Í tilkynningu frá Brim segir að kaupandi Höfrungs III sé Andeg Fishing Collective í Murmansk og sé söluverðið fimm milljónir Bandaríkjadala, um 641 milljón króna.
Höfrungur var smíðaður í Noregi árið 1988 og er 56 metra langur og 1.521 brúttótonn.
Ennfremur segir að félagið hafi svo keypt skipið Iivid af Arctic Prime Fisheries ApS fyrir 58 milljónir danskra króna, um 1.169 milljónir króna.
„Iivid var smíðaður í Noregi árið 1999 og er 67 metra langur og 1.969 brúttótonn. Áætlað er að Iivid muni koma í flota félagsins í lok ágústmánaðar og mun fá nafnið Svanur RE 45. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brim hf. er einnig í stjórn Arctic Prime Fisheries ApS,“ segir í tilkynningunni.