Nær lagi að Sjálfstæðisflokkurinn sameinist VG Snorri Másson skrifar 19. ágúst 2021 22:15 Sigmar Guðmundsson er í öðru sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Viðreisn Sigmar Guðmundsson, fjölmiðlamaður og frambjóðandi Viðreisnar, telur að nær lagi sé að spyrja Bjarna Benediktsson hvort Sjálfstæðisflokkurinn vilji sameinast Vinstri grænum frekar en Viðreisn. Hugmyndin um sameiningu Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar var rædd í þætti Páls Magnússonar þingmanns á Hringbraut í gær, þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar tókst á við Bjarna Benediktsson. Í því samtali kvaðst Þorgerður ekki útiloka sameiningu við sinn gamla flokk – það er að segja, ef hann gjörbreyttist. Sigmar segir þetta einfaldlega stórfurðulega hugmynd í uppfærslu á Facebook og að því sé eðlilegt að báðir formennirnir hafi tekið henni fálega. „Páll hefði miklu frekar átt að spyrja Bjarna,“ skrifar Sigmar, „hvort til greina kæmi að Sjálfstæðisflokkurinn myndi sameinast VG, því í seinni tíð sér maður ekki mun á þessum flokkum, til að mynda í heilbrigðismálum. Og þegar Bjarni fullyrðir að það versta sem geti gerst eftir kosningar sé að mynduð verði vinstri stjórn, þá mætti hann hafa í huga að af öllum þeim flokkum sem hann gat starfað með eftir síðustu kosningar, valdi hann þann sem þá var lengst til vinstri.“ Evrópusambandið bara dægurmál? Sigmar lýsir því sem hann telur vera djúpa málefnagjá á milli Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks. Þar nefnir hann sjávarútveg, landbúnað, ESB, innflytjendamál, gjaldmiðilinn, heilbrigðismál, og jafnt vægi atkvæða. Síðan segir hann að gjáin hafi enn dýpkað „þegar frambjóðandi XD kallaði stærsta anga íslenskra efnahagsmála „dægurmál“.“ Þar vísar Sigmar í orð Berglindar Óskar Guðmundsdóttur, sem er í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi, sem skrifaði í Morgunblaðið í síðustu viku að Viðreisnarfólki liði best í „umræðum um aðild að Evrópusambandinu og álíka dægurmál.“ Ásamt því sem Sigmar gerir hér ljóst að hann kæri sig ekki um þessa smættun Evrópumálanna af hálfu Sjálfstæðismanna, hefur Ingvar Þóróddsson, frambjóðandi Viðreisnar í Norðausturkjördæmi, svarað grein mótframbjóðanda síns Berglindar lið fyrir lið í svargrein í Morgunblaðinu, sem birtist í dag. Þar skrifar Ingvar: „Mér þykir sorglegt að heyra að frambjóðanda til Alþingis þyki vaxtakostnaður heimilanna, rekstrarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja, réttindi og val neytenda og auknir útflutningsmöguleikar í sjávarútvegi, svo fátt eitt sé nefnt, einungis dægurmál en ekki raunveruleg stefnumál.“ Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Hugmyndin um sameiningu Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar var rædd í þætti Páls Magnússonar þingmanns á Hringbraut í gær, þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar tókst á við Bjarna Benediktsson. Í því samtali kvaðst Þorgerður ekki útiloka sameiningu við sinn gamla flokk – það er að segja, ef hann gjörbreyttist. Sigmar segir þetta einfaldlega stórfurðulega hugmynd í uppfærslu á Facebook og að því sé eðlilegt að báðir formennirnir hafi tekið henni fálega. „Páll hefði miklu frekar átt að spyrja Bjarna,“ skrifar Sigmar, „hvort til greina kæmi að Sjálfstæðisflokkurinn myndi sameinast VG, því í seinni tíð sér maður ekki mun á þessum flokkum, til að mynda í heilbrigðismálum. Og þegar Bjarni fullyrðir að það versta sem geti gerst eftir kosningar sé að mynduð verði vinstri stjórn, þá mætti hann hafa í huga að af öllum þeim flokkum sem hann gat starfað með eftir síðustu kosningar, valdi hann þann sem þá var lengst til vinstri.“ Evrópusambandið bara dægurmál? Sigmar lýsir því sem hann telur vera djúpa málefnagjá á milli Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks. Þar nefnir hann sjávarútveg, landbúnað, ESB, innflytjendamál, gjaldmiðilinn, heilbrigðismál, og jafnt vægi atkvæða. Síðan segir hann að gjáin hafi enn dýpkað „þegar frambjóðandi XD kallaði stærsta anga íslenskra efnahagsmála „dægurmál“.“ Þar vísar Sigmar í orð Berglindar Óskar Guðmundsdóttur, sem er í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi, sem skrifaði í Morgunblaðið í síðustu viku að Viðreisnarfólki liði best í „umræðum um aðild að Evrópusambandinu og álíka dægurmál.“ Ásamt því sem Sigmar gerir hér ljóst að hann kæri sig ekki um þessa smættun Evrópumálanna af hálfu Sjálfstæðismanna, hefur Ingvar Þóróddsson, frambjóðandi Viðreisnar í Norðausturkjördæmi, svarað grein mótframbjóðanda síns Berglindar lið fyrir lið í svargrein í Morgunblaðinu, sem birtist í dag. Þar skrifar Ingvar: „Mér þykir sorglegt að heyra að frambjóðanda til Alþingis þyki vaxtakostnaður heimilanna, rekstrarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja, réttindi og val neytenda og auknir útflutningsmöguleikar í sjávarútvegi, svo fátt eitt sé nefnt, einungis dægurmál en ekki raunveruleg stefnumál.“
Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira