Simmi Vill tekst í beinni á við Bjarna Ben, sem fær falleinkunn hjá honum sem ráðherra Snorri Másson skrifar 19. ágúst 2021 23:36 Bjarni Benediktsson er fyrsti viðmælandi í nýja Instagram-þætti Sigmars Vilhjálmssonar. Vísir/Instagram Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður og samfélagsmiðlamógúll er að fara af stað með nýjan spjallþátt, sem verður í beinni á Instagram. Þátturinn hefur göngu sína á þriðjudaginn og yfirskriftin er „Þrasað á þriðjudögum.“ Fyrst verður þrasað við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, en Sigmar fór ófögrum orðum um ríkisstjórnina sem Bjarni fer fyrir í útvarpsviðtali á Bylgjunni í dag. Þar sagði hann Bjarna einnig fá falleinkunn sem efnahagsmálaráðherra. „Ég hef heilmiklar skoðanir á stöðu mála og hann hefur örugglega svör við því. Það verður gaman að brjóta ísinn með Þrasað á þriðjudögum með Bjarna Ben,“ sagði Sigmar á hringrás sinni á Instagram þegar hann kynnti þáttinn. Sigmar gaf sýnishorn af þessum heilmiklu skoðunum í Reykjavík síðdegis í dag og sagði um ríkisstjórnina: „Þau eru bara á kosningaári á leiðinni í kosningar og þau eru þar af leiðandi meira að hugsa um rassgatið á sjálfum sér heldur en þjóðina, bara ef ég má tala íslensku. Menn þora ekki að stíga inn og taka ákvarðanir sem eru til heilla þjóðinni á hættu við að missa vinsældir, því þeir eru bara að hugsa um að fá endurkjör. Þetta er bara grafalvarlegt mál,“ sagði hann og bætti við stjórnarandstaðan væri litlu betri með sínar eftiráskýringar. Sigmar kallaði eftir allsherjarúttekt á félagslegum áhrifum samkomutakmarkana, sem hann sagði að félagsmálaráðuneyti væri í lófa lagið að ráðast í í samstarfi við fjármálaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið. Á sama hátt gagnrýndi hann að ekki hefði verið leitast við að laga takmarkanir að ólíkri starfsemi, sagði Sigmar og nefndi dæmi úr eigin rekstri: „Nú rek ég stað sem er 2000 fermetrar. Það að ég fái úthlutað jafn mörgum einstaklingum í fjöldatakmarkönum og staður sem er 300 fermetrar er bara leti kerfisins að nenna ekki að koma með betri reglur.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Fyrst verður þrasað við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, en Sigmar fór ófögrum orðum um ríkisstjórnina sem Bjarni fer fyrir í útvarpsviðtali á Bylgjunni í dag. Þar sagði hann Bjarna einnig fá falleinkunn sem efnahagsmálaráðherra. „Ég hef heilmiklar skoðanir á stöðu mála og hann hefur örugglega svör við því. Það verður gaman að brjóta ísinn með Þrasað á þriðjudögum með Bjarna Ben,“ sagði Sigmar á hringrás sinni á Instagram þegar hann kynnti þáttinn. Sigmar gaf sýnishorn af þessum heilmiklu skoðunum í Reykjavík síðdegis í dag og sagði um ríkisstjórnina: „Þau eru bara á kosningaári á leiðinni í kosningar og þau eru þar af leiðandi meira að hugsa um rassgatið á sjálfum sér heldur en þjóðina, bara ef ég má tala íslensku. Menn þora ekki að stíga inn og taka ákvarðanir sem eru til heilla þjóðinni á hættu við að missa vinsældir, því þeir eru bara að hugsa um að fá endurkjör. Þetta er bara grafalvarlegt mál,“ sagði hann og bætti við stjórnarandstaðan væri litlu betri með sínar eftiráskýringar. Sigmar kallaði eftir allsherjarúttekt á félagslegum áhrifum samkomutakmarkana, sem hann sagði að félagsmálaráðuneyti væri í lófa lagið að ráðast í í samstarfi við fjármálaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið. Á sama hátt gagnrýndi hann að ekki hefði verið leitast við að laga takmarkanir að ólíkri starfsemi, sagði Sigmar og nefndi dæmi úr eigin rekstri: „Nú rek ég stað sem er 2000 fermetrar. Það að ég fái úthlutað jafn mörgum einstaklingum í fjöldatakmarkönum og staður sem er 300 fermetrar er bara leti kerfisins að nenna ekki að koma með betri reglur.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning