Heilbrigt kerfi? Oddný G. Harðardóttir skrifar 17. ágúst 2021 08:30 Ráðherrar ríkisstjórnarinnar segja að aldrei hafi verið settir eins miklir peningar í heilbrigðiskerfið og nú. Og skilja ekkert í fólki að vera að kvarta undan skorti á þjónustu og löngum biðtíma. En þjónustan er ekki alls staðar góð og fólkið sem þarf á henni að halda finnur fyrir því sjálft á eigin skinni, sama hvað ráðherrarnir segja. Heilbrigðisstarfsfólk segir að margir í þeirra röðum séu að bugast undan álagi en fjármálaráðherrann segir þeim bara að hlaupa hraðar. Ráðherrann veit ekkert vitlausara en að fjölga opinberu starfsfólki, þar með heilbrigðisstarfsfólki. Skilningsleysi á starfsaðstöðu heilbrigðisstarfsfólks og þörfum sjúklinga ásamt misræmi á milli landssvæða, er algjört. Langir biðlistar Vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins hafa biðlistar eftir nauðsynlegum aðgerðum lengst en biðlistar voru langir fyrir. Biðtími eftir geðheilbrigðisþjónustu hefur einnig lengst bæði hjá börnum og fullorðnum. Flestir bíða eftir skurðaðgerðum vegna liðskipta á mjöðmum og hnjám en einnig eru biðlistar langir eftir aðgerðum á augasteini og brennsluaðgerð á hjarta. Lífsgæði fólksins sem bíður eftir aðgerðum daprast á biðtímanum og álag á það og aðstandendur þeirra getur skapað mikla erfiðleika, bæði líkamlega og andlega. Tæplega fjögur þúsund einstaklingar bíða nú eftir þessum skurðaðgerðum og flestir hafa beðið lengi. Rúmlega eitt þúsund einstaklingar bíða eftir geðheilbrigðisþjónustu hjá LSH og vel á annað hundrað börn bíða eftir þjónustu á BUGL. Allir hljóta að sjá að við þetta ástand verður ekki unað. Landsbyggðirnar eru einnig í vanda. Brýnt er að bregðast við vanda heilbrigðisstofnanna á vaxtasvæðum. Fjármagn til heilbrigðisstofnanna hefur ekki fylgt í kjölfar fjölgunar. Þar skera Suðurnesin og Árborg og nágrenni sig úr. Það hefur orðið til þess að íbúar þessara svæða hafa liðið fyrir ástandið. Að bæta úr þessari stöðu þolir enga bið. Sveltistefna Það er grátlegt að einu svör núverandi ráðherra við þessu alvarlega ástandi sé að aldrei hafi verið sett jafn mikið fé til heilbrigðisþjónustunnar og nú. Við blasir að nær öll viðbótin hefur farið í byggingu nýs Landspítala og aðrar fjárfestingar, launauppbætur og verðlagsbætur. Og heilbrigðisþjónustan sjálf er svelt með fjárskorti og manneklu. Sumir flokkar segja að lausnin sé einkarekstur. Það megi setja aukna fjármuni til heilbrigðiskerfisins úr ríkissjóði ef þeir fara í einkarekstur. Einkarekstur getur ekki komið í staðinn fyrir trausta opinbera heilbrigðisþjónustu sem er öllum aðgengileg. Aldrei má minnsti vafi leika á því hvort hagsmunir sjúklinga eða rekstraraðila heilbrigðisþjónustu vegi þyngra. Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Heilbrigðismál Landspítalinn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar segja að aldrei hafi verið settir eins miklir peningar í heilbrigðiskerfið og nú. Og skilja ekkert í fólki að vera að kvarta undan skorti á þjónustu og löngum biðtíma. En þjónustan er ekki alls staðar góð og fólkið sem þarf á henni að halda finnur fyrir því sjálft á eigin skinni, sama hvað ráðherrarnir segja. Heilbrigðisstarfsfólk segir að margir í þeirra röðum séu að bugast undan álagi en fjármálaráðherrann segir þeim bara að hlaupa hraðar. Ráðherrann veit ekkert vitlausara en að fjölga opinberu starfsfólki, þar með heilbrigðisstarfsfólki. Skilningsleysi á starfsaðstöðu heilbrigðisstarfsfólks og þörfum sjúklinga ásamt misræmi á milli landssvæða, er algjört. Langir biðlistar Vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins hafa biðlistar eftir nauðsynlegum aðgerðum lengst en biðlistar voru langir fyrir. Biðtími eftir geðheilbrigðisþjónustu hefur einnig lengst bæði hjá börnum og fullorðnum. Flestir bíða eftir skurðaðgerðum vegna liðskipta á mjöðmum og hnjám en einnig eru biðlistar langir eftir aðgerðum á augasteini og brennsluaðgerð á hjarta. Lífsgæði fólksins sem bíður eftir aðgerðum daprast á biðtímanum og álag á það og aðstandendur þeirra getur skapað mikla erfiðleika, bæði líkamlega og andlega. Tæplega fjögur þúsund einstaklingar bíða nú eftir þessum skurðaðgerðum og flestir hafa beðið lengi. Rúmlega eitt þúsund einstaklingar bíða eftir geðheilbrigðisþjónustu hjá LSH og vel á annað hundrað börn bíða eftir þjónustu á BUGL. Allir hljóta að sjá að við þetta ástand verður ekki unað. Landsbyggðirnar eru einnig í vanda. Brýnt er að bregðast við vanda heilbrigðisstofnanna á vaxtasvæðum. Fjármagn til heilbrigðisstofnanna hefur ekki fylgt í kjölfar fjölgunar. Þar skera Suðurnesin og Árborg og nágrenni sig úr. Það hefur orðið til þess að íbúar þessara svæða hafa liðið fyrir ástandið. Að bæta úr þessari stöðu þolir enga bið. Sveltistefna Það er grátlegt að einu svör núverandi ráðherra við þessu alvarlega ástandi sé að aldrei hafi verið sett jafn mikið fé til heilbrigðisþjónustunnar og nú. Við blasir að nær öll viðbótin hefur farið í byggingu nýs Landspítala og aðrar fjárfestingar, launauppbætur og verðlagsbætur. Og heilbrigðisþjónustan sjálf er svelt með fjárskorti og manneklu. Sumir flokkar segja að lausnin sé einkarekstur. Það megi setja aukna fjármuni til heilbrigðiskerfisins úr ríkissjóði ef þeir fara í einkarekstur. Einkarekstur getur ekki komið í staðinn fyrir trausta opinbera heilbrigðisþjónustu sem er öllum aðgengileg. Aldrei má minnsti vafi leika á því hvort hagsmunir sjúklinga eða rekstraraðila heilbrigðisþjónustu vegi þyngra. Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun