Vilja að farið verði varlega í fulla bólusetningu á börnum Eiður Þór Árnason skrifar 21. ágúst 2021 15:37 Fyrirhugað er að bjóða upp á bólusetningu fyrir börn á aldrinum 12 til 15 ára á næstu dögum. Vísir/vilhelm Tveir hjartalæknar leggja til að varlega verði farið í fulla bólusetningu hjá börnum. Þeir skora á sóttvarnayfirvöld að gefa ekki fleiri skammta af bóluefnum en nauðsynlegt er með tilliti til ávinnings og áhættu. Vísa læknarnir til þess að heilbrigð börn án alvarlegra undirliggjandi sjúkdóma séu í afar lítilli áhættu á að veikjast alvarlega í kjölfar kórónuveirusýkinga. Áhætta bólusetningar sé sömuleiðis lítil en ekki hverfandi. Þetta kemur fram í grein hjartalæknanna Sigfúsar Örvars Gizurarsonar og Kristjáns Guðmundssonar sem birtist í Morgunblaðinu. „Þannig hafa ungmenni á Íslandi greinst með hjartavöðvabólgu og bólgu í gollurshúsi eftir bólusetningar. Oft er um að ræða væg einkenni og sjúkdóm, en slíkir sjúkdómar geta valdið varanlegum skaða á hjartavöðvann og áhrifin koma oft ekki fram til fulls fyrr en mörgum árum síðar. Af gögnum frá Bandaríkjunum virðast þessir fylgikvillar koma fram mun oftar eftir seinni bólusetningu. Einnig sýna gögn að drengir og ungir karlmenn séu í sérstaklega mikilli áhættu fyrir þessum fylgikvilla.“ Foreldrar kynni sér málin vel Sigfús og Kristján árétta að með þessu sé ekki á neinn hátt hallað á ávinning af fullri bólusetningu hjá fullorðnum sem hafi ekki fyrri sögu um kórónuveirusmit. Þar sé ávinningurinn langt umfram áhættu. „Foreldrar barna og ungmenna ættu að kynna sér vel ávinning og áhættu af bólusetningu og við óvissu er rétt að bíða og sjá hvað setur. Ef foreldrar hafa góðar ástæður fyrir bólusetningu ætti að íhuga að þiggja bara fyrri bólusetningu meðan frekari gagna er aflað.“ Einnig telja læknarnir hæpið að hvetja ungmenni sem hafa fengið bóluefni Janssen að fá örvunarskammt af öðru bóluefni. „Þetta er að okkar mati hæpið þar sem ávinningur hjá þessum hóp er mjög lítill, og hætta á fylgikvillum er til staðar og getur vegið á móti litlum ávinningi. Þessi hópur þarf að fá mjög skýrar upplýsingar þar sem þessi aðgerð hefur ekki formlega hlotið nægjanlega rannsókn. Sér í lagi gildir þetta um ungmenni sem eru ekki í áhættuhópum,“ segir í grein þeirra í Morgunblaðinu. Þá gagnrýna Sigfús og Kristján að ungmenni sem hafi áður greinst með kórónuveirusýkingu hafi verið boðuð í tvær bólusetningar þó gögn sýni að þau séu í lítilli áhættu fyrir alvarlegri sýkingu. Hjá þessum hópi sé afar ólíklegt að tvær bólusetningar hafi ávinning umfram einn bólusetningarskammt. „Til að það mikla traust sem almenningur ber til sóttvarnaraðgerða glatist ekki er mikilvægt að ekki sé of geyst farið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Fleiri fréttir Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Sjá meira
Vísa læknarnir til þess að heilbrigð börn án alvarlegra undirliggjandi sjúkdóma séu í afar lítilli áhættu á að veikjast alvarlega í kjölfar kórónuveirusýkinga. Áhætta bólusetningar sé sömuleiðis lítil en ekki hverfandi. Þetta kemur fram í grein hjartalæknanna Sigfúsar Örvars Gizurarsonar og Kristjáns Guðmundssonar sem birtist í Morgunblaðinu. „Þannig hafa ungmenni á Íslandi greinst með hjartavöðvabólgu og bólgu í gollurshúsi eftir bólusetningar. Oft er um að ræða væg einkenni og sjúkdóm, en slíkir sjúkdómar geta valdið varanlegum skaða á hjartavöðvann og áhrifin koma oft ekki fram til fulls fyrr en mörgum árum síðar. Af gögnum frá Bandaríkjunum virðast þessir fylgikvillar koma fram mun oftar eftir seinni bólusetningu. Einnig sýna gögn að drengir og ungir karlmenn séu í sérstaklega mikilli áhættu fyrir þessum fylgikvilla.“ Foreldrar kynni sér málin vel Sigfús og Kristján árétta að með þessu sé ekki á neinn hátt hallað á ávinning af fullri bólusetningu hjá fullorðnum sem hafi ekki fyrri sögu um kórónuveirusmit. Þar sé ávinningurinn langt umfram áhættu. „Foreldrar barna og ungmenna ættu að kynna sér vel ávinning og áhættu af bólusetningu og við óvissu er rétt að bíða og sjá hvað setur. Ef foreldrar hafa góðar ástæður fyrir bólusetningu ætti að íhuga að þiggja bara fyrri bólusetningu meðan frekari gagna er aflað.“ Einnig telja læknarnir hæpið að hvetja ungmenni sem hafa fengið bóluefni Janssen að fá örvunarskammt af öðru bóluefni. „Þetta er að okkar mati hæpið þar sem ávinningur hjá þessum hóp er mjög lítill, og hætta á fylgikvillum er til staðar og getur vegið á móti litlum ávinningi. Þessi hópur þarf að fá mjög skýrar upplýsingar þar sem þessi aðgerð hefur ekki formlega hlotið nægjanlega rannsókn. Sér í lagi gildir þetta um ungmenni sem eru ekki í áhættuhópum,“ segir í grein þeirra í Morgunblaðinu. Þá gagnrýna Sigfús og Kristján að ungmenni sem hafi áður greinst með kórónuveirusýkingu hafi verið boðuð í tvær bólusetningar þó gögn sýni að þau séu í lítilli áhættu fyrir alvarlegri sýkingu. Hjá þessum hópi sé afar ólíklegt að tvær bólusetningar hafi ávinning umfram einn bólusetningarskammt. „Til að það mikla traust sem almenningur ber til sóttvarnaraðgerða glatist ekki er mikilvægt að ekki sé of geyst farið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Fleiri fréttir Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Sjá meira