Valskonur koma brosandi heim eftir góðan sigur á Zürich Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2021 13:53 Cyera Hintzen skorað tvö mörk í dag. Hér er hún á ferðinni á móti Blikum á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Valskonur tryggðu sér þriðja sætið í sínum riðli í undankeppni Meistaradeildarinnar með 3-1 sigri á heimakonum í Zürich í dag. Það var ljóst fyrir leikinn að hvorugt liðið gat komist áfram í aðra umferð en úrslitaleikurinn í riðlinum er seinna í kvöld á milli Hoffenheim og AC Milan. Fanndís Friðriksdóttir kom inn í byrjunarliðið og kom Valsliðinu síðan í 1-0 á 32. mínútu leiksins og þannig var staðan í hálfleik. Bandaríski framherjinn Cyera Hintzen skoraði tvö mörk með tveggja mínútna millibili í upphafi seinni hálfleiksins og eftir það voru úrslitin nánast ráðin. Naomi Mégroz minnkaði muninn fyrir svissneska liðið á 59. mínútu en nær komust þær svissnesku ekki. Zürich endaði í öðru sæti í svissnesku deildinni á síðasta tímabili alveg eins og Valskonur hér heima í fyrrasumar. Valsliðið er aftur á móti komið með níu fingur á Íslandsmeistaratitilinn í ár enda með sjö stiga forskot á Breiðablik þegar aðeins níu stig eru eftir í pottinum. Líkt og í undanúrslitaleiknum sem tapaðist á móti Hoffenheim þá voru þær Elín Metta Jensen og Mary Alice Vignola á bekknum en báðar hafa verið að glíma við meiðsli. Vignola kom inn á sem varamaður átta mínútum fyrir leikslok um leið og Valsmenn skiptu um markmann. Hin unga Fanney Inga Birkisdóttir fékk þá að spila sinn fyrsta Evrópuleik. Elín Metta spilaði ekki. Lára Kristín Pedersen varð líka að fara meidd af velli eftir aðeins ellefu mínútna leik. Valsliðið á eftir þrjá leiki á mótinu og einn sigur í viðbót tryggir liðinu endanlega Íslandsmeistaratitilinn. Næsti leikur í Pepsi Max deildinni er á móti Tindastól á miðvikudaginn kemur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Sjá meira
Það var ljóst fyrir leikinn að hvorugt liðið gat komist áfram í aðra umferð en úrslitaleikurinn í riðlinum er seinna í kvöld á milli Hoffenheim og AC Milan. Fanndís Friðriksdóttir kom inn í byrjunarliðið og kom Valsliðinu síðan í 1-0 á 32. mínútu leiksins og þannig var staðan í hálfleik. Bandaríski framherjinn Cyera Hintzen skoraði tvö mörk með tveggja mínútna millibili í upphafi seinni hálfleiksins og eftir það voru úrslitin nánast ráðin. Naomi Mégroz minnkaði muninn fyrir svissneska liðið á 59. mínútu en nær komust þær svissnesku ekki. Zürich endaði í öðru sæti í svissnesku deildinni á síðasta tímabili alveg eins og Valskonur hér heima í fyrrasumar. Valsliðið er aftur á móti komið með níu fingur á Íslandsmeistaratitilinn í ár enda með sjö stiga forskot á Breiðablik þegar aðeins níu stig eru eftir í pottinum. Líkt og í undanúrslitaleiknum sem tapaðist á móti Hoffenheim þá voru þær Elín Metta Jensen og Mary Alice Vignola á bekknum en báðar hafa verið að glíma við meiðsli. Vignola kom inn á sem varamaður átta mínútum fyrir leikslok um leið og Valsmenn skiptu um markmann. Hin unga Fanney Inga Birkisdóttir fékk þá að spila sinn fyrsta Evrópuleik. Elín Metta spilaði ekki. Lára Kristín Pedersen varð líka að fara meidd af velli eftir aðeins ellefu mínútna leik. Valsliðið á eftir þrjá leiki á mótinu og einn sigur í viðbót tryggir liðinu endanlega Íslandsmeistaratitilinn. Næsti leikur í Pepsi Max deildinni er á móti Tindastól á miðvikudaginn kemur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Sjá meira