Viðskipti erlent

Wizz Air bætir við fjórtán flugleiðum til Íslands

Heimir Már Pétursson skrifar
Mikill fjöldi erlendra ferðamanna kemur til landsins á degi hverjum. Þá hafa Íslendingar margir hverjir verið á faraldsfæti undanfarnar vikur og mánuði.
Mikill fjöldi erlendra ferðamanna kemur til landsins á degi hverjum. Þá hafa Íslendingar margir hverjir verið á faraldsfæti undanfarnar vikur og mánuði. Vísir/Vilhelm

Ungverska flugfélagið Wizz Air hefur að undanförnu bætt við sig fjórtán flugleiðum til Íslands og gerir ráð fyrir fleiri ferðum hingað en áður, samkvæmt frétt Túrista.is.

Þannig verði til dæmis flogið frá fimm pólskum og þremur ítölskum borgum. Auk þess væri á dagskrá Wizz Air að fljúga hingað til lands frá Vínarborg, Dormunt, Búdapest, Lundúnum og Riga. 

Í lok liðinnar viku hafi Vilnius, höfuðborg Litháen, bæst í leiðarkerfið á ný frá því fyrir heimsfaraldurinn. Útlit væri fyrir að Wizz Air verði áfram næst umsvifamesta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli. 

Bilið milli þess félags og easyJet breikki því síðarnefnda félagið hafi skorið sitt flug til Keflavíkurflugvallar niður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×