Innlent

Bein út­sending: Upp­lýsinga­fundur lofts­lags­verk­fallsins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ungir umhverfissinnar hafa undanfarin tvö ár mætt á Austurvöll á föstudögum og minnt á nauðsyn loftslagsaðgerða.
Ungir umhverfissinnar hafa undanfarin tvö ár mætt á Austurvöll á föstudögum og minnt á nauðsyn loftslagsaðgerða.

Loftslagsverkfallið blæs til þriggja upplýsingafunda í ljósi stöðu loftslagsmála í heiminum. Sá fyrsti er í Norræna húsinu í dag og hefst klukkan 13:30.

Þrír sérfræðingar í loftslagsmálum og sjálfbærni verða í aðalhlutverkum á fundunum.

  • Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar Fróða um sjálfbæra þróun við HÍ
  • Halldór Björnsson, formaður Vísindanefndar um loftslagsbreytingar
  • Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs

Einnig verða erindi frá fjölbreyttum gestum. Fundarstjóri er Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna.

Upplýsingafundirnir verða haldnir í stóra sal Norræna hússins og bjóðum við fréttafólk jafnt sem almenning velkomin. Tekið verður við spurningum úr sal og úr streyminu og vonumst við til að geta skapað umræður að erindum loknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×