Í frétt VG er greint frá því lögregla segi ekki að fullu ljóst hvað hafi dregið fólkið til dauða.
Toni Gjerde, talsmaður yfirvalda í Sykkylven, staðfestir að tvö naut hafi verið á beitilandinu þar sem fólkið fannst. Sömuleiðis staðfestir hann að lögreglu gruni að nautin hafi komið við sögu þegar kemur að dauða fólksins.
Fólkið sem fannst látið tengdist fjölskylduböndum, en enn hefur ekki verið greint frá aldur og kyni hinna látnu.