Ráðherra réttlætir skaðlega þróun Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 18. ágúst 2021 14:01 Það er dapurlegt að horfa upp á Vinstri græn og Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra réttlæta þróun sem veldur því að rúmanýting á Landspítala er langt umfram það sem almennt er talið ásættanlegt á bráðasjúkrahúsum. Í grein sem ég birti hér á Vísi.is á mánudag bendi ég á að fækkun legurýma er „ekki séríslensk þróun og skýrist m.a. af framförum í læknavísindum þar sem meðferðarúrræði færast af legudeildum yfir á dagdeildir“. Þetta er mikilvægt en breytir því ekki að jafnvel fyrir heimsfaraldur var nýtingarhlutfall legurýma hjá Landspítala gjarnan um og yfir 100%. Theódór Skúli Sigurðsson, formaður Félags sjúkrahúslækna, bendir á að þetta hafi verið staðan á Landspítalanum í meira en áratug, óháð göngudeildarþjónustu og aukinni tækni. „OECD-viðmiðin tala um að eðlileg nýting á bráðasjúkrahúsi ætti að vera 85% en allt yfir 90% sé á hættustigi. 100% nýting er skaðleg, slítur út starfsfólki, dregur úr eðlilegum afköstum og kemur í veg eðlilegt svigrúmi spítalans að takast á við faraldra líkt og við erum að upplifa nú,“ skrifar hann. Þetta vita heilbrigðisráðherra, flokksfélagar hennar og samherjar í ríkisstjórn sem hafa brugðist seint og illa við gagnrýni og neyðarhrópum innan úr heilbrigðiskerfinu en skammast í starfsfólki fyrir að „tala spítalann niður“. „Það er ekki rétt sem haldið hefur verið fram að hjúkrunarrýmum hafi fækkað undanfarin ár. Þvert á móti hefur þeim fjölgað um samtals 140,“ skrifar ráðherra – en hver hefur haldið því fram að hjúkrunarrýmum hafi fækkað? Það sem skiptir máli er að fjölgun hjúkrunarrýma og uppbygging öldrunarþjónustu hefur ekki haldið í við mannfjöldaþróun og breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar. Um það getur fjöldi fólks sem þarf að bíða vikum saman á Landspítala eftir plássi á hjúkrunarheimili vitnað. Sjúklingar og starfsfólk eiga skilið að fjallað sé um þessi mál út frá staðreyndum og að það taki við ríkisstjórn í haust sem setur eflingu heilbrigðiskerfisins í forgang. Höfundur er þingframbjóðandi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Heilbrigðismál Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Það er dapurlegt að horfa upp á Vinstri græn og Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra réttlæta þróun sem veldur því að rúmanýting á Landspítala er langt umfram það sem almennt er talið ásættanlegt á bráðasjúkrahúsum. Í grein sem ég birti hér á Vísi.is á mánudag bendi ég á að fækkun legurýma er „ekki séríslensk þróun og skýrist m.a. af framförum í læknavísindum þar sem meðferðarúrræði færast af legudeildum yfir á dagdeildir“. Þetta er mikilvægt en breytir því ekki að jafnvel fyrir heimsfaraldur var nýtingarhlutfall legurýma hjá Landspítala gjarnan um og yfir 100%. Theódór Skúli Sigurðsson, formaður Félags sjúkrahúslækna, bendir á að þetta hafi verið staðan á Landspítalanum í meira en áratug, óháð göngudeildarþjónustu og aukinni tækni. „OECD-viðmiðin tala um að eðlileg nýting á bráðasjúkrahúsi ætti að vera 85% en allt yfir 90% sé á hættustigi. 100% nýting er skaðleg, slítur út starfsfólki, dregur úr eðlilegum afköstum og kemur í veg eðlilegt svigrúmi spítalans að takast á við faraldra líkt og við erum að upplifa nú,“ skrifar hann. Þetta vita heilbrigðisráðherra, flokksfélagar hennar og samherjar í ríkisstjórn sem hafa brugðist seint og illa við gagnrýni og neyðarhrópum innan úr heilbrigðiskerfinu en skammast í starfsfólki fyrir að „tala spítalann niður“. „Það er ekki rétt sem haldið hefur verið fram að hjúkrunarrýmum hafi fækkað undanfarin ár. Þvert á móti hefur þeim fjölgað um samtals 140,“ skrifar ráðherra – en hver hefur haldið því fram að hjúkrunarrýmum hafi fækkað? Það sem skiptir máli er að fjölgun hjúkrunarrýma og uppbygging öldrunarþjónustu hefur ekki haldið í við mannfjöldaþróun og breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar. Um það getur fjöldi fólks sem þarf að bíða vikum saman á Landspítala eftir plássi á hjúkrunarheimili vitnað. Sjúklingar og starfsfólk eiga skilið að fjallað sé um þessi mál út frá staðreyndum og að það taki við ríkisstjórn í haust sem setur eflingu heilbrigðiskerfisins í forgang. Höfundur er þingframbjóðandi Samfylkingarinnar.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun