Búin undir að fá þúsundir á Laugardalsvöll ef Svandís gefur grænt ljós Sindri Sverrisson skrifar 20. ágúst 2021 13:01 Ísland náði í sín fyrstu stig í undankeppni HM með 4-1 sigri gegn Liechtenstein í mars, eftir töp gegn Armeníu og Þýskalandi. Getty Eins og staðan er núna gætu 2.300 áhorfendur mætt á hvern af leikjum Íslands við Þýskaland, Rúmeníu og Norður-Makedóníu, í undankeppni HM karla í fótbolta. Vonir standa hins vegar til þess að fleiri fái að mæta á Laugardalsvöll. Ísland mætir Rúmeníu eftir tæpar tvær vikur, fimmtudagskvöldið 2. september, því næst Norður-Makedóníu 5. september og loks fyrrverandi heims- og Evrópumeisturum Þýskalands 8. september. Núgildandi reglugerð um takmörkun á samkomum rennur út eftir viku. Í henni segir að hámarksfjöldi í sama rými skuli vera 200 manns. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að hægt sé að útbúa 12 sóttvarnahólf á Laugardalsvelli og koma þar fyrir 2.300 áhorfendum, miðað við núgildandi reglugerð. Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, frá 11. ágúst, stingur Þórólfur upp á að stærri viðburðir gætu verið leyfðir gegn því að gestir sýni fram á neikvætt PCR/antigen hraðpróf. Það mæti ekki vera eldra en 24-48 klukkustunda gamalt. Tilbúin að hrinda öllu í framkvæmd með mjög stuttum fyrirvara Klara segir að KSÍ hafi engin svör fengið um það hvort að með notkun hraðprófa verði hægt að fá fleiri áhorfendur á komandi landsleiki. Sambandið sé hins vegar undir það búið að fylla stúkurnar verði það leyft: „Við erum að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni, og vonumst auðvitað til þess að fá heimild fyrir fleiri en 200 manns í hólf. Eins og staðan er núna sjáum við ekki fram á að geta haft fleiri en 2.300 áhorfendur en við vonumst að sjálfsögðu eftir heimild fyrir fleirum. Það er allt tilbúið hjá okkur og þarf bara að ýta á Enter til að hefja miðasölu, en við þurfum að vita hvað við getum selt fyrir marga,“ segir Klara. Í minnisblaði Þórólfs bendir hann á reynslu Dana af því að hleypa fleira fólki á viðburði. Í Danmörku hafa áhorfendur getað fjölmennt á fótboltaleiki gegn því að sýna bólusetningarvottorð eða vottorð um neikvætt sýni. „Við höfum verið að horfa til allra þessara möguleika – hvort að bólusetningarskírteini dugi, hraðpróf eða hitamælingar. Við erum tilbúin að hrinda öllu í framkvæmd með mjög stuttum fyrirvara. En það verður að koma í ljós hvað kemur frá heilbrigðisráðuneytinu. Við bíðum átekta en erum undirbúin fyrir alla möguleika. Ef það yrði allt gefið frjálst þá gætum við hafið miðasölu með klukkutíma fyrirvara,“ segir Klara. Ísland með þrjú stig fyrir fyrstu heimaleikina Ísland er með þrjú stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar í undankeppni HM. Liðið lék fyrstu þrjá leiki sína á útivelli í mars en nú taka við fimm heimaleikir í röð; þrír í september og tveir í október. Ísland tapaði gegn Þýskalandi og Armeníu en vann Liechtenstein. Armenía er efst í riðlinum með 9 stig, Þýskaland og Norður-Makedónía eru með 6, Rúmenía og Ísland 3, og Liechtenstein 0. HM 2022 í Katar Laugardalsvöllur KSÍ Samkomubann á Íslandi Mest lesið Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Í beinni: Liverpool - Atlético Madrid | Púllarar hefja leik Í beinni: Bayern Munchen - Chelsea | Risaleikur á Allianz Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Sjá meira
Ísland mætir Rúmeníu eftir tæpar tvær vikur, fimmtudagskvöldið 2. september, því næst Norður-Makedóníu 5. september og loks fyrrverandi heims- og Evrópumeisturum Þýskalands 8. september. Núgildandi reglugerð um takmörkun á samkomum rennur út eftir viku. Í henni segir að hámarksfjöldi í sama rými skuli vera 200 manns. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að hægt sé að útbúa 12 sóttvarnahólf á Laugardalsvelli og koma þar fyrir 2.300 áhorfendum, miðað við núgildandi reglugerð. Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, frá 11. ágúst, stingur Þórólfur upp á að stærri viðburðir gætu verið leyfðir gegn því að gestir sýni fram á neikvætt PCR/antigen hraðpróf. Það mæti ekki vera eldra en 24-48 klukkustunda gamalt. Tilbúin að hrinda öllu í framkvæmd með mjög stuttum fyrirvara Klara segir að KSÍ hafi engin svör fengið um það hvort að með notkun hraðprófa verði hægt að fá fleiri áhorfendur á komandi landsleiki. Sambandið sé hins vegar undir það búið að fylla stúkurnar verði það leyft: „Við erum að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni, og vonumst auðvitað til þess að fá heimild fyrir fleiri en 200 manns í hólf. Eins og staðan er núna sjáum við ekki fram á að geta haft fleiri en 2.300 áhorfendur en við vonumst að sjálfsögðu eftir heimild fyrir fleirum. Það er allt tilbúið hjá okkur og þarf bara að ýta á Enter til að hefja miðasölu, en við þurfum að vita hvað við getum selt fyrir marga,“ segir Klara. Í minnisblaði Þórólfs bendir hann á reynslu Dana af því að hleypa fleira fólki á viðburði. Í Danmörku hafa áhorfendur getað fjölmennt á fótboltaleiki gegn því að sýna bólusetningarvottorð eða vottorð um neikvætt sýni. „Við höfum verið að horfa til allra þessara möguleika – hvort að bólusetningarskírteini dugi, hraðpróf eða hitamælingar. Við erum tilbúin að hrinda öllu í framkvæmd með mjög stuttum fyrirvara. En það verður að koma í ljós hvað kemur frá heilbrigðisráðuneytinu. Við bíðum átekta en erum undirbúin fyrir alla möguleika. Ef það yrði allt gefið frjálst þá gætum við hafið miðasölu með klukkutíma fyrirvara,“ segir Klara. Ísland með þrjú stig fyrir fyrstu heimaleikina Ísland er með þrjú stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar í undankeppni HM. Liðið lék fyrstu þrjá leiki sína á útivelli í mars en nú taka við fimm heimaleikir í röð; þrír í september og tveir í október. Ísland tapaði gegn Þýskalandi og Armeníu en vann Liechtenstein. Armenía er efst í riðlinum með 9 stig, Þýskaland og Norður-Makedónía eru með 6, Rúmenía og Ísland 3, og Liechtenstein 0.
HM 2022 í Katar Laugardalsvöllur KSÍ Samkomubann á Íslandi Mest lesið Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Í beinni: Liverpool - Atlético Madrid | Púllarar hefja leik Í beinni: Bayern Munchen - Chelsea | Risaleikur á Allianz Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Íslenski boltinn
Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Íslenski boltinn