orð framkvæmdastjóra Landverndar vera sérkennilega hagfræðikenningu. „Það er þörf fyrir ál í heiminum. Það er umhverfisvænt. Það er léttur málmur sem hjálpar til við að gera heiminn umhverfisvænni á ýmsan hátt. Ef við lokuðum álverum á Íslandi þá myndi ekki draga úr eftirspurn af því Íslendingar hættu að framleiða ál. Það myndi bara auka svigrúmið til að fjölga álverum í Kína. Það er ákveðin eftirspurn, hún er til staðar og mun bara aukast. Eftirspurn eftir orku hefur aukist áratugum saman, um tvö prósent á ári sirka, og mun gera það áfram. Allir þessir nýju endurnýjanlegu orkugjafar, það hvergi nærri dugar til að halda bara í við aukninguna. Ábyrgð Íslendinga að nýta sýna endurnýjanlegu orku er mikil,“ sagði Sigmundur Davíð í Sprengisandi. Umhverfisráðherra gat ekki fallist á að loftslagsstefna ríkisstjórnarinnar sé afturhaldssöm. Það er staðreynd í hvað stefnir og verkefnið er að snúa því við. Í því verkefni felast tækifæri til að umbylta heiminum okkar með þeim hætti að hann verði grænni og betri. Þannig búum við til framleiðni. Þannig búum við til störf. En við verðum að huga að því að þetta bitni ekki á þeim sem hafa minna á milli handanna. Það verða að vera sanngjörn umskipti og það er risastórt verkefni til að takast á við með mótvægisaðgerðum,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Hér má heyra umræðuna í Sprengisandi.
Umhverfismál Stóriðja Miðflokkurinn Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira