Telur ólíklegt að bólusetningum barna verði mótmælt í Laugardalshöll Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2021 12:24 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segist ekki hafa áhyggjur af því að bólusetningum barna verði mótmælt við Laugardalshöll í næstu viku. Vísir/Sigurjón Á Íslandi hafa nú 262.291 verið fullbólusettir gegn veirunni en örvunarbólusetningar hafa staðið yfir í vikunni hjá fólki sem fékk bóluefni Janssen fyrr í sumar. Aðeins um helmingur þeirra sem fékk boð í örvunarbólusetningu þáði það boð. „Við vorum frekar svekkt með þátttökuna, það var ekki nema svona fimmtíu prósent þátttaka. Við boðuðum til okkar á þremur dögum, mánudag, þriðjudag og miðvikudag 32 þúsund manns en það mættu bara 16 þúsund,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. Fregnir bárust af því í vikunni að lyfjastofnun hafi borist minnst átta tilkynningar um lömun í kjölfar örvunarbólusetningar. Ragnheiður segist þó ekki viss um hvað valdi þessari dræmu þátttöku. „Það geta svo sem verið ýmsar ástæður. Hvort fólk hafi ekki átt heimangengt eða vilji doka við eða ekki þiggja örvunarskammtinn eða hvað það er, það geta verið ýmsar ástæður fyrir því.“ Ráðist verður í bólusetningu barna frá tólf ára aldri í byrjun næstu viku. Börn fædd 2006 og 2007 hafa fengið boð í bólusetningu á mánudag og börn fædd árin 2008 og 2009 á þriðjudag. Ragnheiður segist ekki áhyggjufull að bólusetningunum verði mótmælt við Laugardalshöll þrátt fyrir efasemdaraddir. „Nei, við höfum ekki áhyggjur af því að mótmælendur muni koma í höllina og mótmæla. Þetta er hópur sem er umhugað um velferð barna. Þetta er þá hópur sem myndi aldrei vilja valda börnum vanlíðan með því að mæta í höllina. þannig að þau munu örugglega velja sér einhvern annan stað til að mótmæla,“ segir Ragnheiður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Efast um þörfina á örvunarskömmtum Efasemdaraddir eru uppi á meðal heilbrigðisvísindamanna um þörfina á því að gefa fólki örvunarskammta af bóluefni gegn kórónuveirunni. Ekki sé ljóst að virkni efnanna gegn alvarlegum veikindum minnki með tímanum og þá sé brýnna að bólusetja þá sem hafa enn ekki verið bólusettir víðsvegar um heim. 20. ágúst 2021 08:58 Virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta virðist dvína Greining á gögnum frá Bretlandi bendir til þess að virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar dvíni nokkuð að þremur mánuðum liðnum. Þau veita þó áfram sterka vernd gegn alvarlegum veikindum. 19. ágúst 2021 12:53 Átta tilkynningar um lömun eða skerta hreyfigetu eftir bólusetningu Lyfjastofnun hefur fengið alls átta tilkynningar um lömun eða skerta hreyfigetu í kjölfar bólusetninga. Alvarlegust þeirra er frá ungri konu sem fjallað var um að hefði lamast fyrir neðan mitti, stuttu eftir örvunarbólusetningu með bóluefni Moderna. 18. ágúst 2021 11:57 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
„Við vorum frekar svekkt með þátttökuna, það var ekki nema svona fimmtíu prósent þátttaka. Við boðuðum til okkar á þremur dögum, mánudag, þriðjudag og miðvikudag 32 þúsund manns en það mættu bara 16 þúsund,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. Fregnir bárust af því í vikunni að lyfjastofnun hafi borist minnst átta tilkynningar um lömun í kjölfar örvunarbólusetningar. Ragnheiður segist þó ekki viss um hvað valdi þessari dræmu þátttöku. „Það geta svo sem verið ýmsar ástæður. Hvort fólk hafi ekki átt heimangengt eða vilji doka við eða ekki þiggja örvunarskammtinn eða hvað það er, það geta verið ýmsar ástæður fyrir því.“ Ráðist verður í bólusetningu barna frá tólf ára aldri í byrjun næstu viku. Börn fædd 2006 og 2007 hafa fengið boð í bólusetningu á mánudag og börn fædd árin 2008 og 2009 á þriðjudag. Ragnheiður segist ekki áhyggjufull að bólusetningunum verði mótmælt við Laugardalshöll þrátt fyrir efasemdaraddir. „Nei, við höfum ekki áhyggjur af því að mótmælendur muni koma í höllina og mótmæla. Þetta er hópur sem er umhugað um velferð barna. Þetta er þá hópur sem myndi aldrei vilja valda börnum vanlíðan með því að mæta í höllina. þannig að þau munu örugglega velja sér einhvern annan stað til að mótmæla,“ segir Ragnheiður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Efast um þörfina á örvunarskömmtum Efasemdaraddir eru uppi á meðal heilbrigðisvísindamanna um þörfina á því að gefa fólki örvunarskammta af bóluefni gegn kórónuveirunni. Ekki sé ljóst að virkni efnanna gegn alvarlegum veikindum minnki með tímanum og þá sé brýnna að bólusetja þá sem hafa enn ekki verið bólusettir víðsvegar um heim. 20. ágúst 2021 08:58 Virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta virðist dvína Greining á gögnum frá Bretlandi bendir til þess að virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar dvíni nokkuð að þremur mánuðum liðnum. Þau veita þó áfram sterka vernd gegn alvarlegum veikindum. 19. ágúst 2021 12:53 Átta tilkynningar um lömun eða skerta hreyfigetu eftir bólusetningu Lyfjastofnun hefur fengið alls átta tilkynningar um lömun eða skerta hreyfigetu í kjölfar bólusetninga. Alvarlegust þeirra er frá ungri konu sem fjallað var um að hefði lamast fyrir neðan mitti, stuttu eftir örvunarbólusetningu með bóluefni Moderna. 18. ágúst 2021 11:57 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Efast um þörfina á örvunarskömmtum Efasemdaraddir eru uppi á meðal heilbrigðisvísindamanna um þörfina á því að gefa fólki örvunarskammta af bóluefni gegn kórónuveirunni. Ekki sé ljóst að virkni efnanna gegn alvarlegum veikindum minnki með tímanum og þá sé brýnna að bólusetja þá sem hafa enn ekki verið bólusettir víðsvegar um heim. 20. ágúst 2021 08:58
Virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta virðist dvína Greining á gögnum frá Bretlandi bendir til þess að virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar dvíni nokkuð að þremur mánuðum liðnum. Þau veita þó áfram sterka vernd gegn alvarlegum veikindum. 19. ágúst 2021 12:53
Átta tilkynningar um lömun eða skerta hreyfigetu eftir bólusetningu Lyfjastofnun hefur fengið alls átta tilkynningar um lömun eða skerta hreyfigetu í kjölfar bólusetninga. Alvarlegust þeirra er frá ungri konu sem fjallað var um að hefði lamast fyrir neðan mitti, stuttu eftir örvunarbólusetningu með bóluefni Moderna. 18. ágúst 2021 11:57