Ødegaard búinn að semja við Arsenal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2021 16:31 Arsenal er í þann mund að ganga frá kaupum á Norðmanninum. Twitter/@arsenal Enska knattspyrnufélagið Arsenal er við það að festa kaup á norska sóknartengiliðnum Martin Ødegaard. Skrifar hann undir fimm ára samning við félagið. Sá norski mun kosta Arsenal tæplega 40 milljónir evra. Samkvæmt blaðamanninum Fabrizio Romano er hinn 22 ára gamli Ødegaard búinn að semja við Arsenal um kaup og kjör. Þá hafa félögin náð saman og því ætti hann að verða tilkynntur sem leikmaður Arsenal innan tíðar. Norðmaðurinn getur ekki beðið eftir að komast aftur til Lundúna þar sem hann var á láni á síðustu leiktíð. Paperworks completed between Arsenal and Real Madrid. The agreement for Martin Ødegaard on a permanent move has been signed, contract until June 2026. #AFCØdegaard can be considered a new Arsenal player. Here-we-gø confirmed. https://t.co/vnACQrecSp— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 18, 2021 Eftir að hafa slegið í gegn í heimalandinu, þá aðeins 15 ára gamall, ákvað Ødegaard að taka gylliboði Real Madrid í janúar 2015. Þar hefur lítið gengið upp og leikmaðurinn verið lánaður til Hollands tvívegis, Real Sociedad á Spáni og loks Arsenal á síðustu leiktíð. Þar spilaði hann 20 leiki, skoraði tvö mörk og lagði upp tvö. Eins og hefur verið vel fjallað um er fjárhagsstaða Real Madrid ekki góð og félagið tilbúið að selja leikmenn sem það reiknar ekki með að verði í lykilhlutverki í vetur. Norðmaðurinn er einn af þeim. Nú virðist nær öruggt að hann verði fjórði leikmaðurinn sem Mikel Arteta fær til Arsenal í vetur. Hvort Arteta fjárfesti í fleiri leikmönnum verður að koma í ljós. Eftir tap gegn nýliðum Brentford í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar þá bíður lærisveina Arteta ærið verkefni á sunnudag er liðið mætir Evrópumeisturum Chelsea. Mögulega mæta bæði lið með gamla nýja leikmenn til leiks, Ødegaard hjá Arsenal og Romelu Lukaku hjá Chelsea. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Sjá meira
Samkvæmt blaðamanninum Fabrizio Romano er hinn 22 ára gamli Ødegaard búinn að semja við Arsenal um kaup og kjör. Þá hafa félögin náð saman og því ætti hann að verða tilkynntur sem leikmaður Arsenal innan tíðar. Norðmaðurinn getur ekki beðið eftir að komast aftur til Lundúna þar sem hann var á láni á síðustu leiktíð. Paperworks completed between Arsenal and Real Madrid. The agreement for Martin Ødegaard on a permanent move has been signed, contract until June 2026. #AFCØdegaard can be considered a new Arsenal player. Here-we-gø confirmed. https://t.co/vnACQrecSp— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 18, 2021 Eftir að hafa slegið í gegn í heimalandinu, þá aðeins 15 ára gamall, ákvað Ødegaard að taka gylliboði Real Madrid í janúar 2015. Þar hefur lítið gengið upp og leikmaðurinn verið lánaður til Hollands tvívegis, Real Sociedad á Spáni og loks Arsenal á síðustu leiktíð. Þar spilaði hann 20 leiki, skoraði tvö mörk og lagði upp tvö. Eins og hefur verið vel fjallað um er fjárhagsstaða Real Madrid ekki góð og félagið tilbúið að selja leikmenn sem það reiknar ekki með að verði í lykilhlutverki í vetur. Norðmaðurinn er einn af þeim. Nú virðist nær öruggt að hann verði fjórði leikmaðurinn sem Mikel Arteta fær til Arsenal í vetur. Hvort Arteta fjárfesti í fleiri leikmönnum verður að koma í ljós. Eftir tap gegn nýliðum Brentford í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar þá bíður lærisveina Arteta ærið verkefni á sunnudag er liðið mætir Evrópumeisturum Chelsea. Mögulega mæta bæði lið með gamla nýja leikmenn til leiks, Ødegaard hjá Arsenal og Romelu Lukaku hjá Chelsea.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Sjá meira