„Við vonum að þessir fundir gefi tóninn“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2021 19:46 Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna. Vísir/Einar Fyrsti upplýsingafundur ungra umhverfissinna um stöðu loftslagsmála var haldin í Norræna húsinu í dag. Kallað er eftir því að gripið verði til víðtækra aðgerða strax og að yfirvöld lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna gaf á dögunum út skýrslu sem vakti mikinn óhug meðal heimsbúa. Í skýrslunni kom meðal annars fram að reiknað sé mað að hnattræn hlýnun fari umfram eina og hálfa gráðu strax snemma á fjórða áratug þessarar aldar, þvert á markmið Parísarsamkomulagsins. Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun við HÍ, og Halldór Björnsson, formaður Vísindanefndar um loftslagsbreytingar, sátu fyrir svörum á fundinum.Vísir/Einar Á upplýsingafundi loftslagsverkfallsins í dag fóru sérfræðingar í loftslagsmálum meðal annars yfir röskun mannkyns á kolefnishringrás jarðar, og hvernig kolefnislosun hefur þróast í gegn um tíðina. „Svo fengum við líka yfirlit yfir það hvernig losun á Íslandi hefur þróast og hvernig framtíðarþróunin getur orðið,“ segir Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna. „Okkur fannst þetta vera afar aðkallandi málefni núna, sérstaklega í ljósi nýjustu skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar.“ Nú sé aðkallandi að neyðarástandi verði lýst yfir í loftslagsmálum og kné sá látið fylgja kviði. „Ákall loftslagsverkfallsins hefur lengi verið að íslensk stjórnvöld lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og enn fremur að aðgerðir stjórnvalda séu í samræmi við það neyðarástand sem við búum við, enda er ekki bara nóg að lýsa því yfir heldur þarf líka að grípa til fullnægjandi aðgerða,“ segir Tinna. Fundurinn var þétt setinn í dag.Vísir/Einar Vonir séu um að fundirnir hvetji stjórnmálaflokka til að taka vána alvarlega. „Við vonum að þessir fundir gefi tóninn, sérstaklega fyrir komandi kosningar svo við fáum að sjá fullnægjandi tillögur frá flokkunum sem munu hjálpa okkur að takast á við þetta ástand af nógu mikilli festu,“ segir Tinna. „Við viljum auðvitað að öll séu sem upplýstust um þetta málefni og þá sérstaklega stjórnmálafólk, þannig endilega mæta á staðinn.“ Loftslagsmál Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Fordæmalaus rigning efst á Grænlandsjökli Rigning féll á hæsta punkti Grænlandsjökuls í nokkrar klukkustundir um síðustu helgi en það eru fyrstu heimildirnar um regn þar. Úrkoman fylgdi hlýindum og mikilli bráðnun á jöklinum. 20. ágúst 2021 15:44 Búist við röskunum í London vegna loftslagsmótmæla Lögreglan í London varar við því að raskanir verði á daglegu lífi í borginni næstu tvær vikurnar vegna boðaðra loftslagsmótmælum sem eiga að hefjast á mánudag. Boðað hefur verið til setuverkfalla og mótmælagangna. 20. ágúst 2021 13:22 Græða upp tugþúsundir ferkílómetra til að ná loftslagsmarkmiði Kínversk stjórnvöld stefna að því að gróðursetja tré á um 36.000 ferkílómetrum lands á ári fram til ársins 2025 í því skyni að færast nær markmiði sínu um að ná kolefnishlutleysi síðar á þessari öld og bæta vistkerfi. 20. ágúst 2021 11:42 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna gaf á dögunum út skýrslu sem vakti mikinn óhug meðal heimsbúa. Í skýrslunni kom meðal annars fram að reiknað sé mað að hnattræn hlýnun fari umfram eina og hálfa gráðu strax snemma á fjórða áratug þessarar aldar, þvert á markmið Parísarsamkomulagsins. Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun við HÍ, og Halldór Björnsson, formaður Vísindanefndar um loftslagsbreytingar, sátu fyrir svörum á fundinum.Vísir/Einar Á upplýsingafundi loftslagsverkfallsins í dag fóru sérfræðingar í loftslagsmálum meðal annars yfir röskun mannkyns á kolefnishringrás jarðar, og hvernig kolefnislosun hefur þróast í gegn um tíðina. „Svo fengum við líka yfirlit yfir það hvernig losun á Íslandi hefur þróast og hvernig framtíðarþróunin getur orðið,“ segir Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna. „Okkur fannst þetta vera afar aðkallandi málefni núna, sérstaklega í ljósi nýjustu skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar.“ Nú sé aðkallandi að neyðarástandi verði lýst yfir í loftslagsmálum og kné sá látið fylgja kviði. „Ákall loftslagsverkfallsins hefur lengi verið að íslensk stjórnvöld lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og enn fremur að aðgerðir stjórnvalda séu í samræmi við það neyðarástand sem við búum við, enda er ekki bara nóg að lýsa því yfir heldur þarf líka að grípa til fullnægjandi aðgerða,“ segir Tinna. Fundurinn var þétt setinn í dag.Vísir/Einar Vonir séu um að fundirnir hvetji stjórnmálaflokka til að taka vána alvarlega. „Við vonum að þessir fundir gefi tóninn, sérstaklega fyrir komandi kosningar svo við fáum að sjá fullnægjandi tillögur frá flokkunum sem munu hjálpa okkur að takast á við þetta ástand af nógu mikilli festu,“ segir Tinna. „Við viljum auðvitað að öll séu sem upplýstust um þetta málefni og þá sérstaklega stjórnmálafólk, þannig endilega mæta á staðinn.“
Loftslagsmál Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Fordæmalaus rigning efst á Grænlandsjökli Rigning féll á hæsta punkti Grænlandsjökuls í nokkrar klukkustundir um síðustu helgi en það eru fyrstu heimildirnar um regn þar. Úrkoman fylgdi hlýindum og mikilli bráðnun á jöklinum. 20. ágúst 2021 15:44 Búist við röskunum í London vegna loftslagsmótmæla Lögreglan í London varar við því að raskanir verði á daglegu lífi í borginni næstu tvær vikurnar vegna boðaðra loftslagsmótmælum sem eiga að hefjast á mánudag. Boðað hefur verið til setuverkfalla og mótmælagangna. 20. ágúst 2021 13:22 Græða upp tugþúsundir ferkílómetra til að ná loftslagsmarkmiði Kínversk stjórnvöld stefna að því að gróðursetja tré á um 36.000 ferkílómetrum lands á ári fram til ársins 2025 í því skyni að færast nær markmiði sínu um að ná kolefnishlutleysi síðar á þessari öld og bæta vistkerfi. 20. ágúst 2021 11:42 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Fordæmalaus rigning efst á Grænlandsjökli Rigning féll á hæsta punkti Grænlandsjökuls í nokkrar klukkustundir um síðustu helgi en það eru fyrstu heimildirnar um regn þar. Úrkoman fylgdi hlýindum og mikilli bráðnun á jöklinum. 20. ágúst 2021 15:44
Búist við röskunum í London vegna loftslagsmótmæla Lögreglan í London varar við því að raskanir verði á daglegu lífi í borginni næstu tvær vikurnar vegna boðaðra loftslagsmótmælum sem eiga að hefjast á mánudag. Boðað hefur verið til setuverkfalla og mótmælagangna. 20. ágúst 2021 13:22
Græða upp tugþúsundir ferkílómetra til að ná loftslagsmarkmiði Kínversk stjórnvöld stefna að því að gróðursetja tré á um 36.000 ferkílómetrum lands á ári fram til ársins 2025 í því skyni að færast nær markmiði sínu um að ná kolefnishlutleysi síðar á þessari öld og bæta vistkerfi. 20. ágúst 2021 11:42